Ósýnilegi flokkurinn Símon Birgisson skrifar 3. júní 2010 10:49 Það var erfitt að ganga á kjörstað á laugardaginn hér í Hafnarfirði. Í Reykjavík komst nýtt afl til valda. Í Hafnarfirði hafa aldrei fleiri skilað auðu og kosningaþátttaka var í lágmarki. Því miður fyrir okkur, kjósendur í Hafnarfirði, var enginn besti flokkur eða næstbesti flokkur eða listi fólksins til að greiða atkvæði. Aðeins fjórflokkurinn. Og það er alltaf erfitt að greiða vonbrigðum atkvæði sitt. Fyrir átta árum, þegar Samfylkingin tók við stjórn bæjarins, var ég fullur bjartsýni. Ég var ungur og trúði því að Samfylkingin myndi breyta bænum til góðs. Hafnarfjörður er sérstakur bær og það er sérstakt hvað ungt fólk hefur sterkar tilfinningar til bæjarins. Ég man að eitt stærsta kosningaloforðið var að bjarga Hafnfirðingum frá áætlunum Sjálfstæðismanna um uppbyggingu Norðurbakkans. Það var talað í háði um hús sem áttu að rísa á landfyllingu og lúxusíbúðir. Björgunaraðgerðin blasir nú við á Norðurbakkanum og því miður hlæja nú fleiri en Hafnfirðingar að því gullna tækifæri sem rann okkur úr greipum. Norðurbakkinn er uppnefndur Berlínarmúrinn - þessi ömurlega blokkarbyggð er eins og risastór veggur sem byrgir sýn og hinumegin við veginn eru gömlu húsin - minnisvarði um fallega byggð. Norðurbakkinn er versta björgunaraðgerð sögunnar og Samfylkingunni að kenna. Önnur skipulagshörmung eru Vellirnir. Hverfið er af flestum talið eitt það ljótasta á Íslandi. Og örugglega þó víðar væri að leita. Þetta hraun gettó er líka minnisvarði - minnisvarði um verktakapólitík þar sem heilbrigð skynsemi lét undan kröfunni um peninga. Vellirnir eru Samfylkingunni að kenna. Fyrir átta árum fannst mér sem ungum manni að Hafnarfjörður ætti virkilega möguleika á því að verða fallegt og líflegt bæjarfélag. Við hefðum getað breytt Norðurbakkanum í fallegt svæði, þar sem útikaffihús, búðir, jafnvel leikhús og íbúðir mynduðu tengingu við Strandgötuna þar sem nú þegar er elsta kvikmyndahús landsins. Við hefðum getað breytt bænum til góðs. En í staðinn tóku verktakarnir völdin - við byggðum innisundlaug og neyddumst til að loka útilauginni í Suðurbænum tvo sólríkustu mánuði ársins - Vallahverfið og Norðurbakkinn risu án þess að neinn virtist hugsa um þá stefnu sem bærinn var að taka. Og af einhverjum ástæðum stendur gamla Dvergshúsið enn þrátt fyrir að áætlanir um niðurrif hafi verið ofarlega á loforðalista Samfylkingarinnar á sínum tíma. Höfum við grætt eitthvað á þessari vitleysu? Nei, bærinn er skuldsettari en þegar Samfylkingin tók við. Í stað eldmóðs er ungt fólk í bænum fullt af vonbrigðum. Og nema við rífum þakið af nýju vallarlauginni er líklegt að Hafnfirðingar þurfi að sætta sig við að synda innandyra næstu árin. Þess vegna var erfitt að greiða atkvæði á laugardaginn. Það var enginn valkostur við vitleysuna. Sem betur fer var ég ekki einn um að skila mínu atkvæði auðu. Um 1.600 manns ákváðu að greiða engum fjórflokkanna atkvæði sitt. Það er ósýnilegi flokkurinn sem samkvæmt þessum tölum á einn mann inni í bæjarstjórn. Miðað við kosningaþátttökuna má Samfylkingin prísa sig sæla að þetta nýja framboð var ósýnilegt á laugardaginn. En það þýðir ekki að þeir sem nú munu fara með stjórn bæjarins megi gleyma úrslitunum á laugardaginn. Sá meirihluti sem nú mun taka til starfa nýtur ekki trausts bæjarbúa. Hann var versti valkosturinn í vondri stöðu. Og ég ætla rétt að vona að á næstu fjórum árum muni hinir kosnu fulltrúar standa sig í stykkinu - því annars er líklegt að ósýnilegi flokkurinn stígi fram í dagsljósið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það var erfitt að ganga á kjörstað á laugardaginn hér í Hafnarfirði. Í Reykjavík komst nýtt afl til valda. Í Hafnarfirði hafa aldrei fleiri skilað auðu og kosningaþátttaka var í lágmarki. Því miður fyrir okkur, kjósendur í Hafnarfirði, var enginn besti flokkur eða næstbesti flokkur eða listi fólksins til að greiða atkvæði. Aðeins fjórflokkurinn. Og það er alltaf erfitt að greiða vonbrigðum atkvæði sitt. Fyrir átta árum, þegar Samfylkingin tók við stjórn bæjarins, var ég fullur bjartsýni. Ég var ungur og trúði því að Samfylkingin myndi breyta bænum til góðs. Hafnarfjörður er sérstakur bær og það er sérstakt hvað ungt fólk hefur sterkar tilfinningar til bæjarins. Ég man að eitt stærsta kosningaloforðið var að bjarga Hafnfirðingum frá áætlunum Sjálfstæðismanna um uppbyggingu Norðurbakkans. Það var talað í háði um hús sem áttu að rísa á landfyllingu og lúxusíbúðir. Björgunaraðgerðin blasir nú við á Norðurbakkanum og því miður hlæja nú fleiri en Hafnfirðingar að því gullna tækifæri sem rann okkur úr greipum. Norðurbakkinn er uppnefndur Berlínarmúrinn - þessi ömurlega blokkarbyggð er eins og risastór veggur sem byrgir sýn og hinumegin við veginn eru gömlu húsin - minnisvarði um fallega byggð. Norðurbakkinn er versta björgunaraðgerð sögunnar og Samfylkingunni að kenna. Önnur skipulagshörmung eru Vellirnir. Hverfið er af flestum talið eitt það ljótasta á Íslandi. Og örugglega þó víðar væri að leita. Þetta hraun gettó er líka minnisvarði - minnisvarði um verktakapólitík þar sem heilbrigð skynsemi lét undan kröfunni um peninga. Vellirnir eru Samfylkingunni að kenna. Fyrir átta árum fannst mér sem ungum manni að Hafnarfjörður ætti virkilega möguleika á því að verða fallegt og líflegt bæjarfélag. Við hefðum getað breytt Norðurbakkanum í fallegt svæði, þar sem útikaffihús, búðir, jafnvel leikhús og íbúðir mynduðu tengingu við Strandgötuna þar sem nú þegar er elsta kvikmyndahús landsins. Við hefðum getað breytt bænum til góðs. En í staðinn tóku verktakarnir völdin - við byggðum innisundlaug og neyddumst til að loka útilauginni í Suðurbænum tvo sólríkustu mánuði ársins - Vallahverfið og Norðurbakkinn risu án þess að neinn virtist hugsa um þá stefnu sem bærinn var að taka. Og af einhverjum ástæðum stendur gamla Dvergshúsið enn þrátt fyrir að áætlanir um niðurrif hafi verið ofarlega á loforðalista Samfylkingarinnar á sínum tíma. Höfum við grætt eitthvað á þessari vitleysu? Nei, bærinn er skuldsettari en þegar Samfylkingin tók við. Í stað eldmóðs er ungt fólk í bænum fullt af vonbrigðum. Og nema við rífum þakið af nýju vallarlauginni er líklegt að Hafnfirðingar þurfi að sætta sig við að synda innandyra næstu árin. Þess vegna var erfitt að greiða atkvæði á laugardaginn. Það var enginn valkostur við vitleysuna. Sem betur fer var ég ekki einn um að skila mínu atkvæði auðu. Um 1.600 manns ákváðu að greiða engum fjórflokkanna atkvæði sitt. Það er ósýnilegi flokkurinn sem samkvæmt þessum tölum á einn mann inni í bæjarstjórn. Miðað við kosningaþátttökuna má Samfylkingin prísa sig sæla að þetta nýja framboð var ósýnilegt á laugardaginn. En það þýðir ekki að þeir sem nú munu fara með stjórn bæjarins megi gleyma úrslitunum á laugardaginn. Sá meirihluti sem nú mun taka til starfa nýtur ekki trausts bæjarbúa. Hann var versti valkosturinn í vondri stöðu. Og ég ætla rétt að vona að á næstu fjórum árum muni hinir kosnu fulltrúar standa sig í stykkinu - því annars er líklegt að ósýnilegi flokkurinn stígi fram í dagsljósið.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun