Erlent

Morðkvendin í Moskvu hyllt

Óli Tynes skrifar
Ungur drengur krossar sig við kerti sem kveikt hafa verið í neðanjarðarlestarstöð í Moskvu.
Ungur drengur krossar sig við kerti sem kveikt hafa verið í neðanjarðarlestarstöð í Moskvu. Mynd/AP

Margar vefsíður sem tengjast Al Kaida hafa hyllt konurnar tvær sem myrtu þrjátíu og níu Rússa í sprengjuárásum á neðanjarðarlestarkerfi Moskvu í gær.

Konurnar eru kallaðar píslarvottar. Á einni síðunni hefur verið sett upp tabula gratulatoria þar sem fólk getur tjáð aðdáun sína á þeim og verknaði þeirra.

Þjóðarsorg er í Rússlandi í dag og þar blakta fánar í hálfa stöng. Doku Umarov er hinsvegar býsna kátur. Hann er sjálfskipaður emír í Tsjetsníu.

Í blaðavitali í febrúar síðastliðnum sagði hann að stríðið í Kákasus væri á leið inn í borgir og bæi í Rússlandi. Það myndi færast inn á heimili Rússa og enginn væri óhultur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×