Árangur í tímatökum lykill að titlinum 11. október 2010 15:30 Japanskir Ferrari aðdáendur settu skemmtilegan svip á mótshaldið í gær. Mynd: Getty Images Stefano Domenicali, yfirmaður Formúlu 1 liðs Ferrari telur það að ná góðum árangri í tímatökum í Formúlu 1 í þeim þremur mótum sem eftir eru verði lykillinn að því að landa meistaratitlinum. Fimm ökumenn eiga möguleika á titli ökumanna. Fernando Alonso hjá Ferrari er jafn Sebastian Vettel á Red Bull í stigamóti ökumanna með 206 stig, en Mark Webber á Red Bull er efstur með 220 stig. Red Bull réð lögum og lofum í mótinu á Suzuka í gær. Vettel naí besta tíma í tímatökum og fylgdi því eftir með sigri. "Ég tel að þeir séu að gera frábæra hluti í undirbúningu og tímatökum, en við höfum séð að við stöndum okkur betur í tímatökum, þá getum við sigrað þá. Annars er þetta erfitt, en við sjáum hvað gerist í næstu mótum. Miði er möguleiki", sagði Domenicali í frétt á autosport.com. Alonso taldi fyrir mótið á Suzuka að markmiðið væri að komast á verðlaunapall, en Red Bull bíllinn hentar sérlega vel á brautina. Alonso náði þriðja sæti í gær. "Við vissum að þetta yrði erfið braut fyrir okkur, en við vorum altént samkeppnisfærir í kappakstrinum. Red Bull menn voru sterkari og McLaren ekki sem verstir, en þeir lentu í vandræðum með bíl Lewis. En við náðum á verðlaunapall sem var markmiðið." "Staðan í stigamótinu er galopinn. Það er þrjú mót eftir og allt er mögulegt. Við verðum að vera í slagnum allt til loka", sagði Domenicali. Næst verður keppt í Suður Kóreu um aðra helgi á nýrri braut. Síðan í Brasilíu og Abu Dhabi. Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Stefano Domenicali, yfirmaður Formúlu 1 liðs Ferrari telur það að ná góðum árangri í tímatökum í Formúlu 1 í þeim þremur mótum sem eftir eru verði lykillinn að því að landa meistaratitlinum. Fimm ökumenn eiga möguleika á titli ökumanna. Fernando Alonso hjá Ferrari er jafn Sebastian Vettel á Red Bull í stigamóti ökumanna með 206 stig, en Mark Webber á Red Bull er efstur með 220 stig. Red Bull réð lögum og lofum í mótinu á Suzuka í gær. Vettel naí besta tíma í tímatökum og fylgdi því eftir með sigri. "Ég tel að þeir séu að gera frábæra hluti í undirbúningu og tímatökum, en við höfum séð að við stöndum okkur betur í tímatökum, þá getum við sigrað þá. Annars er þetta erfitt, en við sjáum hvað gerist í næstu mótum. Miði er möguleiki", sagði Domenicali í frétt á autosport.com. Alonso taldi fyrir mótið á Suzuka að markmiðið væri að komast á verðlaunapall, en Red Bull bíllinn hentar sérlega vel á brautina. Alonso náði þriðja sæti í gær. "Við vissum að þetta yrði erfið braut fyrir okkur, en við vorum altént samkeppnisfærir í kappakstrinum. Red Bull menn voru sterkari og McLaren ekki sem verstir, en þeir lentu í vandræðum með bíl Lewis. En við náðum á verðlaunapall sem var markmiðið." "Staðan í stigamótinu er galopinn. Það er þrjú mót eftir og allt er mögulegt. Við verðum að vera í slagnum allt til loka", sagði Domenicali. Næst verður keppt í Suður Kóreu um aðra helgi á nýrri braut. Síðan í Brasilíu og Abu Dhabi.
Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira