Bílabingó með í ferðalagið 8. júlí 2010 06:00 Setur nýtt spil á markaðinn með það markmið að fá ferðalanga til að fylgjast meir með umhverfinu á ferð um landið.Fréttablaðið/Arnþór Guðrún Gyða hannaði sérstakt Bílabingó eftir að hafa átt sams konar spil fyrir 20 árum. Hún segist vonast til þess að spilið fái nútímabörn til að fylgjast meir með út um gluggann á ferð sinni um landið. „Ég átti svona svipað spil fyrir 20 árum sem ég hafði fengið í Þýskalandi. Á því voru reyndar bílategundir en þetta sló þvílíkt í gegn hjá okkur í aftursætinu. Við notuðum þetta alltaf í bílnum, hvort sem við vorum innanbæjar eða utanbæjar", segir Guðrún Gyða Franklín sem er þessa dagana að setja spilið Bílabingó á markað hér á landi. Bílabingóspjaldið hefur 25 myndir ýmist af dýrum, bílum, heyböggum, umferðarskiltum og öðru sem verður á vegi ferðalanga á leið sinni um landið. Spilið gengur út á það að spilamaður lokar fyrir gluggann sem er með mynd af því sem hann sér og vinnur leikinn þegar hann er búinn að finna alla 25 hlutina. Guðrún Gyða segir að allt frá því að gamla spilið týndist hafi hún ávallt haft augun opin fyrir nýju spili en aldrei fundið neitt í líkingu við þetta. „Það var svo fyrir tveimur árum sem ég fór hringinn í kringum landið með fjölskylduna mína að ég útbjó svipað spil fyrir börnin mín. Ég prentaði myndir út heima og plastaði spjaldið. Þau notuðu svo límmiða til að líma yfir myndirnar," segir Guðrún Gyða. Það var svo í barneignarleyfinu á síðasta ári sem hún fór að hanna spilið í þeirri mynd sem það er í dag. Samkvæmt Guðrúnu komu margar góðar hendur að spilinu. Guðrún sá um alla hönnun en fékk aðstoð frá Steinbirni Logasyni, grafískum hönnuði, með að hanna myndirnar á spjaldinu. Svansprent prentaði myndirnar og Múlalundur gerði pappaspjaldið. Spírall í Hafnarfirði skar þetta síðan allt út og Guðrún ásamt fjölskyldu, vinum, fimleikastelpum úr Gerplu í fjáröflun og sjálfboðaliðum frá Veraldarvinum sátu tímunum saman í einni kennslustofu í Langholtsskóla og sáu um fráganginn. „Ég vona að þetta verði til þess að krakkar leggi frá sér tölvuleikina og ferða-dvd-spilarana og horfi út um gluggann. Fylgist með náttúrunni og skoði Ísland," segir Guðrún Gyða. Bílabingóið er nú komið til sölu hjá flestöllum verslunum N1 og Samkaupum um land allt. linda@frettabladid.is Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
Guðrún Gyða hannaði sérstakt Bílabingó eftir að hafa átt sams konar spil fyrir 20 árum. Hún segist vonast til þess að spilið fái nútímabörn til að fylgjast meir með út um gluggann á ferð sinni um landið. „Ég átti svona svipað spil fyrir 20 árum sem ég hafði fengið í Þýskalandi. Á því voru reyndar bílategundir en þetta sló þvílíkt í gegn hjá okkur í aftursætinu. Við notuðum þetta alltaf í bílnum, hvort sem við vorum innanbæjar eða utanbæjar", segir Guðrún Gyða Franklín sem er þessa dagana að setja spilið Bílabingó á markað hér á landi. Bílabingóspjaldið hefur 25 myndir ýmist af dýrum, bílum, heyböggum, umferðarskiltum og öðru sem verður á vegi ferðalanga á leið sinni um landið. Spilið gengur út á það að spilamaður lokar fyrir gluggann sem er með mynd af því sem hann sér og vinnur leikinn þegar hann er búinn að finna alla 25 hlutina. Guðrún Gyða segir að allt frá því að gamla spilið týndist hafi hún ávallt haft augun opin fyrir nýju spili en aldrei fundið neitt í líkingu við þetta. „Það var svo fyrir tveimur árum sem ég fór hringinn í kringum landið með fjölskylduna mína að ég útbjó svipað spil fyrir börnin mín. Ég prentaði myndir út heima og plastaði spjaldið. Þau notuðu svo límmiða til að líma yfir myndirnar," segir Guðrún Gyða. Það var svo í barneignarleyfinu á síðasta ári sem hún fór að hanna spilið í þeirri mynd sem það er í dag. Samkvæmt Guðrúnu komu margar góðar hendur að spilinu. Guðrún sá um alla hönnun en fékk aðstoð frá Steinbirni Logasyni, grafískum hönnuði, með að hanna myndirnar á spjaldinu. Svansprent prentaði myndirnar og Múlalundur gerði pappaspjaldið. Spírall í Hafnarfirði skar þetta síðan allt út og Guðrún ásamt fjölskyldu, vinum, fimleikastelpum úr Gerplu í fjáröflun og sjálfboðaliðum frá Veraldarvinum sátu tímunum saman í einni kennslustofu í Langholtsskóla og sáu um fráganginn. „Ég vona að þetta verði til þess að krakkar leggi frá sér tölvuleikina og ferða-dvd-spilarana og horfi út um gluggann. Fylgist með náttúrunni og skoði Ísland," segir Guðrún Gyða. Bílabingóið er nú komið til sölu hjá flestöllum verslunum N1 og Samkaupum um land allt. linda@frettabladid.is
Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira