Innlent

Handtekinn með hlaðinn riffil á skemmtistað

Karlmaður um þrítugt var handtekinn með hlaðinn riffil og nokkurt magn skotfæra á skemmtistað í miðborginni í nótt. Einnig fundust á manninum nokkurt magn fíkniefna sem lögregla telur að hann hafi ætlað að selja.

Það var á þriðja tímanum í nótt sem lögreglu barst tilkynning um að sést hefði til manns með byssu á skemmtistað í miðborginni. Þegar lögreglumenn komu á vettvang var maðurinn bak og burt og upphófst þá leit af honum en vitni gátu gefið góða lýsingu á manninum. Um klukkustund síðar handtóku lögreglumenn manninn inni á öðrum skemmtistað.

Maðurinn verður yfirheyrður í dag vegna málsins, Hann telst ekki til góðkunningja lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×