Samtök iðnaðarins og aflandskrónur Lúðvík Júlíusson skrifar 3. nóvember 2010 14:30 Síðustu daga hefur mikið verið rætt um að hleypa aflandskrónum inn í landið til að koma peningum í vinnu. Ég gagnrýni þessa hugmyndir og tel þær annað hvort mistök eða hreinlega byggja á vanþekkingu á peningamálum. Að hleypa inn aflandskrónum er eins og að prenta peninga, þeir sem fá þá fyrstir græða en allur almenningur tapar! Auðvitað er Orri Hauksson ánægður með að vera í hópi þeirra sem græðir.... en viljið þið vera í hópi þeirra sem tapar enn einu sinni? Það eru tvær leiðir til að stjórna peningamagni í umferð, annað hvort að stýra því beint eða með vöxtum. Ef peningamagni er stýrt beint þá ræður markaðurinn vöxtunum en ef peningamagni er stýrt með vöxtum þá ræður markaðurinn peningamagni. Síðari aðferðin er notuð hér á landi eins og í flest öllum vestrænum ríkjum. Ef verðbólga er að aukast þá er dregið úr eftirspurn í hagkerfinu með því að hækka vexti og þar með draga saman peningamagn í umferð. Sé samdráttur í hagkerfinu og verðbólgan lág þá eru vextir lækkaðir til að auka peningamagn í umferð og eftirspurn. Það er ljóst að engar krónur eru „atvinnulausar" hagkerfi þar sem peningamagn er breytilegt. Breytilegt peningamagn sér til þess að peningamagn vex þegar tækifæri eru fyrir hendi og dregst saman þegar tækifærum fækkar. Þeir peningar sem ekki finna sér vinnu miðað við stýrivexti eða markaðsvexti, sem ráðast af verðbólgu og hagsveiflum, fara í Seðlabankann. Það er ljóst að peningamagn og eftirspurn hafa áhrif á gengi krónunnar. Ef peningamagn er aukið þá lækkar gengi krónunnar en ef peningamagn er minnkað þá styrkist gengi krónunnar. Við núverandi aðstæður í efnahagslífinu þá er ljóst að lægri vextir munu auka eftirspurn og peningamagn í hagkerfinu sem mun leiða af sér lægri krónu og verðbólgu. Samtök iðnaðarins tala um aflandskrónur eins og þær hafi engin slæm áhrif á hagkerfið. Þær hafa auðvitað slæm áhrif á hagkerfið því annars væri ekki bannað að koma með þær til landsins. Samtök iðnaðarins vilja að leyft sé að nota þær í langtíma fjárfestingar. Í raun skiptir ekki máli í hvað þær eru notaðar. Þær auka eftirspurn en auka ekki verðmætasköpun á sama tíma sem mun leiða af sér lækkun krónunnar og hærri verðbólgu. Ef aflandskrónur hefðu ekki slæm áhrif þá væri best ef allar útflutningsatvinnugreinar fengju að nota þær því þá myndi hagur þeirra allra batna, eftirspurn og fjárfestingar myndu aukast og atvinnuleysi minnka. Ef allir fengju að nota aflandskrónur þá væri heldur enginn ójöfnuður á milli fjárfesta! Þetta væri frábær lausn úr kreppunni ef þetta væri því miður ekki hrein og tær peningaprentun og hækkar þar af leiðandi verðbólgu, erlendar skuldir og dregur úr lífskjörum! Það er ekki nóg með að aflandskrónurnar auka eftirspurn í hagkerfinu, heldur auka þær einnig eftirspurn eftir gjaldeyri! Ef Seðlabankinn freistast til að verja gengi krónunnar og kaupa krónur þá aukast erlendar skuldir og þar með verður skuldastaða Íslands verri án þess að nýjar gjaldeyristekjur hafi skapast. Það dregur augljóslega úr lífskjörum í landinu. Til þess að koma í veg fyrir þessar slæmu afleiðingar aflandskrónanna þá þyrfti Seðlabankinn að hækka vexti og draga þar með úr umframeftirspurn. Nettó áhrif aflandskrónanna fyrir hagkerfið yrðu því engar! Í raun yrðu þær verri en engar vegna þess að vextir yrðu hærri, eignir hafa færst frá almenningi til þeirra sem fengu að nota aflandskrónur og fyrirtæki sem ekki fá að njóta ávinnings af aflandskrónum verða að draga úr umsvifum sínum vegna hærri vaxta. Ekkert nýtt verður til verði aflandskrónum hleypt í landið eins og Samtök iðnaðarins sækjast eftir! Aflandskrónur skaða einungis hagkerfið og tefja fyrir langtíma atvinnuuppbyggingu og endurreisn landsins! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Síðustu daga hefur mikið verið rætt um að hleypa aflandskrónum inn í landið til að koma peningum í vinnu. Ég gagnrýni þessa hugmyndir og tel þær annað hvort mistök eða hreinlega byggja á vanþekkingu á peningamálum. Að hleypa inn aflandskrónum er eins og að prenta peninga, þeir sem fá þá fyrstir græða en allur almenningur tapar! Auðvitað er Orri Hauksson ánægður með að vera í hópi þeirra sem græðir.... en viljið þið vera í hópi þeirra sem tapar enn einu sinni? Það eru tvær leiðir til að stjórna peningamagni í umferð, annað hvort að stýra því beint eða með vöxtum. Ef peningamagni er stýrt beint þá ræður markaðurinn vöxtunum en ef peningamagni er stýrt með vöxtum þá ræður markaðurinn peningamagni. Síðari aðferðin er notuð hér á landi eins og í flest öllum vestrænum ríkjum. Ef verðbólga er að aukast þá er dregið úr eftirspurn í hagkerfinu með því að hækka vexti og þar með draga saman peningamagn í umferð. Sé samdráttur í hagkerfinu og verðbólgan lág þá eru vextir lækkaðir til að auka peningamagn í umferð og eftirspurn. Það er ljóst að engar krónur eru „atvinnulausar" hagkerfi þar sem peningamagn er breytilegt. Breytilegt peningamagn sér til þess að peningamagn vex þegar tækifæri eru fyrir hendi og dregst saman þegar tækifærum fækkar. Þeir peningar sem ekki finna sér vinnu miðað við stýrivexti eða markaðsvexti, sem ráðast af verðbólgu og hagsveiflum, fara í Seðlabankann. Það er ljóst að peningamagn og eftirspurn hafa áhrif á gengi krónunnar. Ef peningamagn er aukið þá lækkar gengi krónunnar en ef peningamagn er minnkað þá styrkist gengi krónunnar. Við núverandi aðstæður í efnahagslífinu þá er ljóst að lægri vextir munu auka eftirspurn og peningamagn í hagkerfinu sem mun leiða af sér lægri krónu og verðbólgu. Samtök iðnaðarins tala um aflandskrónur eins og þær hafi engin slæm áhrif á hagkerfið. Þær hafa auðvitað slæm áhrif á hagkerfið því annars væri ekki bannað að koma með þær til landsins. Samtök iðnaðarins vilja að leyft sé að nota þær í langtíma fjárfestingar. Í raun skiptir ekki máli í hvað þær eru notaðar. Þær auka eftirspurn en auka ekki verðmætasköpun á sama tíma sem mun leiða af sér lækkun krónunnar og hærri verðbólgu. Ef aflandskrónur hefðu ekki slæm áhrif þá væri best ef allar útflutningsatvinnugreinar fengju að nota þær því þá myndi hagur þeirra allra batna, eftirspurn og fjárfestingar myndu aukast og atvinnuleysi minnka. Ef allir fengju að nota aflandskrónur þá væri heldur enginn ójöfnuður á milli fjárfesta! Þetta væri frábær lausn úr kreppunni ef þetta væri því miður ekki hrein og tær peningaprentun og hækkar þar af leiðandi verðbólgu, erlendar skuldir og dregur úr lífskjörum! Það er ekki nóg með að aflandskrónurnar auka eftirspurn í hagkerfinu, heldur auka þær einnig eftirspurn eftir gjaldeyri! Ef Seðlabankinn freistast til að verja gengi krónunnar og kaupa krónur þá aukast erlendar skuldir og þar með verður skuldastaða Íslands verri án þess að nýjar gjaldeyristekjur hafi skapast. Það dregur augljóslega úr lífskjörum í landinu. Til þess að koma í veg fyrir þessar slæmu afleiðingar aflandskrónanna þá þyrfti Seðlabankinn að hækka vexti og draga þar með úr umframeftirspurn. Nettó áhrif aflandskrónanna fyrir hagkerfið yrðu því engar! Í raun yrðu þær verri en engar vegna þess að vextir yrðu hærri, eignir hafa færst frá almenningi til þeirra sem fengu að nota aflandskrónur og fyrirtæki sem ekki fá að njóta ávinnings af aflandskrónum verða að draga úr umsvifum sínum vegna hærri vaxta. Ekkert nýtt verður til verði aflandskrónum hleypt í landið eins og Samtök iðnaðarins sækjast eftir! Aflandskrónur skaða einungis hagkerfið og tefja fyrir langtíma atvinnuuppbyggingu og endurreisn landsins!
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun