Innlent

Ný flóðljós sett upp við Háskóla Íslands

Erla Hlynsdóttir skrifar
Háskóli Íslands er flóðlýstur við hátíðleg tækifæri
Háskóli Íslands er flóðlýstur við hátíðleg tækifæri
Endurbætur standa yfir við byggingu Háskóla Íslands og hafa nýjar hellur verið lagðar á háskólasvæðinu. Nemendur hafa tekið eftir því að flóðljósin sem voru í gangstéttinni við aðalbyggingu Háskólans eru horfin. Sá tími sem byggingin er flóðlýst við hátíðleg tækifæri er þó ekki liðinn því ný fljóðljós eru væntanleg.

Vilhjálmur Pálmason, deildarstjóri hjá rekstri fasteigna hjá Háskóla Íslands, segir að gömlu fljóðljósin hafi verið orðin heldur lúin og því ákveðið að skipta þeim út eftir að nýjar gangstéttarhellur voru lagðar.

Vilhjálmur segir að kostnaður við ný fljóðljós liggi ekki fyrir að svo komnu.Spurður hvort Háskólinn hafi efni á endurnýjun sem þessari segir hann: „Að sjálfsögðu" og bætir við að það sé aðeins tímaspursmál hvenær nýju ljósin koma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×