Sannleikurinn er sagna bestur Kristján L. Möller skrifar 11. september 2010 06:00 Undanfarið hefur átt sér stað ótrúleg umræða að frumkvæði Árna Sigfússonar bæjarstjóra í Reykjanesbæ og Böðvars Jónssonar bæjarfulltrúa, umræða sem hefur blossað upp aftur núna í tengslum við hafnarmál í Helguvík og alvarlegan fjárhagsvanda sveitarfélagsins. Suðurnesjamenn hafa um skeið undirbúið byggingu álvers í Helguvík og í því skyni farið af stað með umfangsmiklar og fjárfrekar hafnarframkvæmdir. Ég, sem fyrrverandi samgönguráðherra fæ ákúrur fyrir að hafa ekki veitt fé til framkvæmdanna úr ríkissjóði. Alltaf minnast þessir tveir menn á loforð sem þeir eiga að hafa fengið frá ríkinu. Nú veit ég ekki hvað fór á milli forystumanna sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórnum fyrri ára og sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ en það hljóta allir að sjá að ég get ekki uppfyllt loforð sem hvorki er að finna í samgönguáætlun né fjárlögum undanfarinna ára. Eins skilst mér að því hafi verið haldið fram að ég hafi lofað að fela ráðuneytisstjóra samgönguráðuneytisins að hefja undirbúning að gerð sértækra laga um Helgavíkurhöfn. Slíkt er ekki sannleikanum samkvæmt. Ekki í áætlun sjálfstæðismannaÍ þessu sambandi er rétt að vekja sérstaka athygli á því að árið 2003, í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, var gerð sú lagabreyting á hafnalögum að ekki er heimilt að styrkja stækkun hafna með fjárveitingum úr ríkissjóði. Á samgönguáætlun áranna 2007 til 2010 voru engar fjárveitingar til hafnaframkvæmda í Helguvík og heldur ekki í tillögu til þingsályktunar fyrir tólf ára samgönguáætlun 2007 til 2018, sem reyndar fékkst ekki afgreidd á Alþingi. Umrædd lagabreyting á hafnalögum var samþykkt í tíð fyrrverandi samgönguráðherra, samflokksmanns þeirra Árna og Böðvars. Þetta hafa Suðurnesjamenn verið upplýstir um að minnsta kosti í tvígang formlega, með bréfi til bæjarstjóra þann 23. júní 2009 og með bréfi til Reykjanesshafnar þann 14. október 2009. Í síðara bréfinu var vísað sérstaklega til þess að framkvæmdin falli ekki innan gildandi lagaheimilda um þátttöku ríkissjóðs í fjármögnun verkefnisins. Beitti sér ekki sem aðstoðarmaðurÞað sem er einnig áhugavert fyrir Suðurnesjamenn er að Böðvar Jónsson var aðstoðarmaður fjármálaráðherra í mörg ár og á þeim tíma var unnið að samgönguáætlun 2007 - 2010. Sú samgönguáætlun var samþykkt af Alþingi þann 17. mars 2007. Í þeirri samgönguáætlun var engin fjárveiting til hafnarframkvæmda í Helguvík, né í fjárlögum. Ég held því að þeir Árni og Böðvar verði að líta sér nær í leit að sökudólgum hvað varðar alvarlega fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar. „Margur brýtur vönd yfir eigin hönd " Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur átt sér stað ótrúleg umræða að frumkvæði Árna Sigfússonar bæjarstjóra í Reykjanesbæ og Böðvars Jónssonar bæjarfulltrúa, umræða sem hefur blossað upp aftur núna í tengslum við hafnarmál í Helguvík og alvarlegan fjárhagsvanda sveitarfélagsins. Suðurnesjamenn hafa um skeið undirbúið byggingu álvers í Helguvík og í því skyni farið af stað með umfangsmiklar og fjárfrekar hafnarframkvæmdir. Ég, sem fyrrverandi samgönguráðherra fæ ákúrur fyrir að hafa ekki veitt fé til framkvæmdanna úr ríkissjóði. Alltaf minnast þessir tveir menn á loforð sem þeir eiga að hafa fengið frá ríkinu. Nú veit ég ekki hvað fór á milli forystumanna sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórnum fyrri ára og sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ en það hljóta allir að sjá að ég get ekki uppfyllt loforð sem hvorki er að finna í samgönguáætlun né fjárlögum undanfarinna ára. Eins skilst mér að því hafi verið haldið fram að ég hafi lofað að fela ráðuneytisstjóra samgönguráðuneytisins að hefja undirbúning að gerð sértækra laga um Helgavíkurhöfn. Slíkt er ekki sannleikanum samkvæmt. Ekki í áætlun sjálfstæðismannaÍ þessu sambandi er rétt að vekja sérstaka athygli á því að árið 2003, í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, var gerð sú lagabreyting á hafnalögum að ekki er heimilt að styrkja stækkun hafna með fjárveitingum úr ríkissjóði. Á samgönguáætlun áranna 2007 til 2010 voru engar fjárveitingar til hafnaframkvæmda í Helguvík og heldur ekki í tillögu til þingsályktunar fyrir tólf ára samgönguáætlun 2007 til 2018, sem reyndar fékkst ekki afgreidd á Alþingi. Umrædd lagabreyting á hafnalögum var samþykkt í tíð fyrrverandi samgönguráðherra, samflokksmanns þeirra Árna og Böðvars. Þetta hafa Suðurnesjamenn verið upplýstir um að minnsta kosti í tvígang formlega, með bréfi til bæjarstjóra þann 23. júní 2009 og með bréfi til Reykjanesshafnar þann 14. október 2009. Í síðara bréfinu var vísað sérstaklega til þess að framkvæmdin falli ekki innan gildandi lagaheimilda um þátttöku ríkissjóðs í fjármögnun verkefnisins. Beitti sér ekki sem aðstoðarmaðurÞað sem er einnig áhugavert fyrir Suðurnesjamenn er að Böðvar Jónsson var aðstoðarmaður fjármálaráðherra í mörg ár og á þeim tíma var unnið að samgönguáætlun 2007 - 2010. Sú samgönguáætlun var samþykkt af Alþingi þann 17. mars 2007. Í þeirri samgönguáætlun var engin fjárveiting til hafnarframkvæmda í Helguvík, né í fjárlögum. Ég held því að þeir Árni og Böðvar verði að líta sér nær í leit að sökudólgum hvað varðar alvarlega fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar. „Margur brýtur vönd yfir eigin hönd "
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun