Innlent

Amfetamín á Akranesi

Lögreglumenn á Akranesi sem áttu erindi við einn af „ góðkunningjunum" voru staddir í anddyri íbúðar sem hann býr í um liðna helgi er þeir veittu athygli tveimurlitlum pakkningum sem hann hafði kastað á gólfið. „Reyndist vera amfetamín í báðum og við húsleit sem framkvæmd var í framhaldi af þessu fannst þriðja pakkningin," segir í tilkynningu lögreglu. Maðurinn var færður til yfirheyrslu og viðurkenndi hann að eiga efnin og sagði þau hafa verið ætluð til eigin neyslu.

„Þriðji aðilinn var svo handtekinn á aðfararnótt sunnudags með lítilræði af amfetamíni í fórum sínum," segir ennfremur.

Þá voru fimm ökumenn stöðvaðir við akstur undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis um helgina. „Einn ökumaður grunaður um ölvunarakstur, tveir um fíkniefnaakstur og tveir eru taldir bæði hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Annar þeirra síðastnefndu reyndist auk þessa vera sviptur ökuréttindum og með fíkniefni á sér."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×