Vöktun á náttúruvá Svandís Svavarsdóttir skrifar 12. júlí 2010 06:00 Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur valdið okkur Íslendingum búsifjum, bæði nágrönnum eldfjallsins og þjóðarbúinu í heild. Um 100.000 flugferðum þurfti að aflýsa víða um heim vegna gossins og hefur ekkert annað eldgos valdið jafn víðtækri röskun á samgöngum og starfsemi. Mikið hefur mætt á stjórnvöldum og stofnunum sem sinna jarðvísindum, vöktun á náttúruvá og almannavörnum vegna gossins og búa þær þar að mikilvægri vinnu vísindamanna við gerð hættumats og áhættugreiningar vegna eldgosa og flóða úr Mýrdals- og Eyjafjallajökli. Gífurlegar kröfur eru gerðar til íslenskra vísindamanna um áreiðanlegar spár og upplýsingar; öryggi þúsunda flugfarþega veltur á vinnu þeirra. Álagið hefur verið eftir því. Á Veðurstofu Íslands þurfti starfsfólk að leggja nótt við dag við vöktun, úrvinnslu gagna og dagleg samskipti við erlendar vísindastofnanir, flugmálayfirvöld og fjölmiðla til að miðla sem nýjustum og nákvæmustum upplýsingum um gosið og öskuskýið og dreifingu þess. Vísindamenn stóðust álagsprófiðSkemmst er frá því að segja að Veðurstofan hefur staðist þessa prófraun með glans og ég hef sannfrétt að erlendum samstarfsaðilum finnst mikið til koma yfir því að svo fáliðuð stofnun geti veitt jafn góða þjónustu og upplýsingar sem raun ber vitni. Eftir að Vatnamælingar Orkustofnunar og Veðurstofan voru sameinuð fyrir um tveimur árum er vöktun á helstu eðlis-þáttum jarðar samþætt í einni stofnun, sem gefur henni meiri burði til að takast á við stór verkefni og tímabundið álag. Því fer þó fjarri að við skiljum hegðun eldstöðva til fulls. Mælingar á dreifingu eldfjallaösku og mat á hættu henni samfara eru ung og óþroskuð fræði. Áhugi á að bæta þekkingu á þessum málum hefur aukist gríðarlega nú í gosinu. Veðurstofan hefur skrifað undir yfirlýsingu um samstarf við bresku veðurstofuna og fleiri erlendir aðilar hafa áhuga á samstarfi, m.a. á sviði „eldfjallaveðurfræði“, sem má segja að sé ný hliðargrein á meiði vísindanna. Sterkir innviðir mæta náttúruváÁ mörgum sviðum býr íslenskt samfélag að góðum innviðum og er vel í stakk búið til að mæta erfiðum áskorunum. Ég tel að viðbrögðin við gosinu í Eyjafjallajökli og eftirmál þess hafi sýnt styrk þeirra sem þar báru mesta ábyrgð og eiga þeir þakkir skilið. Góð frammistaða íslenskra vísindamanna og stofnana í gosinu mun efla til muna möguleika Íslendinga á að taka þátt í fjölþjóðlegum rannsóknum og vöktunarverkefnum í náinni framtíð. Úr öskunni getur sprottið græn nál. Við þurfum að hlúa að henni og tryggja að hér verði enn betri vöktun á náttúruvá og sterkar stofnanir sem geti brugðist rétt og fumlaust við stór-atburðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur valdið okkur Íslendingum búsifjum, bæði nágrönnum eldfjallsins og þjóðarbúinu í heild. Um 100.000 flugferðum þurfti að aflýsa víða um heim vegna gossins og hefur ekkert annað eldgos valdið jafn víðtækri röskun á samgöngum og starfsemi. Mikið hefur mætt á stjórnvöldum og stofnunum sem sinna jarðvísindum, vöktun á náttúruvá og almannavörnum vegna gossins og búa þær þar að mikilvægri vinnu vísindamanna við gerð hættumats og áhættugreiningar vegna eldgosa og flóða úr Mýrdals- og Eyjafjallajökli. Gífurlegar kröfur eru gerðar til íslenskra vísindamanna um áreiðanlegar spár og upplýsingar; öryggi þúsunda flugfarþega veltur á vinnu þeirra. Álagið hefur verið eftir því. Á Veðurstofu Íslands þurfti starfsfólk að leggja nótt við dag við vöktun, úrvinnslu gagna og dagleg samskipti við erlendar vísindastofnanir, flugmálayfirvöld og fjölmiðla til að miðla sem nýjustum og nákvæmustum upplýsingum um gosið og öskuskýið og dreifingu þess. Vísindamenn stóðust álagsprófiðSkemmst er frá því að segja að Veðurstofan hefur staðist þessa prófraun með glans og ég hef sannfrétt að erlendum samstarfsaðilum finnst mikið til koma yfir því að svo fáliðuð stofnun geti veitt jafn góða þjónustu og upplýsingar sem raun ber vitni. Eftir að Vatnamælingar Orkustofnunar og Veðurstofan voru sameinuð fyrir um tveimur árum er vöktun á helstu eðlis-þáttum jarðar samþætt í einni stofnun, sem gefur henni meiri burði til að takast á við stór verkefni og tímabundið álag. Því fer þó fjarri að við skiljum hegðun eldstöðva til fulls. Mælingar á dreifingu eldfjallaösku og mat á hættu henni samfara eru ung og óþroskuð fræði. Áhugi á að bæta þekkingu á þessum málum hefur aukist gríðarlega nú í gosinu. Veðurstofan hefur skrifað undir yfirlýsingu um samstarf við bresku veðurstofuna og fleiri erlendir aðilar hafa áhuga á samstarfi, m.a. á sviði „eldfjallaveðurfræði“, sem má segja að sé ný hliðargrein á meiði vísindanna. Sterkir innviðir mæta náttúruváÁ mörgum sviðum býr íslenskt samfélag að góðum innviðum og er vel í stakk búið til að mæta erfiðum áskorunum. Ég tel að viðbrögðin við gosinu í Eyjafjallajökli og eftirmál þess hafi sýnt styrk þeirra sem þar báru mesta ábyrgð og eiga þeir þakkir skilið. Góð frammistaða íslenskra vísindamanna og stofnana í gosinu mun efla til muna möguleika Íslendinga á að taka þátt í fjölþjóðlegum rannsóknum og vöktunarverkefnum í náinni framtíð. Úr öskunni getur sprottið græn nál. Við þurfum að hlúa að henni og tryggja að hér verði enn betri vöktun á náttúruvá og sterkar stofnanir sem geti brugðist rétt og fumlaust við stór-atburðum.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun