Handbolti

Ísland hefur aldrei áður unnið tvær Norðurlandaþjóðir á sama móti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson fagnar Arnóri Atlasyni.
Snorri Steinn Guðjónsson fagnar Arnóri Atlasyni. Mynd/DIENER

Íslenska karlalandsliðið bætti 35-34 sigri á Norðmönnum í gær við 27-22 sigurinn á Dönum í riðlakeppninni á Evrópumótinu í Austurríki og varð þar með fyrsta íslenska handboltalandsliðið sem vinnur tvær Norðurlandaþjóðir á sama stórmóti.

Íslenska handboltalandsliðið hafði aðeins unnið 4 af 24 leikjum á móti Norðurlandaþjóðum á stórmótum fyrir Evrópumótið í Austurríki þar af höfðu 18 leikjanna tapast. Ísland vann Svíþjóð á HM 1964, vann Danmörk á HM í Sviss 1986, vann Danmörk á HM 1993 og vann Noreg á HM í Japan 1997.

Leikir við tvær Norðurlandaþjóðir á sama stórmóti:

EM í Austurríki 2010

27-22 sigur á Dönum

35-34 sigur á Norðmönnum

EM í Sviss 2006

28-28 jafntefli við Dani

33-36 tap fyrir Norðmönnum

EM í Svíþjóð 2002

22-33 tap fyrir Svíum

22-29 tap fyrir Dönum

EM í Króatíu 2000

23-31 tap fyrir Svíum

24-26 tap fyrir Dönum

HM í Svíþjóð 1993

16-21 tap fyrir Svíum

27-22 sigur á Dönum

HM í Sviss 1986

25-16 sigur á Dönum

23-26 tap fyrir Svíum

HM í Vestur-Þýskalandi 1961

13-24 tap fyrir Dönum

10-18 tap fyrir Svíum

13-14 tap fyrir Dönum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×