Brennuvargar gagnrýna 23. ágúst 2010 06:00 Ýmsir krefjast afsagnar viðskiptaráðherra fyrir meint afglöp í tengslum við mat á gengistryggðum lánum, svokölluðum myntkörfulánum. Ekki sakar að rifja upp aðdraganda málsins. Í lögum númer 38 frá 28/05/2001 stendur að heimilt sé að verðtryggja lán og sparifé með vísitölu neysluverðs og hlutabréfavísitölur. Ekki er minnst á aðrar vísitölur. Mánuði áður en frumvarp var samþykkt mótmælti fulltrúi fjármálafyrirtækja að verðtrygging yrði takmörkuð við þessar tilteknu vísitölur. Fjármálafólk vissi gjörla í hvað stefndi. Núverandi forsætisráherra líka, hún sat í efnahags- og viðskiptanefnd. Frumvarpið var stjórnarfrumvarp ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar. Þeir voru enn við völd haustið 2005. Þá skipaði hinn síðarnefndi hinn fyrrnefnda seðlabankastjóra. Skömmu áður hafði nýr forstjóri Fjármálaeftirlits verið ráðinn. Ætla mætti að sömu fjármálafyrirtæki og mótmæltu takmörkun verðtryggingar hefðu haldið sig við leyfðar vísitölur. Svo var ekki. Árið 2005 höfðu þau um nokkurt skeið boðið upp á lán tengd gjaldeyrisvísitölum. Ætla mætti að nýskipaðir stjórnendur Seðlabanka og FME sem sátu í umboði sömu ríkisstjórnar hefðu fljótlega skipt sér af lögbroti fjármálafyrirtækjanna. Svo var ekki. Og fyrirtækin héldu áfram að veita ólögleg lán með vísitölum tengdum erlendum gjaldmiðlum. Myntkörfulán eru einfaldlega erlend lán. Lán í erlendri mynt til íslenskra viðskiptavina eru ekki „raunveruleg eign í erlendri mynt" samkvæmt þekktum hagfræðikenningum sem bent er á í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Samkvæmt henni voru þau samt færð til bókar sem eign í erlendri mynt hjá fjármálafyrir-tækjum sem lutu eftirliti Seðlabanka og FME. Þrátt fyrir lága vexti er lán í erlendri mynt mjög áhættusamt ef tekjur og eignir á móti eru í sveiflukenndri smámynt, höfuðstóllinn getur hækkað mikið og snögglega. Þetta voru og eru augljós sannindi í fjármálafræðum. En sérfræðingar bankanna hjálpuðu íslenskum neytendum að leggja þessa snöru um háls sér. Margir neytendur hafa eflaust verið grunlausir þótt sumir hafi líka viljandi tekið sjénsinn. Á erlendum vettvangi eru viðskipti með stóra gjaldmiðla umfangsmikil og ópersónuleg, fáir hafa áhrif á markaði. Í hinu örsmáa hagkerfi Íslands gegnir öðru máli. Þegar innstreymi gjaldeyris þraut og ljóst var að leiðrétting krónunnar var í vændum lögðust innherjar bankanna á eitt að hjálpa til við að fella gengið. Um leið hengdu þeir marga vini, ættingja og nágranna í snöru myntkörfulána. Fjármálakerfið er rjúkandi rúst, gjaldmiðillinn er ónýtur, mörg heimili og fyrirtæki gjaldþrota. Öllum er ljóst hvað gerðist. Innherjar létu greipar sópa í fjármálafyrirtækjum. Ríkisstjórn, Alþingismenn og eftirlitsaðilar voru ýmist skeytingarlaus eða tóku þátt í leiknum. Seðlabanki og Fjármálaeftirlit sýndu sérstaklega vítavert aðgerðarleysi í aðdraganda hrunsins. Vissulega má gagnrýna nýskipaðan utanþingsráðherra fyrir að hafa yfirsést sum minnisblöð um lögfræðileg álitamál tengd einum flokki útlána gjaldþrota fjármálastofnanna. En að krefja hann um afsögn er í besta falli hrænsi, í versta falli tilraun til að beina athygli og ábyrgð frá gerendum hrunsins og varpa skuld á björgunarfólk. Ekki síst þegar krafan kemur frá þeim sem áttu að gæta almannahagsmuna í aðdraganda hrunsins. Brennuvörgum fer illa að gagnrýna slökkviliðsmann þó hann sprauti óvart aðeins út í loftið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ýmsir krefjast afsagnar viðskiptaráðherra fyrir meint afglöp í tengslum við mat á gengistryggðum lánum, svokölluðum myntkörfulánum. Ekki sakar að rifja upp aðdraganda málsins. Í lögum númer 38 frá 28/05/2001 stendur að heimilt sé að verðtryggja lán og sparifé með vísitölu neysluverðs og hlutabréfavísitölur. Ekki er minnst á aðrar vísitölur. Mánuði áður en frumvarp var samþykkt mótmælti fulltrúi fjármálafyrirtækja að verðtrygging yrði takmörkuð við þessar tilteknu vísitölur. Fjármálafólk vissi gjörla í hvað stefndi. Núverandi forsætisráherra líka, hún sat í efnahags- og viðskiptanefnd. Frumvarpið var stjórnarfrumvarp ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar. Þeir voru enn við völd haustið 2005. Þá skipaði hinn síðarnefndi hinn fyrrnefnda seðlabankastjóra. Skömmu áður hafði nýr forstjóri Fjármálaeftirlits verið ráðinn. Ætla mætti að sömu fjármálafyrirtæki og mótmæltu takmörkun verðtryggingar hefðu haldið sig við leyfðar vísitölur. Svo var ekki. Árið 2005 höfðu þau um nokkurt skeið boðið upp á lán tengd gjaldeyrisvísitölum. Ætla mætti að nýskipaðir stjórnendur Seðlabanka og FME sem sátu í umboði sömu ríkisstjórnar hefðu fljótlega skipt sér af lögbroti fjármálafyrirtækjanna. Svo var ekki. Og fyrirtækin héldu áfram að veita ólögleg lán með vísitölum tengdum erlendum gjaldmiðlum. Myntkörfulán eru einfaldlega erlend lán. Lán í erlendri mynt til íslenskra viðskiptavina eru ekki „raunveruleg eign í erlendri mynt" samkvæmt þekktum hagfræðikenningum sem bent er á í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Samkvæmt henni voru þau samt færð til bókar sem eign í erlendri mynt hjá fjármálafyrir-tækjum sem lutu eftirliti Seðlabanka og FME. Þrátt fyrir lága vexti er lán í erlendri mynt mjög áhættusamt ef tekjur og eignir á móti eru í sveiflukenndri smámynt, höfuðstóllinn getur hækkað mikið og snögglega. Þetta voru og eru augljós sannindi í fjármálafræðum. En sérfræðingar bankanna hjálpuðu íslenskum neytendum að leggja þessa snöru um háls sér. Margir neytendur hafa eflaust verið grunlausir þótt sumir hafi líka viljandi tekið sjénsinn. Á erlendum vettvangi eru viðskipti með stóra gjaldmiðla umfangsmikil og ópersónuleg, fáir hafa áhrif á markaði. Í hinu örsmáa hagkerfi Íslands gegnir öðru máli. Þegar innstreymi gjaldeyris þraut og ljóst var að leiðrétting krónunnar var í vændum lögðust innherjar bankanna á eitt að hjálpa til við að fella gengið. Um leið hengdu þeir marga vini, ættingja og nágranna í snöru myntkörfulána. Fjármálakerfið er rjúkandi rúst, gjaldmiðillinn er ónýtur, mörg heimili og fyrirtæki gjaldþrota. Öllum er ljóst hvað gerðist. Innherjar létu greipar sópa í fjármálafyrirtækjum. Ríkisstjórn, Alþingismenn og eftirlitsaðilar voru ýmist skeytingarlaus eða tóku þátt í leiknum. Seðlabanki og Fjármálaeftirlit sýndu sérstaklega vítavert aðgerðarleysi í aðdraganda hrunsins. Vissulega má gagnrýna nýskipaðan utanþingsráðherra fyrir að hafa yfirsést sum minnisblöð um lögfræðileg álitamál tengd einum flokki útlána gjaldþrota fjármálastofnanna. En að krefja hann um afsögn er í besta falli hrænsi, í versta falli tilraun til að beina athygli og ábyrgð frá gerendum hrunsins og varpa skuld á björgunarfólk. Ekki síst þegar krafan kemur frá þeim sem áttu að gæta almannahagsmuna í aðdraganda hrunsins. Brennuvörgum fer illa að gagnrýna slökkviliðsmann þó hann sprauti óvart aðeins út í loftið.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar