Stjórnarskrá — samfélagssáttmáli Hjalti Hugason og Arnfríður Guðmundsdóttir skrifar 26. nóvember 2010 13:38 Stjórnarskrá er gott og gilt íslenskt orð sem mörgum er ugglaust kært. Það er því líklega að flestra mati óþarft að setja við það spurningarmerki eða leita að öðru betra. Það ætti þó að ósekju mega bregða á leik með það, merkingu þess og andblæ. Líta má á svo á að stjórnarskrá merki fyrst og fremst skrá eða skjal sem takmarkar vald þess sem stjórnar enda tóku þær fyrst að fá verulegt vægi er einveldi lagðist af. Óbeint veittu þær þannig þegnunum rétt. Stjórnarskrá kemur því að ofan, úr hendi konungs eins og styttan af Kristjáni 9. við Stjórnarráðið sýnir. Í sumum löndum er ekki talað um stjórnarskrár heldur grundvallarlög. Það er til dæmis gert í Danmörku og fyrsta stjórnarskrá okkar var raunar aðlöguð þýðing af „Danmarks grundlov". Heitið grundvallarlög felur í sér að þau mynda undirstöður samfélagsins, grunninn. Styrkur þeirra beinist neðanfrá og upp. Á grundvallarlögum og stjórnarskrá þarf svo ekki að vera mikill inntakslegur munur eins og samanburður á dönsku grundvallarlögunum og stjórnarskrá okkar sýnir. Hér er fremur spurt um hvaða tilfinningu og andblæ við viljum að endurskoðuð eða ný stjórnarskrá okkar miðli. Við, sem þetta ritum, lítum svo á að hugtakið sáttmáli, samfélagssáttmáli, henti vel í þessu sambandi. Sáttmálshugtakið hefur magnaða undirtóna í vestrænni menningu. Í Biblíunni er bæði rætt um gamlan og nýjan sáttmála milli Guðs og manns. Svo má fara í allt aðra átt og tengja samfélagssáttmálann við róttæk byltingaröfl. Undirtónarnir eru þó alltaf jákvæðir: Sáttmáli endurnýjar rofin tengsl og kemur á skipan þar sem óreiða ríkti áður. Veturinn 2008-2009 kom alvarlegur brestur í samfélag okkar. Hópur fólks hafði skapað sér svigrúm til að ráðskast með fé annarra og skildi eftir sig sviðna jörð sem langan tíma mun taka að græða upp. Atburðirnir afhjúpuðu veika innviði samfélagsins og áberandi galla á stjórnarfari landsins. Í einhverjum tilfellum hafði verið brotið gegn stjórnarskránni, í öðrum tilfellum opinberuðust veikleikar þeirrar stjórnskipunar sem hún leggur grunn að. Lykilstofnanir samfélagsins glötuðu trausti í áður óþekktum mæli. Í búsáhaldabyltingunni lá við að samfélagseiningin rofnaði vegna eðlilegra mótmæla almennings gegn þeirri stöðu sem upp var komin. Það er blekking að líta svo á að einingin standi nú á eins traustum grunni og var fyrir Hrun, þó sá grunnur hafi ekki reynt eins traustar og margir ætluðu þegar á reyndi. Á stjórnlagaþingi verður að stíga stórt skref í átt að nýjum samfélagssáttmála, nýrri sátt og einingu okkar á meðal. Þau sem til þingsins veljast verða að vera meðvituð um að þung ábyrgð er lögð á þeirra herðar. Saman verða þau að leita þeirra grundvallargilda sem þau treysta best til að mynda undirstöðu undir nýja samfélagseiningu. Í einingu og af heilindum verða þau að draga upp þær grunnreglur sem þau vita bestar og hyggilegastar til að tryggja réttlátt samfélag — samfélag jafnréttis og gagnkvæmrar virðingar þar sem margbreytileiki fær að njóta sín. Í slíku samfélagi veður öllum best búið það öryggi sem glataðist í Hruninu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Stjórnarskrá er gott og gilt íslenskt orð sem mörgum er ugglaust kært. Það er því líklega að flestra mati óþarft að setja við það spurningarmerki eða leita að öðru betra. Það ætti þó að ósekju mega bregða á leik með það, merkingu þess og andblæ. Líta má á svo á að stjórnarskrá merki fyrst og fremst skrá eða skjal sem takmarkar vald þess sem stjórnar enda tóku þær fyrst að fá verulegt vægi er einveldi lagðist af. Óbeint veittu þær þannig þegnunum rétt. Stjórnarskrá kemur því að ofan, úr hendi konungs eins og styttan af Kristjáni 9. við Stjórnarráðið sýnir. Í sumum löndum er ekki talað um stjórnarskrár heldur grundvallarlög. Það er til dæmis gert í Danmörku og fyrsta stjórnarskrá okkar var raunar aðlöguð þýðing af „Danmarks grundlov". Heitið grundvallarlög felur í sér að þau mynda undirstöður samfélagsins, grunninn. Styrkur þeirra beinist neðanfrá og upp. Á grundvallarlögum og stjórnarskrá þarf svo ekki að vera mikill inntakslegur munur eins og samanburður á dönsku grundvallarlögunum og stjórnarskrá okkar sýnir. Hér er fremur spurt um hvaða tilfinningu og andblæ við viljum að endurskoðuð eða ný stjórnarskrá okkar miðli. Við, sem þetta ritum, lítum svo á að hugtakið sáttmáli, samfélagssáttmáli, henti vel í þessu sambandi. Sáttmálshugtakið hefur magnaða undirtóna í vestrænni menningu. Í Biblíunni er bæði rætt um gamlan og nýjan sáttmála milli Guðs og manns. Svo má fara í allt aðra átt og tengja samfélagssáttmálann við róttæk byltingaröfl. Undirtónarnir eru þó alltaf jákvæðir: Sáttmáli endurnýjar rofin tengsl og kemur á skipan þar sem óreiða ríkti áður. Veturinn 2008-2009 kom alvarlegur brestur í samfélag okkar. Hópur fólks hafði skapað sér svigrúm til að ráðskast með fé annarra og skildi eftir sig sviðna jörð sem langan tíma mun taka að græða upp. Atburðirnir afhjúpuðu veika innviði samfélagsins og áberandi galla á stjórnarfari landsins. Í einhverjum tilfellum hafði verið brotið gegn stjórnarskránni, í öðrum tilfellum opinberuðust veikleikar þeirrar stjórnskipunar sem hún leggur grunn að. Lykilstofnanir samfélagsins glötuðu trausti í áður óþekktum mæli. Í búsáhaldabyltingunni lá við að samfélagseiningin rofnaði vegna eðlilegra mótmæla almennings gegn þeirri stöðu sem upp var komin. Það er blekking að líta svo á að einingin standi nú á eins traustum grunni og var fyrir Hrun, þó sá grunnur hafi ekki reynt eins traustar og margir ætluðu þegar á reyndi. Á stjórnlagaþingi verður að stíga stórt skref í átt að nýjum samfélagssáttmála, nýrri sátt og einingu okkar á meðal. Þau sem til þingsins veljast verða að vera meðvituð um að þung ábyrgð er lögð á þeirra herðar. Saman verða þau að leita þeirra grundvallargilda sem þau treysta best til að mynda undirstöðu undir nýja samfélagseiningu. Í einingu og af heilindum verða þau að draga upp þær grunnreglur sem þau vita bestar og hyggilegastar til að tryggja réttlátt samfélag — samfélag jafnréttis og gagnkvæmrar virðingar þar sem margbreytileiki fær að njóta sín. Í slíku samfélagi veður öllum best búið það öryggi sem glataðist í Hruninu.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun