Erlent

Vörubílstjórinn sem seldi Ritz hótelið

Óli Tynes skrifar
Pssst, viltu kaupa hótel?
Pssst, viltu kaupa hótel?
Atvinnulaus vörubílstjóri í Bretlandi hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að reyna að selja Ritz lúxushótelið í Piccadilly fyrir 250 milljónir sterlingspunda. Það gerir rúma 47 milljarða íslenskra króna.

Anthony Lee var gjaldþrota og búinn að missa húsið sitt.

Hann fékk kaupandann til þess að greiða eina milljón punda sem innborgun á hótelið í desember árið 2006.

Hann sagðist vera náinn vinur Barcley bræðranna sem eiga hótelið. Bræðurnir halda sig mjög utan sviðsljóssins og vonlítið sagt að ná sambandi beint við þá.

Þeir höfðu aldrei heyrt um Lee getið og það varð náttúrlega aldrei neitt úr sölunni.

Lee er hinsvegar búinn að verða sér úti um húsnæði næstu fimm árin. Þótt efast megi um að aðbúnaður þar sé jafn góður og á Ritz.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×