Erlent

Beðið eftir pabba

Óli Tynes skrifar
Löggur stytta börnum stundir.
Löggur stytta börnum stundir. Mynd/AP

Það styttist í að byrjað verði að reyna að hífa upp á yfirborðið námumennina 33 sem hafa verið lokaðir ofan í námu sinni í Chile á annan mánuð.

Björgunarhylki eru komin á staðinn og verið að prófa þau. Fjölskyldur margra námumannanna halda til í búðum við námurnar og bíða eftir að ástvinum þeirra verði bjargað.

Þar er svosem ekki mikið við að vera en lögreglu- og hermenn á staðnum gera hvað þeir geta til þess að stytta ungviðinu stundirnar. Til dæmis spila með þeim fótbolta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×