Ný efnahagsáætlun ef Icesave leysist ekki Óli Kristján Ármannsson skrifar 18. mars 2010 06:00 Í Seðlabanka Íslands Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, á blaðamannafundi í gær. Fréttablaðið/GVA Seðlabanki Íslands lækkaði í gær stýrivexti sína um 0,5 prósentustig, úr 9,5 prósentum í 9,0 prósent. „Vaxtalækkun Seðlabankans nú er í takti við væntingar enda hefur bæði gengi krónunnar og þróun verðbólgu verið peningastefnunefndinni að skapi frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi í janúar. Gengi krónunnar hefur styrkst um 3,5 prósent frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi,“ segir í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka um vaxtaákvörðunina. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar bankans kemur jafnframt fram að verðbólguaukning í febrúar hafi verið fyrirséð og gert ráð fyrir að verðbólga aukist einnig í þessum mánuði. „En undirliggjandi verðbólga hjaðni eigi að síður að markmiðinu seint á árinu,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnti ákvörðun nefndarinnar og sagði hátt skuldatryggingarálag og óhagstæðar horfur um lánshæfismat ríkissjóðs vera rök fyrir tiltölulega varfærnum breytingum. Mesta hindrunin á vegi frekari vaxtalækkana væri óleyst deilan um Icesave-skuldbindingar ríkisins. Áhættusamt væri að afnema gjaldeyrishöft eða lækka vexti í stórum skrefum meðan lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) og Norðurlöndum fengjust ekki og aðgangur að alþjóðlegum fjármálamörkuðum á viðunandi kjörum væri ekki greiður. Mat seðlabankastjóra er að efnahagslífið kunni að þróast á tvo ólíka vegu. Annar felur í sér að Icesave-deilan leysist fljótlega og þá verði hægt að halda áfram samkvæmt efnahagsáætlun stjórnvalda og AGS, um leið og gjaldeyrishöft verði afnumin og vextir lækkaðir. Hinn felur í sér að samkomulag dragist á langinn og segir Már þá koma til greina að móta nýja efnahagsáætlun. Hann boðar nánari útlistun á kostunum tveimur þegar bankinn kynnir nýja hagspá í maí. „En eftir því sem tíminn líður aukast líkur á seinni leiðinni,“ segir Már. Leysist ekki Icesave og bið verði á alþjóðlegu lánsfé telur Már engu síður að hægt verði að forða greiðslufalli ríkisins, gjaldeyrisforði landsins rétt hrökkvi til að greiða gjalddaga erlendra lána í lok næsta árs og á fyrri hluta 2012, samtals um 1,5 milljarða evra (tæplega 260 milljarða króna). „Og komi ekkert annað til verður landið mjög berskjaldað,“ segir hann. Már segir augljóslega betri kost að ljúka Icesave sem fyrst með samningum og halda áfram á þeirri braut sem þegar hefur verið mörkuð, enda seinni kosturinn ekki sársaukalaus. Hann feli í sér lægra gengi, lægri raunlaun, hærri vexti og enn meira aðhald í ríkisfjármálum. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Seðlabanki Íslands lækkaði í gær stýrivexti sína um 0,5 prósentustig, úr 9,5 prósentum í 9,0 prósent. „Vaxtalækkun Seðlabankans nú er í takti við væntingar enda hefur bæði gengi krónunnar og þróun verðbólgu verið peningastefnunefndinni að skapi frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi í janúar. Gengi krónunnar hefur styrkst um 3,5 prósent frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi,“ segir í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka um vaxtaákvörðunina. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar bankans kemur jafnframt fram að verðbólguaukning í febrúar hafi verið fyrirséð og gert ráð fyrir að verðbólga aukist einnig í þessum mánuði. „En undirliggjandi verðbólga hjaðni eigi að síður að markmiðinu seint á árinu,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnti ákvörðun nefndarinnar og sagði hátt skuldatryggingarálag og óhagstæðar horfur um lánshæfismat ríkissjóðs vera rök fyrir tiltölulega varfærnum breytingum. Mesta hindrunin á vegi frekari vaxtalækkana væri óleyst deilan um Icesave-skuldbindingar ríkisins. Áhættusamt væri að afnema gjaldeyrishöft eða lækka vexti í stórum skrefum meðan lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) og Norðurlöndum fengjust ekki og aðgangur að alþjóðlegum fjármálamörkuðum á viðunandi kjörum væri ekki greiður. Mat seðlabankastjóra er að efnahagslífið kunni að þróast á tvo ólíka vegu. Annar felur í sér að Icesave-deilan leysist fljótlega og þá verði hægt að halda áfram samkvæmt efnahagsáætlun stjórnvalda og AGS, um leið og gjaldeyrishöft verði afnumin og vextir lækkaðir. Hinn felur í sér að samkomulag dragist á langinn og segir Már þá koma til greina að móta nýja efnahagsáætlun. Hann boðar nánari útlistun á kostunum tveimur þegar bankinn kynnir nýja hagspá í maí. „En eftir því sem tíminn líður aukast líkur á seinni leiðinni,“ segir Már. Leysist ekki Icesave og bið verði á alþjóðlegu lánsfé telur Már engu síður að hægt verði að forða greiðslufalli ríkisins, gjaldeyrisforði landsins rétt hrökkvi til að greiða gjalddaga erlendra lána í lok næsta árs og á fyrri hluta 2012, samtals um 1,5 milljarða evra (tæplega 260 milljarða króna). „Og komi ekkert annað til verður landið mjög berskjaldað,“ segir hann. Már segir augljóslega betri kost að ljúka Icesave sem fyrst með samningum og halda áfram á þeirri braut sem þegar hefur verið mörkuð, enda seinni kosturinn ekki sársaukalaus. Hann feli í sér lægra gengi, lægri raunlaun, hærri vexti og enn meira aðhald í ríkisfjármálum.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun