Erlent

Krakkar stjórna flugumferð -upptaka

Óli Tynes skrifar
OK strákur.
OK strákur.
Flugumferðarstjóra á Kennedy flugvelli hefur verið vikið tímabundið úr starfi og rannsókn fyrirskipuð á því að hann leyfði börnum sínum að taka þátt í umferðarstjórninni.

Þetta var í febrúar síðastliðnum þegar skólabörn í New York voru í vikulöngu fríi og margir foreldrar tóku þau með sér í vinnuna.

Upptökur af þessu lentu auðvitað á netinu og þarmeð voru yfirvöld komin í málið. En þótt yfirvöldum sé ekki skemmt, tóku flugmennirnir þessu vel.

Börnin töluðu mjög skýrt þegar þau gáfu fyrirmæli sín og það mátti greina hlátur í svörum flugmannanna sem fylgdu fyrirmælunum í einu og öllu.

Ljóst var að faðir þeirra fylgdist vel með og það mátti heyra hann segja; -Þetta er það sem þið fáið þegar börnin eru ekki í skólanum.

Flugmaður svarar honum; -Ég vildi að ég gæti tekið mína krakka með í vinnuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×