Erlent

Jarðskjálfti skók Manila

Jarðskjálfti af stærðinni 6,2 á Richter kvarðanum skók Manila, höfuðborg Fillipseyja í morgun. Byggingar í borginni sveifluðust til og frá og hlupu margir út úr húsum sínum og fyrirtækjum og út á götur. Engar fregnir hafa hinsvegar borist af skemmdum eða manntjóni af völdum skjálftans. Bandarísks jarðfræðistofnunin segir að skjálftinn hafi átt upptök sín um tíu kílómetra undir sjávarbotninum undan strönd borgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×