Erlent

Obama skapar sér óvild í Vegas

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Í Vegas höfðu menn lítinn skilning á því sem Obama hafði að segja. Mynd/ AFP.
Í Vegas höfðu menn lítinn skilning á því sem Obama hafði að segja. Mynd/ AFP.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur skapað sér mikla óvild í Las Vegas vegna kærulausra ummæla sinna um borgina.

Þegar Obama hélt ræðu um efnahagsmál í New Hampshire sagði hann að nauðsynlegt væri að herða sultarólina og forgangsraða rétt þegar að kreppti að. Hann sagði að menn keyptu ekki bát þegar þeir hefðu varla efni á að greiða af húsnæðisláninu sínu. Menn færu heldur ekki til Vegas og eyddu þar stórfé þegar þeir væru að safna fyrir háskólanámi.

Þessi ummæli fara mikið fyrir brjóstið á íbúum í Vegas, en einkum ferðamálayfirvöldum þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×