Erlent

Að minnsta kosti 18 látnir eftir flóð - sex börn

Skjáskot af síðu CNN
Skjáskot af síðu CNN

Lögreglan hefur staðfest að minnsta kosti þriggja er enn saknað eftir flóðið í Arkansas í Bandaríkjunum á aðfaranótt laugardags. Þá eru 20 aðrir einstaklingar sem gætu hafa tjaldað á svæðinu eða á svæðum í kring.

Að minnsta kosti átján létust í flóðinu.

Yfirvöld hafa birt nöfn fimmtán þeirra sem létust í flóðinu. Sex fórnarlambanna eru börn þar á meðal ein tveggja ára stúlka. Ein sjö ára stúlka lést, Kylee Sullivan, sem var í útilegu ásamt ömmu sinni.

Fórnarlömbin voru aðalega frá Texas og Louisiana. Einn einstaklingur var frá Foreman. Aldur þeirra fullorðnu var frá 23 ára til 69 ára.

Flóðið skall á tjaldsvæðið á meðan fólk sem var í útilegu í Ouachita fjöllum var sofandi. Mikil rignin hafði verið í ánum Caddo og Little Missouri undanfarið.

Veðurstofa Bandaríkjanna hafði varað við hugsanlegu flóði á fimmtudaginn. En því var ekki tekið alvarlega. Það var svo aðeins tveimur klukkutímum fyrir flóðið sem alvarlegri viðvörun um hættuástandið var gefin út. Þá voru allir sofandi.

Barack Obama forseti Bandaríkjanna hefur vottað aðstandendum fórnarlambanna samúð sína.

Myndband CNN um flóðið






Tengdar fréttir

Að minnsta kosti 16 létu lífið í flóðum í Bandaríkjunum

Að minnsta kosti 16 manns hafa látið lífið og 73 eru enn saknað eftir flóð á tjaldstæði í Ouachita fjöllum í Arkansas í Bandaríkjunum í morgun. Flóðið skall á tjaldsvæðið meðan fólkið var sofandi en mikil rigning hefur verið á svæðinu undanfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×