Handbolti

Átta marka sigur Rhein-Neckar Löwen á Düsseldorf

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Fréttablaðið/Pjetur

Snorri Steinn Guðjónsson skoraði fimm mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen sem vann átta marka sigur á Düsseldorf í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Lokatölur voru 30-22 fyrir Löwen sem er áfram í fjórða sæti deildarinnar og á ekki möguleika á Meistaradeildarsæti.

Snorri var eini Íslendingurinn í Löwen sem skoraði, Ólafur Stefánsson skoraði ekki og Guðjón Valur Sigurðsson er meiddur.

Sturla Ásgeirsson skoraði tvö mörk fyrir Düsseldorf sem er þar með endanlega fallið úr deildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×