Menningarsetur múslima Karim Askari skrifar 9. desember 2010 06:00 Samkvæmt norrænni goðafræði varð fyrsta veran til í miðju Ginnungagaps og var það þursinn Ýmir. Tilurð hans má rekja til þess að frost Niflheims blandaðist eldum Múspelsheims. Síðar var jörðin og himinninn gerð úr holdi og beinum Ýmis. Heiðinn menningararfur Íslendinga hefur verið alþýðu manna og listamönnum óþrjótandi brunnur allt fram á okkar daga. Íslensk þjóð á sér líka kristinn menningararf og gott er að kunna skil á þessari sögu landsmanna þótt menn tileinki sér ekki endilega heiðinn sið eða kristna trú. Menning er miklu meira en trúarbrögð. Landnámsmenn og fyrstu afkomendur þeirra lifðu við trúfrelsi, enda var hluti þeirra heiðinn, annar hluti kristinn, enn aðrir blendnir í trúnni og sumir goðlausir. Við kristnitökuna var mönnum leyft að blóta á laun en trúfrelsi komst ekki aftur á fyrr en með tilkomu stjórnarskrárinnar árið 1874. Nú stendur fyrir dyrum endurskoðun stjórnarskrárinnar og allir telja sjálfsagt að trúfrelsi verði þar ofarlega á blaði þar sem það telst nú með grundvallarmannréttindum. Margt hefur breyst á Íslandi síðan á 19. öld og hér má nú finna mörg og ólík trúfélög, eitt þeirra er Menningarsetur múslíma á Íslandi. Íslenskir málshættir segja að hverjum þyki sinn fugl fagur og að sæll sé hver í sinni trú. Við múslímar erum þar engin undantekning. Íslendingar vita hvað heiðnin og kristnin hefur djúpstæð áhrif á þjóðarsálina, hugmyndaheim, bókmenntir og listir en menning múslíma er þeim flestum framandi. Íslendingum sárnar þegar dregin er upp sú mynd af víkingum að þeir hafi verið menningarsnauðir ræningjar og ofstopamenn sem hafi farið víða um lönd með ránum og hernaði. Þeir vilja frekar hugsa til Völuspáar og Hávamála, siglingaafreka, landafunda, lagagerðar og verslunar forfeðranna. Að sama skapi vilja kristnir menn ekki kenna sig við krossferðirnar, rannsóknarréttinn eða nornabrennur. Íslenskir ásatrúarmenn sverja af sér kynþáttahatur sumra trúbræðra sinna í Bandaríkjunum og Evrópu nútímans og kristnir Íslendingar samsama sig ekki með trúbræðrum sínum í Bandaríkjunum sem vilja kenna sköpunarsögu Biblíunnar í stað þróunarkenningarinnar og myrða lækna er fást við fóstureyðingar. Íslenskir múslímar frábiðja sér á sama hátt að vera spyrtir við hryðjuverk og afturhald trúbræðra sinna erlendis. Menning er þroski mannlegra eiginleika, þjálfun hugans, verkleg kunnátta, andlegt líf og sameiginlegur arfur. Múslímar búa að miklum, merkum og göfugum menningararfi, ekki síður en heiðnir menn og kristnir. Við eigum okkar merku bókmenntir, ljóðlist, myndlist, byggingarlist, heimspeki, vísindi, matargerð, siði, venjur o.s.frv. og margir Íslendingar hafa fengið örlitla innsýn í þann arf á ferðum sínum erlendis. Menningarsetri múslíma á Íslandi er ætlað að auðvelda félagsmönnum og landsmönnum öllum að fræðast um þennan arf hér á landi og njóta hans með okkur. Á næsta ári flyst starfsemin í Ýmishúsið svokallaða í Öskuhlíð og er það vel við hæfi að leiða saman ólíka strauma í húsi kenndu við Ými. Með rekstri menningarmiðstöðvar viljum við draga úr fordómum og stuðla að jákvæðum samskiptum múslíma og annarra Íslendinga. Við erum sannfærðir um að aukin þekking á Íslam verður landi og þjóð til framdráttar og að sama skapi viljum við auka þekkingu aðfluttra múslíma á Íslandi. Í setrinu er t.d. ætlunin að kenna aðfluttum múslímum íslensku, halda námskeið um lýðræðisskipulag og mannréttindi í Íslam og berjast gegn ofbeldi, kynþáttahatri og hryðjuverkum. Þar viljum við kenna aðfluttum íslensku og íslenskum arabísku. Við viljum sýna okkar bestu hliðar og leggja okkar af mörkum til að vernda unglinga gegn vá eiturlyfja, ofbeldis, glæpa og árásargirni. Fræðsla og upplýsingar eru farsælustu meðulin gegn fordómum og tortryggni. Íslendingar flestir vel sigldir, frjálslyndir og víðsýnir en þó eru nokkrir þeirra sem óttast hið óþekkta og vilja reisa varnarmúra umhverfis eigin heimsmynd. En múrar eru líka reistir til að halda öðrum úti og það kann ekki góðri lukku að stýra. Við viljum byggja brýr, ekki múra, og hlökkum til gefandi samskipta við alla landsmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt norrænni goðafræði varð fyrsta veran til í miðju Ginnungagaps og var það þursinn Ýmir. Tilurð hans má rekja til þess að frost Niflheims blandaðist eldum Múspelsheims. Síðar var jörðin og himinninn gerð úr holdi og beinum Ýmis. Heiðinn menningararfur Íslendinga hefur verið alþýðu manna og listamönnum óþrjótandi brunnur allt fram á okkar daga. Íslensk þjóð á sér líka kristinn menningararf og gott er að kunna skil á þessari sögu landsmanna þótt menn tileinki sér ekki endilega heiðinn sið eða kristna trú. Menning er miklu meira en trúarbrögð. Landnámsmenn og fyrstu afkomendur þeirra lifðu við trúfrelsi, enda var hluti þeirra heiðinn, annar hluti kristinn, enn aðrir blendnir í trúnni og sumir goðlausir. Við kristnitökuna var mönnum leyft að blóta á laun en trúfrelsi komst ekki aftur á fyrr en með tilkomu stjórnarskrárinnar árið 1874. Nú stendur fyrir dyrum endurskoðun stjórnarskrárinnar og allir telja sjálfsagt að trúfrelsi verði þar ofarlega á blaði þar sem það telst nú með grundvallarmannréttindum. Margt hefur breyst á Íslandi síðan á 19. öld og hér má nú finna mörg og ólík trúfélög, eitt þeirra er Menningarsetur múslíma á Íslandi. Íslenskir málshættir segja að hverjum þyki sinn fugl fagur og að sæll sé hver í sinni trú. Við múslímar erum þar engin undantekning. Íslendingar vita hvað heiðnin og kristnin hefur djúpstæð áhrif á þjóðarsálina, hugmyndaheim, bókmenntir og listir en menning múslíma er þeim flestum framandi. Íslendingum sárnar þegar dregin er upp sú mynd af víkingum að þeir hafi verið menningarsnauðir ræningjar og ofstopamenn sem hafi farið víða um lönd með ránum og hernaði. Þeir vilja frekar hugsa til Völuspáar og Hávamála, siglingaafreka, landafunda, lagagerðar og verslunar forfeðranna. Að sama skapi vilja kristnir menn ekki kenna sig við krossferðirnar, rannsóknarréttinn eða nornabrennur. Íslenskir ásatrúarmenn sverja af sér kynþáttahatur sumra trúbræðra sinna í Bandaríkjunum og Evrópu nútímans og kristnir Íslendingar samsama sig ekki með trúbræðrum sínum í Bandaríkjunum sem vilja kenna sköpunarsögu Biblíunnar í stað þróunarkenningarinnar og myrða lækna er fást við fóstureyðingar. Íslenskir múslímar frábiðja sér á sama hátt að vera spyrtir við hryðjuverk og afturhald trúbræðra sinna erlendis. Menning er þroski mannlegra eiginleika, þjálfun hugans, verkleg kunnátta, andlegt líf og sameiginlegur arfur. Múslímar búa að miklum, merkum og göfugum menningararfi, ekki síður en heiðnir menn og kristnir. Við eigum okkar merku bókmenntir, ljóðlist, myndlist, byggingarlist, heimspeki, vísindi, matargerð, siði, venjur o.s.frv. og margir Íslendingar hafa fengið örlitla innsýn í þann arf á ferðum sínum erlendis. Menningarsetri múslíma á Íslandi er ætlað að auðvelda félagsmönnum og landsmönnum öllum að fræðast um þennan arf hér á landi og njóta hans með okkur. Á næsta ári flyst starfsemin í Ýmishúsið svokallaða í Öskuhlíð og er það vel við hæfi að leiða saman ólíka strauma í húsi kenndu við Ými. Með rekstri menningarmiðstöðvar viljum við draga úr fordómum og stuðla að jákvæðum samskiptum múslíma og annarra Íslendinga. Við erum sannfærðir um að aukin þekking á Íslam verður landi og þjóð til framdráttar og að sama skapi viljum við auka þekkingu aðfluttra múslíma á Íslandi. Í setrinu er t.d. ætlunin að kenna aðfluttum múslímum íslensku, halda námskeið um lýðræðisskipulag og mannréttindi í Íslam og berjast gegn ofbeldi, kynþáttahatri og hryðjuverkum. Þar viljum við kenna aðfluttum íslensku og íslenskum arabísku. Við viljum sýna okkar bestu hliðar og leggja okkar af mörkum til að vernda unglinga gegn vá eiturlyfja, ofbeldis, glæpa og árásargirni. Fræðsla og upplýsingar eru farsælustu meðulin gegn fordómum og tortryggni. Íslendingar flestir vel sigldir, frjálslyndir og víðsýnir en þó eru nokkrir þeirra sem óttast hið óþekkta og vilja reisa varnarmúra umhverfis eigin heimsmynd. En múrar eru líka reistir til að halda öðrum úti og það kann ekki góðri lukku að stýra. Við viljum byggja brýr, ekki múra, og hlökkum til gefandi samskipta við alla landsmenn.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar