Fátæk stjórnarskrá? Helga Björk Grétudóttir skrifar 8. desember 2010 05:00 Í 76. gr. Stjórnarskrárinnar segir: Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. - Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. -Börnum skal tryggt í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst . Af ofangreindri lesningu má ætla að Ísland sé gósenland allsnægta – allir hafi nóg að bíta og brenna, án tillits til stöðu og stéttar. – Geti leitað sér læknisaðstoðar þegar þurfa þykir eða endurhæfingar og sótt sér menntun við hæfi. Hver tómthúsnefndin er skipuð á fætur annarra af hinu opinbera, með það að yfirskyni að þeim sé ætlað að bæta lífskjör landsmanna og gæði. Og það þrátt fyrir að þegar liggja fyrir, viðamiklar og margra ára gamlar, tölfræðilegar rannsóknir sem sýna það svart á hvítu að 76. gr. Stjórnarskráinnar er og hefur verið þverbrotin um árabil og ójöfnuður ríkir meðal landsmanna. En þess í stað er sóað dýrmætum tíma og fé skattborgara á altari afneitunar og yfirbreiðslu staðreynda, á misjöfnun kjörum hérlendis og reynt að réttlæta það ófremdarástand sem ríkt hefur. - Tölfræðilegar staðreyndir eru birtar, þar sem reynt er að breiða blekkingarhulu yfir kjör þeirra sem verst eru staddir fjárhagslega og jafnvel gefið í skyn að,, bótaþegar“ af leti og ómennsku einni saman, hýrudragi láglaunafólk og lifi kóngalífi á Íslandi. - Þess utan er jafnvel gefið í skyn, að það sé þessu sömu ,,arðræningjum“ um að kenna, þrælalaun vinnandi lágtekjufólks og að verkalýðsforustan sé vanmáttug og ráðalaus og geti með engu móti, rétt af hlut félagsmanna sinna. Ætla ráðamanna að segja hungurröðum stríð á hendur og útrýma fátækt og mismunun á Íslandi ? Ef mannslíf liggur að veði undir snjóflóði, myndi ríkisstjórnin þá setja málið í nefnd? – Eða myndi hún ræsa út björgunarsveitir á lofti, láði og legi? Opna sjúkrahús upp á gátt? Myndu prestar landsins liggja á bæn og landsmenn allir, tylla sér á tá, óháð trúarbrögðum? Myndi þjóðin þá spyrna við fótum sameiginlega? Yrði þá spurt út í kostnað ? Ætla ráðamenn að kjafta fólk í hel á Íslandi enn um sinn, með því að afneita 76. gr. Stjórnarskránnar ? Stillum siðferðiskompásinn! - Lyftum mennskunni í æðra veldi ! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í 76. gr. Stjórnarskrárinnar segir: Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. - Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. -Börnum skal tryggt í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst . Af ofangreindri lesningu má ætla að Ísland sé gósenland allsnægta – allir hafi nóg að bíta og brenna, án tillits til stöðu og stéttar. – Geti leitað sér læknisaðstoðar þegar þurfa þykir eða endurhæfingar og sótt sér menntun við hæfi. Hver tómthúsnefndin er skipuð á fætur annarra af hinu opinbera, með það að yfirskyni að þeim sé ætlað að bæta lífskjör landsmanna og gæði. Og það þrátt fyrir að þegar liggja fyrir, viðamiklar og margra ára gamlar, tölfræðilegar rannsóknir sem sýna það svart á hvítu að 76. gr. Stjórnarskráinnar er og hefur verið þverbrotin um árabil og ójöfnuður ríkir meðal landsmanna. En þess í stað er sóað dýrmætum tíma og fé skattborgara á altari afneitunar og yfirbreiðslu staðreynda, á misjöfnun kjörum hérlendis og reynt að réttlæta það ófremdarástand sem ríkt hefur. - Tölfræðilegar staðreyndir eru birtar, þar sem reynt er að breiða blekkingarhulu yfir kjör þeirra sem verst eru staddir fjárhagslega og jafnvel gefið í skyn að,, bótaþegar“ af leti og ómennsku einni saman, hýrudragi láglaunafólk og lifi kóngalífi á Íslandi. - Þess utan er jafnvel gefið í skyn, að það sé þessu sömu ,,arðræningjum“ um að kenna, þrælalaun vinnandi lágtekjufólks og að verkalýðsforustan sé vanmáttug og ráðalaus og geti með engu móti, rétt af hlut félagsmanna sinna. Ætla ráðamanna að segja hungurröðum stríð á hendur og útrýma fátækt og mismunun á Íslandi ? Ef mannslíf liggur að veði undir snjóflóði, myndi ríkisstjórnin þá setja málið í nefnd? – Eða myndi hún ræsa út björgunarsveitir á lofti, láði og legi? Opna sjúkrahús upp á gátt? Myndu prestar landsins liggja á bæn og landsmenn allir, tylla sér á tá, óháð trúarbrögðum? Myndi þjóðin þá spyrna við fótum sameiginlega? Yrði þá spurt út í kostnað ? Ætla ráðamenn að kjafta fólk í hel á Íslandi enn um sinn, með því að afneita 76. gr. Stjórnarskránnar ? Stillum siðferðiskompásinn! - Lyftum mennskunni í æðra veldi !
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar