Skoðun

Fátæk stjórnarskrá?

Helga Björk Grétudóttir skrifar

Í 76. gr. Stjórnarskrárinnar segir:  Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. - Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. -Börnum skal tryggt í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst .

Af ofangreindri lesningu má ætla að Ísland sé gósenland allsnægta – allir hafi nóg að bíta og brenna, án tillits til stöðu og stéttar. – Geti leitað sér læknisaðstoðar þegar þurfa þykir  eða endurhæfingar og sótt sér menntun við hæfi.

Hver tómthúsnefndin er skipuð á fætur annarra af hinu opinbera, með það að yfirskyni að þeim sé ætlað að bæta lífskjör landsmanna og gæði.  Og það þrátt fyrir að þegar liggja fyrir,  viðamiklar og margra ára gamlar, tölfræðilegar rannsóknir sem sýna það svart á hvítu að 76. gr. Stjórnarskráinnar er og hefur verið þverbrotin um árabil og ójöfnuður ríkir meðal landsmanna.

En þess í stað er sóað dýrmætum tíma og fé skattborgara á altari afneitunar og yfirbreiðslu staðreynda, á misjöfnun kjörum hérlendis og reynt að réttlæta það ófremdarástand sem ríkt hefur. - Tölfræðilegar staðreyndir eru birtar, þar sem reynt er að breiða blekkingarhulu yfir kjör þeirra sem verst eru staddir fjárhagslega og jafnvel gefið í skyn að,, bótaþegar“ af leti og ómennsku einni saman, hýrudragi láglaunafólk og lifi kóngalífi á Íslandi. - Þess utan er  jafnvel gefið í skyn, að það sé þessu sömu ,,arðræningjum“   um að kenna,  þrælalaun  vinnandi lágtekjufólks og að  verkalýðsforustan sé vanmáttug og  ráðalaus  og geti með engu móti, rétt af  hlut félagsmanna sinna.

Ætla ráðamanna að segja hungurröðum stríð á hendur  og útrýma fátækt og mismunun á Íslandi ?

Ef mannslíf liggur að veði undir snjóflóði, myndi ríkisstjórnin þá setja málið í nefnd?  – Eða myndi hún ræsa út björgunarsveitir á lofti, láði og legi? Opna sjúkrahús upp á gátt? Myndu prestar landsins  liggja á bæn og landsmenn allir,  tylla sér á tá, óháð trúarbrögðum? Myndi þjóðin þá spyrna við fótum sameiginlega? Yrði þá spurt út í kostnað ?

Ætla ráðamenn að kjafta fólk í hel á Íslandi enn um sinn, með því að afneita 76. gr. Stjórnarskránnar  ?

Stillum siðferðiskompásinn! -  Lyftum mennskunni í æðra veldi !

 




Skoðun

Sjá meira


×