Erlent

Ísraelar frysta framkvæmdir í Jerúsalem

Óli Tynes skrifar
Frá Austur-Jerúsalem.
Frá Austur-Jerúsalem.

Tilkynnt var um byggingu 1600 íbúða í þessum borgarhluta í síðasta mánuði einmitt þegar Joe Biden varaforseti Bandaríkjanna var í heimsókn í Ísrael.

Það leiddi til mesta ósættis sem verið hefur með Ísrael og Bandaríkjunum í áratugi.

Heimsókn Benjamíns Netanyahus forsætisráðherra til Washington þótti til dæmis með ólíkindum snubbótt.

Fáar myndir birtust af honum með Barack Obama forseta og þeir héldu engan sameiginlegan blaðamannafund eins og venja er þegar þjóðarleiðtogar heimsækja Bandaríkin.

Ekki hefur verið tilkynnt um að hætt hafi verið við að reisa þessar íbúðir.

Hinsvegar hafa engin ný byggingaleyfi verið veitt og engar framkvæmdir við byggingar sem þegar var búið að fá leyfi fyrir.

Palestínumenn vilja fá Austur-Jerúsalem sem höfuðborg sjálfstæðs ríkis síns.

Á það vilja Ísraelar ekki fallast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×