Lífið

Glasaskraut úr hitabeltinu

Glasaskrautið Bongó blíða fæst nú í þremur verslunum.
Glasaskrautið Bongó blíða fæst nú í þremur verslunum.

Bongó blíða, skraut fyrir eldhúsáhöld, er verkefni sem þróað var síðastliðið sumar af þremur vöruhönnuðum.

Hugmyndirnar voru kynntar á síðasta HönnunarMarsi og er fyrsta varan, glasaskraut, komin í þrjár verslanir.

Vöruhönnuðirnir eru Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands og tveir þáverandi nemendur, Þórunn Árnadóttir og Hreinn Bernharðsson.

„Hugmyndin er sú að eftir fall krónunnar, þegar ferðakostnaður hefur rokið upp úr öllu valdi geti Íslendingar töfrað fram hitabeltisstemninguna heima hjá sér með lítilli fyrirhöfn," segir Sigríður.









Palm Springs er sérstaklega skemmtilegt stækkanlegt borðstofuborð sem hópurinn kynnti einnig á HönnunarMarsi.
Skrautið sem fæst nú í Kokku, Kraumi og Safnbúð Listasafns Íslands er skorið út í pappír og sett utan um glas á fæti og hægt að láta annað hvort græna hlið skrautsins snúa út eða viðaráferð. Sem er að sögn Sigríðar góður eiginleiki til að aðgreina til dæmis áfenga og óáfenga drykki í veislum.

„Verkefnið var fyrst kynnt á Marengs, kaffihúsi á Listasafni Íslands, í samvinnu við Áslaugu Snorradóttur. Einnig var kynnt stækkanlegt borðstofuborð sem sami hópur hannaði úr íslensku birki. Þegar það er stækkað breytir það um lit og pálmatré sprettur upp úr miðjunni," segir Sigríður en borðið hefur hlotið nafnið Palm Springs. Verkefnið hlaut styrk úr Nýsköpunarsjóði Námsmanna 2009.

juliam@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.