Erlent

Foreldrar flýja frá börnum sínum

Óli Tynes skrifar
Reynt að hafa ofan af fyrir hræddum og hungruðum börnum.
Reynt að hafa ofan af fyrir hræddum og hungruðum börnum. Mynd/AP

Foreldrar á Haítí eru farin að yfirgefa börn sín í stórum stíl í von um að hjálparstofnanir geti veitt þeim betra líf....þótt það sé ekki nema ein máltíð á dag.

Jafnvel fyrir jarðskjálftann 12. janúar síðastliðinn gátu margir íbúanna ekki brauðfætt fjölskyldur sínar.

Þá var oft gripið til þess ráðs að laumast með börnin á munaðarleysingjahæli og skilja þau þar eftir.

Eftir skjálftann hefur vandinn margfaldast og það hefur einnig fjöldi munaðarleysingja. Á hælunum eru nú þúsundir barna sem eiga foreldra á lífi, sem ekki geta framfleytt þeim.

Hjálparstofnanir hafa miklar áhyggjur af þessu og vilja finna leiðir til þess að styðja við foreldra svo þeir geti annast um börnin sín. En til þess þarf fé sem er af skornum skammti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×