Björgvin: Hef ekki hugmynd um hvað ég varði mörg skot Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Linz skrifar 23. janúar 2010 22:32 Björgvin var í gríðarlegu stuði í kvöld. Mynd/DEINER/Leena Manhart Björgvin Páll Gústavsson sagðist ekki hafa hugmynd um hvað hann varði mörg skot í leiknum gegn Dönum í kvöld en frammistaða hans í leiknum var í heimsklassa. Alls varði Björgvin nítján skot í leiknum eða 46 prósent þeirra skota sem hann fékk á markið. Það eru hreint ótrúlegar tölur, sér í lagi gegn ríkjandi Evrópumeisturunum. „Við vorum að spila ótrúlega góða vörn í þessum leik. Þeir voru skíthræddir við okkur allan leikinn. Við rúlluðum yfir þá fyrstu mínúturnar og þeir komust svo aftur inn í leikinn. En það var í raun eini tíminn sem þeir voru eitthvað inni í leiknum.“ Björgvin vildi lítið gera úr sínu framtaki í leiknum. „Ég hef í raun ekki hugmynd um hvað ég verði mörg skot í leiknum. Ég var bara í mínu „zone-i“ og með frábæra vörn fyrir framan mig. Okkur líður svo ótrúlega vel á vellinum að við erum sem einn maður.“ Íslenska liðið hefur lent í miklu mótlæti í vikunni en Björgvin hefur skýringu á því hvað varð til þess að liðið svaraði svo vel fyrir sig í kvöld. „Það sem önnur lið hafa ekki er að þau eru ekki frá Íslandi. Við sýndum geðveikina og við erum það klikkaðir að við myndum mæta í leik þó svo að Frakkar og Spánverjar væru saman í hinu liðinu. Og við myndum reyna að vinna þann leik.“ „Við stigum allir hér upp í kvöld. Þetta var frábær árangur hjá okkur.“ Og skýringin liggur í undirbúningsvinnu liðsins. „Við stúderuðum Danina hrikalega vel og menn lögðu gríðarlega mikla vinnu í undirbúninginn. Maður skapar sína eigin óheppni og því lögðum við afar mikla vinnu í leikinn. Enda kom það í ljós að við vorum með þá allan tímann.“ „Það bara gekk allt upp. Strax í byrjun leiksins þá voru sóknarmenn Dana þvingaðir í mjög erfið skot og þá fékk ég strax 4-5 skot gefins.“ Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson sagðist ekki hafa hugmynd um hvað hann varði mörg skot í leiknum gegn Dönum í kvöld en frammistaða hans í leiknum var í heimsklassa. Alls varði Björgvin nítján skot í leiknum eða 46 prósent þeirra skota sem hann fékk á markið. Það eru hreint ótrúlegar tölur, sér í lagi gegn ríkjandi Evrópumeisturunum. „Við vorum að spila ótrúlega góða vörn í þessum leik. Þeir voru skíthræddir við okkur allan leikinn. Við rúlluðum yfir þá fyrstu mínúturnar og þeir komust svo aftur inn í leikinn. En það var í raun eini tíminn sem þeir voru eitthvað inni í leiknum.“ Björgvin vildi lítið gera úr sínu framtaki í leiknum. „Ég hef í raun ekki hugmynd um hvað ég verði mörg skot í leiknum. Ég var bara í mínu „zone-i“ og með frábæra vörn fyrir framan mig. Okkur líður svo ótrúlega vel á vellinum að við erum sem einn maður.“ Íslenska liðið hefur lent í miklu mótlæti í vikunni en Björgvin hefur skýringu á því hvað varð til þess að liðið svaraði svo vel fyrir sig í kvöld. „Það sem önnur lið hafa ekki er að þau eru ekki frá Íslandi. Við sýndum geðveikina og við erum það klikkaðir að við myndum mæta í leik þó svo að Frakkar og Spánverjar væru saman í hinu liðinu. Og við myndum reyna að vinna þann leik.“ „Við stigum allir hér upp í kvöld. Þetta var frábær árangur hjá okkur.“ Og skýringin liggur í undirbúningsvinnu liðsins. „Við stúderuðum Danina hrikalega vel og menn lögðu gríðarlega mikla vinnu í undirbúninginn. Maður skapar sína eigin óheppni og því lögðum við afar mikla vinnu í leikinn. Enda kom það í ljós að við vorum með þá allan tímann.“ „Það bara gekk allt upp. Strax í byrjun leiksins þá voru sóknarmenn Dana þvingaðir í mjög erfið skot og þá fékk ég strax 4-5 skot gefins.“
Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn