Erlent

Ódýr íbúð til sölu í Róm

Óli Tynes skrifar
Neðri hæðin. Neðst til vinstri má sjá stigann sem liggur upp á pall þar sem er eins manns rúm.
Neðri hæðin. Neðst til vinstri má sjá stigann sem liggur upp á pall þar sem er eins manns rúm.

Íbúð hefur verið auglýst til sölu í Róm. Ásett verð er 7.6 milljónir króna. Sem sýnist fjári gott verð. Þangaðtil þú ferð að lesa smáa letrið.

Íbúðin er nefnilega ekki nema fimm fermetrar. Haft er fyrir satt að þetta sé minnsta íbúð í heimi. Hún var áður fataskápur fyrir húsvörð sem bjó á fyrstu hæð hússins sem hún er í.

Íbúðin er í húsi við Torg heilags Ignasíusar aðeins steinsnar frá Grazioli höllinni sem Silvio Berlusconi forseti Ítalíu hefur á leigu sem heimili sitt í höfuðborginni. Það er aðeins rýmra um forsetann en þann sem kaupir þessa íbúð.

Í henni er að finna baðherbergi með sturtu, vaski og klósetti. Það er neðri hæðin. Svo er gengið upp stiga á pall þar sem er pláss fyrir eins manns rúm. Það er einn gluggi á íbúðinni en til þess að opna hann þarf að klifra yfir rúmið.

Seljandinn segist hafa fengið fjölmargar fyrirspurnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×