Nýsköpun og ræktun frumkvöðla Sigmundur Guðbjarnason skrifar 13. desember 2010 06:00 Á liðnum árum og áratugum hafa Íslendingar af og til gert átak til að efla nýsköpun í atvinnulífinu og leitað ýmissa leiða í þeim tilgangi. Viðleitnin hefur verið mest á tímum aflabrests og efnahagslægða en með batnandi hag hefur áhuginn á nýsköpun farið þverrandi á ný. Eftir hrun síldarstofnanna 1967-1968 voru viðbrögð stjórnvalda þau að byggja upp kennslu í verkfræði og raunvísindum við Háskóla Íslands. Sú uppbygging var mjög árangursrík og skilaði sér í auknum fjölda verkfræðinga, líffræðinga, efnafræðinga, matvælafræðinga og fleiri sérfræðinga. Stjórnvöld ættu nú að styrkja enn frekar þessar undirstöðugreinar nýsköpunar og efla þannig sköpun nýrra atvinnutækifæra. Nú er og mun verða aukin þörf fyrir verkfræðinga og raunvísindamenn og fleiri fagmenn. Nýsköpun og nýmæli í atvinnulífinu verða með ýmsum hætti og reynt hefur verið að skapa frjóan jarðveg fyrir ræktun slíkra hæfileika og nýrra hugmynda. Víða erlendis er markvisst unnið að því að rækta þá hæfileika sem styrkja frumkvæði einstaklinga og frumlega hugsun, áræðni og nýsköpun í atvinnulífinu. Nýsköpunin byrjar í skólum landsins og nærist á eldmóði kennara sem smitast yfir á nemendur. Það er vandaverk að halda slíkum eldmóði lifandi en slíkan eldmóð þarf á öllum skólastigum. Vert er að vekja athygli á því sem vel hefur verið gert á þessum vettvangi og er mikilvægt að styðja það og styrkja og kynna betur. 1. Nýsköpunarkeppni grunnskóla hefur farið fram um árabil á vegum Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. Uppfinningar þessara ungu keppenda hafa verið kynntar opinberlega og þóttu margar þessara hugmynda bráðsnjallar. Félag ungra uppfinningamanna var stofnað 1994. Slík keppni krefst kennara og stjórnenda sem hafa brennandi áhuga á viðfangsefninu. Þátttaka barna í slíku starfi hefur áhrif á hugsunarhátt þeirra, eykur frumkvæði og útsjónarsemi þeirra og hvetur þau til að leita leiða til að leysa vandann hverju sinni. 2. Hugmyndasamkeppni ungs fólks í vísindum og tækni eða Hugvísir er þáttur í vaxandi samvinnu atvinnulífs og skóla í Evrópu og eru þátttakendur á aldrinum 15-20 ára. Keppninni er ætlað að efla hæfileika til að leysa vandamál á nýstárlegan hátt og sýna eigið frumkvæði, markvisst vinnuferli og sjálfstæð vinnubrögð. Þessi keppni er hluti af mannauðsáætlun Evrópusambandsins og var Ísland virkur þátttakandi í þessu starfi. 3. Nýsköpunarsjóður námsmanna var stofnaður 1992 og áttu stúdentar allt frumkvæði í þessu efni. Hefur þessi sjóður veitt styrki í fjölmörg athyglisverð rannsókna- og nýsköpunarverkefni. 4. Rannsóknanámssjóður var stofnaður 1993 og er hlutverk hans að styrkja nemendur til frekari þjálfunar í vísindalegum vinnubrögðum, bæði á sviði grunnrannsókna og hagnýtra rannsókna. Slík þjálfun er mikilvægur þáttur í menntun til meistara- eða doktorsprófs, þar sem nemendur temja sér markviss og öguð vinnubrögð við úrlausn flókinna viðfangsefna. Sú reynsla og þjálfun nýtist vel í hinum margvíslegu störfum sem kandídatar takast á við, hvort heldur í heimi vísinda eða viðskipta. 5. Vísinda- og tækniráð er arftaki Rannsóknarráðs Íslands og veitir styrki úr nokkrum sjóðum, meðal annars Rannsóknasjóði (áður Vísindasjóði) og Tækniþróunarsjóði (áður Tæknisjóði). Nýlega var haldið upp á 20 ára afmæli Tæknigarðs en Háskóli Íslands byggði tvo slíka tæknigarða í tilefni 75 ára afmælis Háskólans árið 1986. Tæknigarður var fyrsta nýsköpunarhreiðrið fyrir sprotafyrirtæki, hinn nýsköpunargarðurinn er Efna- og líftæknihúsið á Keldnaholti og er Orf líftækni þar starfandi. Tæknigarður hefur reynst mjög farsælt frumkvöðlasetur. Á síðari árum hefur Nýsköpunarmiðstöð Íslands skapað fleiri slík nýsköpunarhreiður sem veita sprotafyrirtækjum aðstöðu til rannsókna- og þróunarstarfa. Er sú starfsemi rekin af miklum krafti og framsýni. Með þessum skrifum er vakin athygli á þeirri jákvæðu þróun sem verið hefur og er ef til vill enn umfangsmeiri en hér hefur komið fram. Nú leitar eldra sem yngra fólk leiða til að búa sig enn betur undir líf í heimi harðnandi samkeppni. Mannauðurinn verður því aðeins uppspretta auðs að hæfileikar fólksins verði ræktaðir, styrktir og virkjaðir til verðugra verkefna. Samstarf atvinnulífs og skóla þarf sífellt að rækta því markmiðið er að auka samkeppnishæfni einstaklinganna, sem leiðir svo til aukinnar samkeppnishæfni þeirra fyrirtækja og stofnana þar sem þessir einstaklingar munu starfa. Frumkvöðlar eru fólk á öllum aldri sem vill byggja upp eigin fyrirtæki og getur það verið á mjög ólíkum sviðum, ýmist lágtækni- eða hátæknifyrirtæki. Þeir sem leggja út í slík ævintýri verða að hafa dirfsku, framtakssemi og úthald því þeirra geta beðið erfiðir tímar í nokkuð mörg ár. Ef vel gengur uppskera menn ánægjuna af því að hafa skapað nýja starfsemi og nýjar afurðir sem markaður er fyrir. Reynsla frumkvöðla er eðlilega mjög misjöfn en síðustu ár hafa verið mörgum mjög erfið. Stuðningur við sprotafyrirtæki hefur yfirleitt verið mjög lítill, fjárfestar hafa í góðærinu viljað glíma við stærri verkefni sem skila skjótt miklum arði. Ef þessi nýsköpunarviðleitni á að skila því sem að er stefnt verður að styðja mun betur við uppbygginguna og markaðssetningu. Við verðum að láta þekkinguna og hugmyndaflugið vinna fyrir okkur í auknum mæli og virkja allt í senn listir, vísindi og tækni til að auka samkeppnishæfni þjóðarinnar á öllum sviðum. Þetta er vert að hafa í huga við endurreisn Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Á liðnum árum og áratugum hafa Íslendingar af og til gert átak til að efla nýsköpun í atvinnulífinu og leitað ýmissa leiða í þeim tilgangi. Viðleitnin hefur verið mest á tímum aflabrests og efnahagslægða en með batnandi hag hefur áhuginn á nýsköpun farið þverrandi á ný. Eftir hrun síldarstofnanna 1967-1968 voru viðbrögð stjórnvalda þau að byggja upp kennslu í verkfræði og raunvísindum við Háskóla Íslands. Sú uppbygging var mjög árangursrík og skilaði sér í auknum fjölda verkfræðinga, líffræðinga, efnafræðinga, matvælafræðinga og fleiri sérfræðinga. Stjórnvöld ættu nú að styrkja enn frekar þessar undirstöðugreinar nýsköpunar og efla þannig sköpun nýrra atvinnutækifæra. Nú er og mun verða aukin þörf fyrir verkfræðinga og raunvísindamenn og fleiri fagmenn. Nýsköpun og nýmæli í atvinnulífinu verða með ýmsum hætti og reynt hefur verið að skapa frjóan jarðveg fyrir ræktun slíkra hæfileika og nýrra hugmynda. Víða erlendis er markvisst unnið að því að rækta þá hæfileika sem styrkja frumkvæði einstaklinga og frumlega hugsun, áræðni og nýsköpun í atvinnulífinu. Nýsköpunin byrjar í skólum landsins og nærist á eldmóði kennara sem smitast yfir á nemendur. Það er vandaverk að halda slíkum eldmóði lifandi en slíkan eldmóð þarf á öllum skólastigum. Vert er að vekja athygli á því sem vel hefur verið gert á þessum vettvangi og er mikilvægt að styðja það og styrkja og kynna betur. 1. Nýsköpunarkeppni grunnskóla hefur farið fram um árabil á vegum Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. Uppfinningar þessara ungu keppenda hafa verið kynntar opinberlega og þóttu margar þessara hugmynda bráðsnjallar. Félag ungra uppfinningamanna var stofnað 1994. Slík keppni krefst kennara og stjórnenda sem hafa brennandi áhuga á viðfangsefninu. Þátttaka barna í slíku starfi hefur áhrif á hugsunarhátt þeirra, eykur frumkvæði og útsjónarsemi þeirra og hvetur þau til að leita leiða til að leysa vandann hverju sinni. 2. Hugmyndasamkeppni ungs fólks í vísindum og tækni eða Hugvísir er þáttur í vaxandi samvinnu atvinnulífs og skóla í Evrópu og eru þátttakendur á aldrinum 15-20 ára. Keppninni er ætlað að efla hæfileika til að leysa vandamál á nýstárlegan hátt og sýna eigið frumkvæði, markvisst vinnuferli og sjálfstæð vinnubrögð. Þessi keppni er hluti af mannauðsáætlun Evrópusambandsins og var Ísland virkur þátttakandi í þessu starfi. 3. Nýsköpunarsjóður námsmanna var stofnaður 1992 og áttu stúdentar allt frumkvæði í þessu efni. Hefur þessi sjóður veitt styrki í fjölmörg athyglisverð rannsókna- og nýsköpunarverkefni. 4. Rannsóknanámssjóður var stofnaður 1993 og er hlutverk hans að styrkja nemendur til frekari þjálfunar í vísindalegum vinnubrögðum, bæði á sviði grunnrannsókna og hagnýtra rannsókna. Slík þjálfun er mikilvægur þáttur í menntun til meistara- eða doktorsprófs, þar sem nemendur temja sér markviss og öguð vinnubrögð við úrlausn flókinna viðfangsefna. Sú reynsla og þjálfun nýtist vel í hinum margvíslegu störfum sem kandídatar takast á við, hvort heldur í heimi vísinda eða viðskipta. 5. Vísinda- og tækniráð er arftaki Rannsóknarráðs Íslands og veitir styrki úr nokkrum sjóðum, meðal annars Rannsóknasjóði (áður Vísindasjóði) og Tækniþróunarsjóði (áður Tæknisjóði). Nýlega var haldið upp á 20 ára afmæli Tæknigarðs en Háskóli Íslands byggði tvo slíka tæknigarða í tilefni 75 ára afmælis Háskólans árið 1986. Tæknigarður var fyrsta nýsköpunarhreiðrið fyrir sprotafyrirtæki, hinn nýsköpunargarðurinn er Efna- og líftæknihúsið á Keldnaholti og er Orf líftækni þar starfandi. Tæknigarður hefur reynst mjög farsælt frumkvöðlasetur. Á síðari árum hefur Nýsköpunarmiðstöð Íslands skapað fleiri slík nýsköpunarhreiður sem veita sprotafyrirtækjum aðstöðu til rannsókna- og þróunarstarfa. Er sú starfsemi rekin af miklum krafti og framsýni. Með þessum skrifum er vakin athygli á þeirri jákvæðu þróun sem verið hefur og er ef til vill enn umfangsmeiri en hér hefur komið fram. Nú leitar eldra sem yngra fólk leiða til að búa sig enn betur undir líf í heimi harðnandi samkeppni. Mannauðurinn verður því aðeins uppspretta auðs að hæfileikar fólksins verði ræktaðir, styrktir og virkjaðir til verðugra verkefna. Samstarf atvinnulífs og skóla þarf sífellt að rækta því markmiðið er að auka samkeppnishæfni einstaklinganna, sem leiðir svo til aukinnar samkeppnishæfni þeirra fyrirtækja og stofnana þar sem þessir einstaklingar munu starfa. Frumkvöðlar eru fólk á öllum aldri sem vill byggja upp eigin fyrirtæki og getur það verið á mjög ólíkum sviðum, ýmist lágtækni- eða hátæknifyrirtæki. Þeir sem leggja út í slík ævintýri verða að hafa dirfsku, framtakssemi og úthald því þeirra geta beðið erfiðir tímar í nokkuð mörg ár. Ef vel gengur uppskera menn ánægjuna af því að hafa skapað nýja starfsemi og nýjar afurðir sem markaður er fyrir. Reynsla frumkvöðla er eðlilega mjög misjöfn en síðustu ár hafa verið mörgum mjög erfið. Stuðningur við sprotafyrirtæki hefur yfirleitt verið mjög lítill, fjárfestar hafa í góðærinu viljað glíma við stærri verkefni sem skila skjótt miklum arði. Ef þessi nýsköpunarviðleitni á að skila því sem að er stefnt verður að styðja mun betur við uppbygginguna og markaðssetningu. Við verðum að láta þekkinguna og hugmyndaflugið vinna fyrir okkur í auknum mæli og virkja allt í senn listir, vísindi og tækni til að auka samkeppnishæfni þjóðarinnar á öllum sviðum. Þetta er vert að hafa í huga við endurreisn Íslands.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun