Lífið

Lindsay segist æla yfir trúlofun pabba

Lindsay Lohan er ekki par hrifin af ráðahag föður síns.
Lindsay Lohan er ekki par hrifin af ráðahag föður síns. Nordicphotos/Getty

Michael Lohan, faðir leikkonunnar Lindsay Lohan, trúlofaðist fyrir skemmstu fyrrverandi blaðamanninum Kate Major. Lohan og Major hafa þekkst í nokkur ár og segir hann að mikil og sterk vinátta sé á milli þeirra.

„Hún hefur verið vinkona mín í fimm ár. Ég tel að vinátta sé mikilvægari en allt annað eigi samband að ganga upp, og ég hef aldrei upplifað jafn sterka vináttu og þá sem ég á með Kate," sagði Michael í viðtali við UsMagazine.

Þegar blaðamaður tímaritsins spurði dóttur hans, Lindsay, álits svaraði hún einungis: „Ég æli. Ég þurfti ekki á þessum fréttum að halda. Oj." Leikkonan og faðir hennar hafa löngum eldað grátt silfur og hefur hún haft lítil afskipti af honum undanfarið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.