Hvaða afleiðingar hefur aðskilnaður ríkis og kirkju? Dögg Harðardóttir skrifar 22. nóvember 2010 11:50 Í umræðu um aðskilnað ríkis og kirkju undanfarið hefur hvergi opinberlega verið rætt um hvað aðskilnaður í raun og veru þýðir. Bent hefur verið á að við aðskilnað þyrfti ríkið að skila aftur jörðum sem kirkjan lét af hendi í samningi við ríkið og það ferli gæti reynst býsna flókið. Aðskilnaðarsinnar vilja hins vegar vinda sér í þá vinnu rétt eins og hún verði afgreidd á einni nóttu. Það sem mig langar til að benda á er sú þjónustuskerðing sem íbúar þessa lands gætu orðið fyrir ef þjóðkirkjan hættir að njóta fjárhagslegs stuðnings ríkisins. Yfir 90% þjóðarinnar láta jarða sig frá kristinni kirkju. Umtalsverð fækkun presta gæti haft í för með sér að íbúar Austurlands hefðu aðeins einn prest allt frá Þórshöfn á Langanesi til Hafnar í Hornafirði. Presturinn gæti búið á Egilsstöðum og þegar andlát yrði á Vopnafirði þyrftu Vopnfirðingar annað hvort að borga prestinum laun fyrir að koma til Vopnafjarðar til að jarðsyngja þar eða flytja kistuna til Egilsstaða og jarða viðkomandi þar. Íbúar höfuðborgarinnar væru ekki ánægðir með að þurfa að jarða ástvin sinn á Akranesi af því að presturinn í Grafarvogi væri í sumarleyfi. Það sem við teljum sjálfsagt í dag og léttir okkur lífið á erfiðum stundum getur orðið mun flóknara og kostnaðarsamara ef við hugsum dæmið ekki til enda. Þegar áföll verða er oft boðað til bænastunda í kirkjum landsins og þá streymir fólk til næstu kirkju. Þessi þjónusta væri hvorki sjálfsögð né auðfengin ef fækkun presta yrði óhjákvæmileg. Þó svo að einhverjum þeirra sem hafa sagt sig úr þjóðkirkjunni sé sama hvort þeir verði jarðaðir frá kaffisal í stað kirkju af leikmanni en ekki presti þá hef ég efasemdir um að meirihluti þjóðarinnar velji þann kost. Það er líka vert að benda á að fólk hefur notið þjónustu kirkjunnar hvort sem það hefur tilheyrt henni eða ekki. Í umræðu sem þessari þarf að skoða málið frá öllum hliðum því að skjótráðnar ákvarðanir koma okkur í koll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Í umræðu um aðskilnað ríkis og kirkju undanfarið hefur hvergi opinberlega verið rætt um hvað aðskilnaður í raun og veru þýðir. Bent hefur verið á að við aðskilnað þyrfti ríkið að skila aftur jörðum sem kirkjan lét af hendi í samningi við ríkið og það ferli gæti reynst býsna flókið. Aðskilnaðarsinnar vilja hins vegar vinda sér í þá vinnu rétt eins og hún verði afgreidd á einni nóttu. Það sem mig langar til að benda á er sú þjónustuskerðing sem íbúar þessa lands gætu orðið fyrir ef þjóðkirkjan hættir að njóta fjárhagslegs stuðnings ríkisins. Yfir 90% þjóðarinnar láta jarða sig frá kristinni kirkju. Umtalsverð fækkun presta gæti haft í för með sér að íbúar Austurlands hefðu aðeins einn prest allt frá Þórshöfn á Langanesi til Hafnar í Hornafirði. Presturinn gæti búið á Egilsstöðum og þegar andlát yrði á Vopnafirði þyrftu Vopnfirðingar annað hvort að borga prestinum laun fyrir að koma til Vopnafjarðar til að jarðsyngja þar eða flytja kistuna til Egilsstaða og jarða viðkomandi þar. Íbúar höfuðborgarinnar væru ekki ánægðir með að þurfa að jarða ástvin sinn á Akranesi af því að presturinn í Grafarvogi væri í sumarleyfi. Það sem við teljum sjálfsagt í dag og léttir okkur lífið á erfiðum stundum getur orðið mun flóknara og kostnaðarsamara ef við hugsum dæmið ekki til enda. Þegar áföll verða er oft boðað til bænastunda í kirkjum landsins og þá streymir fólk til næstu kirkju. Þessi þjónusta væri hvorki sjálfsögð né auðfengin ef fækkun presta yrði óhjákvæmileg. Þó svo að einhverjum þeirra sem hafa sagt sig úr þjóðkirkjunni sé sama hvort þeir verði jarðaðir frá kaffisal í stað kirkju af leikmanni en ekki presti þá hef ég efasemdir um að meirihluti þjóðarinnar velji þann kost. Það er líka vert að benda á að fólk hefur notið þjónustu kirkjunnar hvort sem það hefur tilheyrt henni eða ekki. Í umræðu sem þessari þarf að skoða málið frá öllum hliðum því að skjótráðnar ákvarðanir koma okkur í koll.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar