Erlent

Obama hvetur Kínverja til að sleppa Liu Xiaobo

Barack Obama.
Barack Obama.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hvatti kínversk stjórnvöld í dag til þess að láta Liu Xiaobo, friðarverðlaunahafa Nóbels, lausan úr fangelsi. Xiaobo var dæmdur í 11 ára fangelsi fyrir að hvetja til pólitískra umbóta og aukins tjáningar- og trúfrelsis.

Obama, sem sjálfur fékk verðlaunin í fyrra segir að flestir handhafar verðlaunanna hafi þurft að færa mun stærri fórnir en hann sjálfur. Nú hefði Liu Xiaobo bæst á þann lista en hann hefði fórnað frelsinu fyrir skoðanir sínar. „Við áköllum ríkisstjórn Kína um að láta Liu lausan eins fljótt og hægt er," sagði Obama í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×