Bjössi í Mínus kemst inn í leiklistarskóla í Danmörku 9. júlí 2010 11:00 Björn Stefánsson tónlistarmaður hefur fengið inngöngu í leiklistarskóla í Danmörku. fréttablaðið/anton Tónlistarmaðurinn Björn Stefánsson, betur þekktur sem Bjössi í Mínus, hefur leiklistarnám við Teaterskolen Holberg nú í haust. Hann segist þó ekki hættur í tónlistinni því hann mun sinna henni meðfram leiklistarnáminu. „Fréttirnar komu flestum sem ég þekki á óvart. Ég sagði engum frá því að ég ætlaði í inntökuprófið því ég nennti ekki að þurfa að útskýra mig ef ég fengi ekki inngöngu," útskýrir Björn. Hann segir leiklist og tónlist haldast svolítið í hendur og segir flesta tónlistarmenn dreyma um að verða leikara og öfugt. „Mér finnst leiklistin mjög heillandi. Mér finnst gaman að skapa karakter og halda það út að vera hann í einhvern tíma, það er eitthvað mjög heillandi við það." Inntökuprófið sjálft tók um sex klukkustundir í allt og segir Björn að hann hafi mætt kokhraustur á staðinn og ákveðinn í að láta litla dönskukunnáttu ekki aftra sér. „Ég gerði mig oft að fífli þarna en ég trúi því að ef maður gerir sitt besta þá sjái fólk það. Skólinn hefur líka boðið mér að taka dönskunám samhliða leiklistarnáminu sem ég ætla að gera. Ég er bæði spenntur og kvíðinn en ég hef alltaf haft þörf fyrir að ögra sjálfum mér og þetta er þannig verkefni." Björn mun dvelja í Danmörku næstu fjögur árin ásamt unnustu sinni og dóttur, sem hafa að hans sögn aðlagast nýjum heimkynnum vel. „Við erum búin að vera í Danmörku í rúmt ár og líður mjög vel þar. Sú litla er nánast orðin dönsk, talar tungumálið fullkomlega og gerir óspart grín að mér þegar ég segi eitthvað vitlaust," segir hann og hlær. Björn segist þó ekki hættur í tónlistinni og mun hann sinna henni eitthvað meðfram náminu. „Ég verð alltaf tónlistarmaður. En núna ætla ég að einbeita mér að náminu og minna að tónlistinni, enda krefst námið mikillar viðveru," segir Björn að lokum. sara@frettabladid.is Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Björn Stefánsson, betur þekktur sem Bjössi í Mínus, hefur leiklistarnám við Teaterskolen Holberg nú í haust. Hann segist þó ekki hættur í tónlistinni því hann mun sinna henni meðfram leiklistarnáminu. „Fréttirnar komu flestum sem ég þekki á óvart. Ég sagði engum frá því að ég ætlaði í inntökuprófið því ég nennti ekki að þurfa að útskýra mig ef ég fengi ekki inngöngu," útskýrir Björn. Hann segir leiklist og tónlist haldast svolítið í hendur og segir flesta tónlistarmenn dreyma um að verða leikara og öfugt. „Mér finnst leiklistin mjög heillandi. Mér finnst gaman að skapa karakter og halda það út að vera hann í einhvern tíma, það er eitthvað mjög heillandi við það." Inntökuprófið sjálft tók um sex klukkustundir í allt og segir Björn að hann hafi mætt kokhraustur á staðinn og ákveðinn í að láta litla dönskukunnáttu ekki aftra sér. „Ég gerði mig oft að fífli þarna en ég trúi því að ef maður gerir sitt besta þá sjái fólk það. Skólinn hefur líka boðið mér að taka dönskunám samhliða leiklistarnáminu sem ég ætla að gera. Ég er bæði spenntur og kvíðinn en ég hef alltaf haft þörf fyrir að ögra sjálfum mér og þetta er þannig verkefni." Björn mun dvelja í Danmörku næstu fjögur árin ásamt unnustu sinni og dóttur, sem hafa að hans sögn aðlagast nýjum heimkynnum vel. „Við erum búin að vera í Danmörku í rúmt ár og líður mjög vel þar. Sú litla er nánast orðin dönsk, talar tungumálið fullkomlega og gerir óspart grín að mér þegar ég segi eitthvað vitlaust," segir hann og hlær. Björn segist þó ekki hættur í tónlistinni og mun hann sinna henni eitthvað meðfram náminu. „Ég verð alltaf tónlistarmaður. En núna ætla ég að einbeita mér að náminu og minna að tónlistinni, enda krefst námið mikillar viðveru," segir Björn að lokum. sara@frettabladid.is
Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira