María Sigrún Hilmarsdóttir: Þetta er einstakur maður 20. september 2010 09:00 Reynir Pétur Ingvarsson og María Sigrún Hilmarsdóttir skemmta sér vel við gerð heimildarmyndar um göngu Reynis Péturs í kringum landið. Fréttakonan María Sigrún Hilmarsdóttir er um þessar mundir að vinna að heimildarmynd um hinn landskunna göngugarp Reyni Pétur Ingvarsson, en aldarfjórðungur er liðinn frá því að hann gekk svo eftirminnilega hringinn í kring um landið. „Ég hafði gengið með hugmyndina að myndinni í svolítinn tíma en vildi bíða eftir réttum tímapunkti til að gera hana. Reynir Pétur er einstakur maður og það muna flestir eftir þessum tíma enda fylgdi þjóðin honum vel eftir á göngunni," segir María Sigrún. Ákveðið var að ráðast í gerð myndarinnar í sumar þar sem aldarfjórðungur er liðinn frá því Reynir Pétur gekk hringinn, auk þess sem Sólheimar fagna áttatíu ára starfsafmæli sínu í ár. María Sigrún segir Reyni Pétur afskaplega jákvæðan mann með yndislega sýn á lífið sem hún telur að eigi erindi við landsmenn í dag. „Þar sem ég vinn á RÚV hef ég greiðan aðgang að öllu efninu sem tengist göngu Reynis Péturs og fannst því kjörið að gramsa svolítið í þeirri gullkistu og tvinna saman við efnið sem við erum að taka upp núna," segir hún. Tökum lýkur í október og verður myndin að frumsýnd í Sjónvarpinu síðar í vetur. Myndina vinnur María Sigrún í samstarfi við tökumanninn Guðmund Bergkvist, en þau gerðu saman heimildarmyndina Börn til sölu, sem fjallaði um mansal á stúlkubörnum í Kambódíu. María og Guðmundur voru boðin í mat til Reynis Péturs og unnustu hans að loknum einum tökudeginum. María segir gerð myndarinnar hafa verið mjög ánægjulega. „Ég kem alltaf endurnærð heim frá Sólheimum," segir hún. Fréttablaðið náði einnig tali af Reyni Pétri og spurði hann út í verkefnið og segist hann mjög spenntur fyrir verkefninu. „Auðvitað líst manni vel á þetta. Ég kom meira að segja með tillögu að nafngiftinni; Reynir Pétur, gengur betur, ég skaut þessu að Maríu og hún sagði að það gæti vel verið að þetta yrði tekið til greina," segir hann og hlær. Fréttakonunni lýsir hann sem einstaklega huggulegri og vingjarnlegri stúlku. Hann segist jafnframt vera mjög ánægður með að myndin af þeim í Fréttablaðinu verði í lit. Reynir Pétur hefur verið í sambúð með Hanný Maríu síðastliðin 26 ár og að hans sögn er unnustan engu minna spennt fyrir verkefninu en hann. „Það sem hún er ánægðust með er að hún fær að smella sér með inn í myndina, en það er auðvitað ég sem á senuna," segir göngugarpurinn að lokum og hlær dátt. sara@frettabladid.is Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
Fréttakonan María Sigrún Hilmarsdóttir er um þessar mundir að vinna að heimildarmynd um hinn landskunna göngugarp Reyni Pétur Ingvarsson, en aldarfjórðungur er liðinn frá því að hann gekk svo eftirminnilega hringinn í kring um landið. „Ég hafði gengið með hugmyndina að myndinni í svolítinn tíma en vildi bíða eftir réttum tímapunkti til að gera hana. Reynir Pétur er einstakur maður og það muna flestir eftir þessum tíma enda fylgdi þjóðin honum vel eftir á göngunni," segir María Sigrún. Ákveðið var að ráðast í gerð myndarinnar í sumar þar sem aldarfjórðungur er liðinn frá því Reynir Pétur gekk hringinn, auk þess sem Sólheimar fagna áttatíu ára starfsafmæli sínu í ár. María Sigrún segir Reyni Pétur afskaplega jákvæðan mann með yndislega sýn á lífið sem hún telur að eigi erindi við landsmenn í dag. „Þar sem ég vinn á RÚV hef ég greiðan aðgang að öllu efninu sem tengist göngu Reynis Péturs og fannst því kjörið að gramsa svolítið í þeirri gullkistu og tvinna saman við efnið sem við erum að taka upp núna," segir hún. Tökum lýkur í október og verður myndin að frumsýnd í Sjónvarpinu síðar í vetur. Myndina vinnur María Sigrún í samstarfi við tökumanninn Guðmund Bergkvist, en þau gerðu saman heimildarmyndina Börn til sölu, sem fjallaði um mansal á stúlkubörnum í Kambódíu. María og Guðmundur voru boðin í mat til Reynis Péturs og unnustu hans að loknum einum tökudeginum. María segir gerð myndarinnar hafa verið mjög ánægjulega. „Ég kem alltaf endurnærð heim frá Sólheimum," segir hún. Fréttablaðið náði einnig tali af Reyni Pétri og spurði hann út í verkefnið og segist hann mjög spenntur fyrir verkefninu. „Auðvitað líst manni vel á þetta. Ég kom meira að segja með tillögu að nafngiftinni; Reynir Pétur, gengur betur, ég skaut þessu að Maríu og hún sagði að það gæti vel verið að þetta yrði tekið til greina," segir hann og hlær. Fréttakonunni lýsir hann sem einstaklega huggulegri og vingjarnlegri stúlku. Hann segist jafnframt vera mjög ánægður með að myndin af þeim í Fréttablaðinu verði í lit. Reynir Pétur hefur verið í sambúð með Hanný Maríu síðastliðin 26 ár og að hans sögn er unnustan engu minna spennt fyrir verkefninu en hann. „Það sem hún er ánægðust með er að hún fær að smella sér með inn í myndina, en það er auðvitað ég sem á senuna," segir göngugarpurinn að lokum og hlær dátt. sara@frettabladid.is
Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira