Benedikt gerir sína fyrstu kvikmynd 24. nóvember 2010 11:00 „Myndin á að vera óður til skepnunnar sem hefur reynst okkur svona vel og er réttnefnt skip hálendisins," segir Benedikt. Mynd/Teitur. „Þetta er tvö hundruð milljóna króna mynd sem fjallar um samskipti manna og hesta, það er að segja manninn í hestinum og hestinn í manninum," segir Benedikt Erlingsson, leikari og nú brátt kvikmyndaleikstjóri. Næsta vor hefjast tökur á fyrstu kvikmynd Benedikts í fullri lengd sem hefur verið gefið vinnuheitið Hross um oss. Benedikt hefur þegar fengið leikarann Ingvar E. Sigurðsson og eiginkonu sína Charlotte Bøving til að leika stór hlutverk í myndinni en hún samanstendur af sex dæmisögum sem allar fléttast saman með einum eða öðrum hætti. „Þetta eru miklar og dramatískar frásagnir sem fjalla um samskipti manna og hesta og hvernig mannfólkið reynir að beisla náttúruna. Og þær enda annaðhvort með dauða knapans eða hrossins," útskýrir Benedikt en myndin á að gerast árið 1985. „Þegar fólk gekk enn í flottum fötum og notaði ekki hjálm," áréttar Benedikt. Leikstjórinn er mikill áhugamaður um hesta þótt hann vildi kannski vera meiri hestamaður en hann er. „Við Íslendingar erum fyrst og fremst hestaþjóð, við erum ekki siglingaþjóð. Eina verkkunnáttan sem hefur viðhaldist er umgengni við hesta, þetta er þúsund ára arfur. Við erum allavega ekki bankafólk eða verslunarmenn," segir Benedikt sem hefur unnið að gerð handritsins í tíu ár. „Myndin á að vera óður til skepnunnar sem hefur reynst okkur svona vel og er réttnefnt skip hálendisins." - fgg Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
„Þetta er tvö hundruð milljóna króna mynd sem fjallar um samskipti manna og hesta, það er að segja manninn í hestinum og hestinn í manninum," segir Benedikt Erlingsson, leikari og nú brátt kvikmyndaleikstjóri. Næsta vor hefjast tökur á fyrstu kvikmynd Benedikts í fullri lengd sem hefur verið gefið vinnuheitið Hross um oss. Benedikt hefur þegar fengið leikarann Ingvar E. Sigurðsson og eiginkonu sína Charlotte Bøving til að leika stór hlutverk í myndinni en hún samanstendur af sex dæmisögum sem allar fléttast saman með einum eða öðrum hætti. „Þetta eru miklar og dramatískar frásagnir sem fjalla um samskipti manna og hesta og hvernig mannfólkið reynir að beisla náttúruna. Og þær enda annaðhvort með dauða knapans eða hrossins," útskýrir Benedikt en myndin á að gerast árið 1985. „Þegar fólk gekk enn í flottum fötum og notaði ekki hjálm," áréttar Benedikt. Leikstjórinn er mikill áhugamaður um hesta þótt hann vildi kannski vera meiri hestamaður en hann er. „Við Íslendingar erum fyrst og fremst hestaþjóð, við erum ekki siglingaþjóð. Eina verkkunnáttan sem hefur viðhaldist er umgengni við hesta, þetta er þúsund ára arfur. Við erum allavega ekki bankafólk eða verslunarmenn," segir Benedikt sem hefur unnið að gerð handritsins í tíu ár. „Myndin á að vera óður til skepnunnar sem hefur reynst okkur svona vel og er réttnefnt skip hálendisins." - fgg
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira