Erlent

Sjúkrahús frá helvíti

Óli Tynes skrifar
Stafford sjúkrahúsið.
Stafford sjúkrahúsið.

Mikil reiði ríkir í Bretlandi eftir að birt var skýrsla um skelfilegt ástand á ríkisreknu sjúkrahúsi í Staffordsskíri.

Í skýrslunni segir að Stafford sjúkrahúsið hafi nánast hætt að hugsa um sjúklinga sína vegna þess að stjórnendur þess voru of uppteknir af því að ná markmiðum stjórnvalda um niðurskurð.

Lýsingarnar eru skelfilegar. Sjúklingar lágu vikum saman án þess að þeim væri þvegið, matur og vatn var af svo skornum skammti að fólk sem ekki komst framúr rúminu greip til þess ráðs að drekka vatn úr blómavösum.

Þeir sem ekki komust á salerni lágu í saur og þvagi nema þeir hefðu ættingja sem tóku rúmfötin með sér heim til þess að þvo þau. Aðrir fengu alvarlegar sýkingar.

Mörg dæmi voru um að fólk dytti og slasaðist eða jafnvel létist þegar það reyndi að staulast sjálft um til þess að bjarga sér.

Í skýrslunni er talað um ólýsanlegar þjáningar sem fólk hefði mátt þola og sagt að rekja megi að minnsta kosti 400 dauðsföll til vanrækslu á sjúkrahúsinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×