Hitaveitan okkar Þorvaldur Örn Árnason skrifar 5. ágúst 2010 06:00 Í tilefni mikillar umræðu um HS Orku sem áður var Hitaveita Suðurnesja verður hér litið um öxl til að sjá betur samhengi málsins og þau skref sem stigin hafa verið til að koma Hitaveitu Suðurnesja úr höndum þeirra sem byggðu hana upp sem eigið þjónustufyrirtæki. Í okkar höndumLengi vel var hitaveitan í okkar höndum. Stofnun Hitaveitu Suðurnesja var frábært framtak á 8. áratugnum. Sveitarfélögunum á Suðurnesjum tókst í sameiningu með hjálp ríkisins að byggja upp fyrirtæki til að nýta jarðvarma byggðarlögunum til hagsbóta. Fljótlega varð kyndingarkostnaður á Suðurnesjum með því lægsta sem gerist á landinu og rafmagnsverð líka. Sveitarfélögin á Suðurnesjum áttu fyrirtækið ásamt ríkinu og réðu því. Arðurinn fór aðallega í að þróa nýja tækni og byggja fyrirtækið upp hægt og sígandi. Þetta var frumraun í að virkja heitan jarðsjó en hann er mjög erfiður viðfangs. Þar varð til afar verðmæt þekking á virkjun jarðhita sem við flytjum nú út til annarra þjóða. Hitaveitan var klárlega þjónustufyrirtæki íbúa, afsprengi samvinnu sveitarfélaga og ríkis og rekið af þeim. Markmið þess var að þjóna fólkinu á Suðurnesjum sem best og gróðapungar voru víðs fjarri. Það var enginn asi á uppbyggingunni, menn fengu þann tíma sem þurfti til að þróa nýja tækni og nýta auðlindina sem best. Hitaveitan gekk vel um auðlindina og umhverfið í Svartsengi svo eftir var tekið. Engum einstæðum náttúruperlum var fórnað. Úr okkar höndumÍ ágætri grein í Fréttablaðinu 23. júlí sl. heldur Jón Þórisson því fram að uppskipting Hitaveitunnar í HS-Orku og HS-Veitur hafi verið fyrsta skrefið til einkavæðingar en því fer fjarri. Þau uppskipti eru til að þóknast regluverki Evrópusambandsins og gera það að vísu kleift að einkavæða framleiðsluhlutann en skilja veituhlutann eftir í almenningseigu. Einkavæðingarferlið hófst 2001 þegar Hitaveitunni var breytt í hlutafélag. Það var að ósk sveitarfélaganna og þar hlupu þau á sig. Þá hvarf jafnræðið og stærsti eigandinn, Reykjanesbær, fékk hreinan meirihluta í stjórn og fór strax að beita því valdi til framdráttar villtum stóriðjudraumum. Minni sveitarfélögin misstu völd og ábyrgð á félaginu og það var óheppilegt. Þetta var á blómatíma frjálshyggjunnar, á valdatíma Sjálfstæðisfokks og Framsóknar, þegar sameignarformið var fordæmt og sameiginlegar eignir voru unnvörpum „háeffaðar". Þessi aðgerð var forsenda einkavæðingar Hitaveitunnar og fyrsta skrefið í því ferli. Annað skrefið til einkavæðingar var stigið öfáum árum síðar með sölu ríkisins á 15% hlut sínum. Þar setti ríkisstjórnin það óvenjulega skilyrði að hinum eigendunum, sveitarfélögunum, var bannað að kaupa. Þetta var markvisst skref til einkavæðingar. Þá kom í ljós mikill áhugi einkafjármagnsins á að eignast þessa mjólkurkú okkar. Við þann áhuga margfaldast ímyndað verðgildi Hitaveitunnar og skuldsett sveitarfélög gátu nú selt hlutaféð fyrir hátt verð og átt fyrir skuldum og framkvæmdum. Hlutur ríkisins var seldur nýju, íslensksu skúffufyrirtæki á vegum Reykjanesbæjar og Íslandsbanka og Hannesar Smárasonar sem nefnt var Geysir grín energy. Stefnt var áfram á stóriðju og að virkja hratt og mikið. Græðgin tók öll völd enda dýrkuð á þeim tíma. Nú skyldu náttúruperlur á Reykjanesi og víðar um land blóðmjólkaðar og lítill tími gefin til að þróa nýja tækni og vanda til verka. Í 100 MW orkuveri á Reykjanesi er jarðvarminn aðeins nýttur að litlu leyti, megnið af orkunni rennur þar sem sjóðheitur sjór í stokk til sjávar. Búið er að kaupa viðbótarargræjur fyrir nokkra milljarða sem safna ryki og óvíst hvað gert verður því auðlindin er ekki talin þola meira álag til lengdar. Þetta er annað vinnulag en tíðkaðist þegar Hitaveita Suðurnesja var þjónustustofnun sveitarfélaganna sem byggðu hana upp - þegar frábært starfslið sigraðist á tækniörðugleikum og skóp þekkingu sem nú er útflutningsvara og gæti orðið auðsuppspretta fyrir gróðapunga sem engan þátt áttu í þeirri sköpun. Þriðja stóra skrefið til að koma hitaveitunni úr okkar höndum er svo þetta Magma-ævintýri sem verður ekki fjölyrt um hér. Það skref er rökrétt en þó óþarft framhald af hinum tveimur. Í okkar hendur?Veituhluti Hitaveitu Suðurnesja (HS Veitur) er enn að mestu í eigu sveitarfélaganna á hlutafélagsformi. Orkuhlutinn er það sem snýr að nýtingu auðlindanna og mikilvægt að almenningur eigi og ráðstafi áfram. Að vísu eru auðlindirnar sjálfar ekki seldar heldur leigðar til 130 ára. Hingað til hefur fólki ekki þótt það breyta miklu hvort hlutir eru seldir eða leigðir til 99 ára, hvað þá 130 ára. Svo má geta þess að HS-Orka á ennþá jarðhitalönd á Reykjanesskaga þó það sér víst bannað með lögum. Sagt er að í samningnum við Magma sé tryggt að þessi fjarlægi eigandi geti ekki spennt upp orkuverðið en e.t.v. hafa þeir strax fundið smugu með því að setja upp rennslismæla hjá notendum og fara að rukka á nýjan hátt (sjá grein Mörtu Eiríksdóttur um það mál í Víkurfréttum nýlega.) Nú er að sjá hvort stjórnvöldum takist að spyrna við fótum og tryggja áfram umráð okkar yfir auðlindum okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í tilefni mikillar umræðu um HS Orku sem áður var Hitaveita Suðurnesja verður hér litið um öxl til að sjá betur samhengi málsins og þau skref sem stigin hafa verið til að koma Hitaveitu Suðurnesja úr höndum þeirra sem byggðu hana upp sem eigið þjónustufyrirtæki. Í okkar höndumLengi vel var hitaveitan í okkar höndum. Stofnun Hitaveitu Suðurnesja var frábært framtak á 8. áratugnum. Sveitarfélögunum á Suðurnesjum tókst í sameiningu með hjálp ríkisins að byggja upp fyrirtæki til að nýta jarðvarma byggðarlögunum til hagsbóta. Fljótlega varð kyndingarkostnaður á Suðurnesjum með því lægsta sem gerist á landinu og rafmagnsverð líka. Sveitarfélögin á Suðurnesjum áttu fyrirtækið ásamt ríkinu og réðu því. Arðurinn fór aðallega í að þróa nýja tækni og byggja fyrirtækið upp hægt og sígandi. Þetta var frumraun í að virkja heitan jarðsjó en hann er mjög erfiður viðfangs. Þar varð til afar verðmæt þekking á virkjun jarðhita sem við flytjum nú út til annarra þjóða. Hitaveitan var klárlega þjónustufyrirtæki íbúa, afsprengi samvinnu sveitarfélaga og ríkis og rekið af þeim. Markmið þess var að þjóna fólkinu á Suðurnesjum sem best og gróðapungar voru víðs fjarri. Það var enginn asi á uppbyggingunni, menn fengu þann tíma sem þurfti til að þróa nýja tækni og nýta auðlindina sem best. Hitaveitan gekk vel um auðlindina og umhverfið í Svartsengi svo eftir var tekið. Engum einstæðum náttúruperlum var fórnað. Úr okkar höndumÍ ágætri grein í Fréttablaðinu 23. júlí sl. heldur Jón Þórisson því fram að uppskipting Hitaveitunnar í HS-Orku og HS-Veitur hafi verið fyrsta skrefið til einkavæðingar en því fer fjarri. Þau uppskipti eru til að þóknast regluverki Evrópusambandsins og gera það að vísu kleift að einkavæða framleiðsluhlutann en skilja veituhlutann eftir í almenningseigu. Einkavæðingarferlið hófst 2001 þegar Hitaveitunni var breytt í hlutafélag. Það var að ósk sveitarfélaganna og þar hlupu þau á sig. Þá hvarf jafnræðið og stærsti eigandinn, Reykjanesbær, fékk hreinan meirihluta í stjórn og fór strax að beita því valdi til framdráttar villtum stóriðjudraumum. Minni sveitarfélögin misstu völd og ábyrgð á félaginu og það var óheppilegt. Þetta var á blómatíma frjálshyggjunnar, á valdatíma Sjálfstæðisfokks og Framsóknar, þegar sameignarformið var fordæmt og sameiginlegar eignir voru unnvörpum „háeffaðar". Þessi aðgerð var forsenda einkavæðingar Hitaveitunnar og fyrsta skrefið í því ferli. Annað skrefið til einkavæðingar var stigið öfáum árum síðar með sölu ríkisins á 15% hlut sínum. Þar setti ríkisstjórnin það óvenjulega skilyrði að hinum eigendunum, sveitarfélögunum, var bannað að kaupa. Þetta var markvisst skref til einkavæðingar. Þá kom í ljós mikill áhugi einkafjármagnsins á að eignast þessa mjólkurkú okkar. Við þann áhuga margfaldast ímyndað verðgildi Hitaveitunnar og skuldsett sveitarfélög gátu nú selt hlutaféð fyrir hátt verð og átt fyrir skuldum og framkvæmdum. Hlutur ríkisins var seldur nýju, íslensksu skúffufyrirtæki á vegum Reykjanesbæjar og Íslandsbanka og Hannesar Smárasonar sem nefnt var Geysir grín energy. Stefnt var áfram á stóriðju og að virkja hratt og mikið. Græðgin tók öll völd enda dýrkuð á þeim tíma. Nú skyldu náttúruperlur á Reykjanesi og víðar um land blóðmjólkaðar og lítill tími gefin til að þróa nýja tækni og vanda til verka. Í 100 MW orkuveri á Reykjanesi er jarðvarminn aðeins nýttur að litlu leyti, megnið af orkunni rennur þar sem sjóðheitur sjór í stokk til sjávar. Búið er að kaupa viðbótarargræjur fyrir nokkra milljarða sem safna ryki og óvíst hvað gert verður því auðlindin er ekki talin þola meira álag til lengdar. Þetta er annað vinnulag en tíðkaðist þegar Hitaveita Suðurnesja var þjónustustofnun sveitarfélaganna sem byggðu hana upp - þegar frábært starfslið sigraðist á tækniörðugleikum og skóp þekkingu sem nú er útflutningsvara og gæti orðið auðsuppspretta fyrir gróðapunga sem engan þátt áttu í þeirri sköpun. Þriðja stóra skrefið til að koma hitaveitunni úr okkar höndum er svo þetta Magma-ævintýri sem verður ekki fjölyrt um hér. Það skref er rökrétt en þó óþarft framhald af hinum tveimur. Í okkar hendur?Veituhluti Hitaveitu Suðurnesja (HS Veitur) er enn að mestu í eigu sveitarfélaganna á hlutafélagsformi. Orkuhlutinn er það sem snýr að nýtingu auðlindanna og mikilvægt að almenningur eigi og ráðstafi áfram. Að vísu eru auðlindirnar sjálfar ekki seldar heldur leigðar til 130 ára. Hingað til hefur fólki ekki þótt það breyta miklu hvort hlutir eru seldir eða leigðir til 99 ára, hvað þá 130 ára. Svo má geta þess að HS-Orka á ennþá jarðhitalönd á Reykjanesskaga þó það sér víst bannað með lögum. Sagt er að í samningnum við Magma sé tryggt að þessi fjarlægi eigandi geti ekki spennt upp orkuverðið en e.t.v. hafa þeir strax fundið smugu með því að setja upp rennslismæla hjá notendum og fara að rukka á nýjan hátt (sjá grein Mörtu Eiríksdóttur um það mál í Víkurfréttum nýlega.) Nú er að sjá hvort stjórnvöldum takist að spyrna við fótum og tryggja áfram umráð okkar yfir auðlindum okkar.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar