Hitaveitan okkar Þorvaldur Örn Árnason skrifar 5. ágúst 2010 06:00 Í tilefni mikillar umræðu um HS Orku sem áður var Hitaveita Suðurnesja verður hér litið um öxl til að sjá betur samhengi málsins og þau skref sem stigin hafa verið til að koma Hitaveitu Suðurnesja úr höndum þeirra sem byggðu hana upp sem eigið þjónustufyrirtæki. Í okkar höndumLengi vel var hitaveitan í okkar höndum. Stofnun Hitaveitu Suðurnesja var frábært framtak á 8. áratugnum. Sveitarfélögunum á Suðurnesjum tókst í sameiningu með hjálp ríkisins að byggja upp fyrirtæki til að nýta jarðvarma byggðarlögunum til hagsbóta. Fljótlega varð kyndingarkostnaður á Suðurnesjum með því lægsta sem gerist á landinu og rafmagnsverð líka. Sveitarfélögin á Suðurnesjum áttu fyrirtækið ásamt ríkinu og réðu því. Arðurinn fór aðallega í að þróa nýja tækni og byggja fyrirtækið upp hægt og sígandi. Þetta var frumraun í að virkja heitan jarðsjó en hann er mjög erfiður viðfangs. Þar varð til afar verðmæt þekking á virkjun jarðhita sem við flytjum nú út til annarra þjóða. Hitaveitan var klárlega þjónustufyrirtæki íbúa, afsprengi samvinnu sveitarfélaga og ríkis og rekið af þeim. Markmið þess var að þjóna fólkinu á Suðurnesjum sem best og gróðapungar voru víðs fjarri. Það var enginn asi á uppbyggingunni, menn fengu þann tíma sem þurfti til að þróa nýja tækni og nýta auðlindina sem best. Hitaveitan gekk vel um auðlindina og umhverfið í Svartsengi svo eftir var tekið. Engum einstæðum náttúruperlum var fórnað. Úr okkar höndumÍ ágætri grein í Fréttablaðinu 23. júlí sl. heldur Jón Þórisson því fram að uppskipting Hitaveitunnar í HS-Orku og HS-Veitur hafi verið fyrsta skrefið til einkavæðingar en því fer fjarri. Þau uppskipti eru til að þóknast regluverki Evrópusambandsins og gera það að vísu kleift að einkavæða framleiðsluhlutann en skilja veituhlutann eftir í almenningseigu. Einkavæðingarferlið hófst 2001 þegar Hitaveitunni var breytt í hlutafélag. Það var að ósk sveitarfélaganna og þar hlupu þau á sig. Þá hvarf jafnræðið og stærsti eigandinn, Reykjanesbær, fékk hreinan meirihluta í stjórn og fór strax að beita því valdi til framdráttar villtum stóriðjudraumum. Minni sveitarfélögin misstu völd og ábyrgð á félaginu og það var óheppilegt. Þetta var á blómatíma frjálshyggjunnar, á valdatíma Sjálfstæðisfokks og Framsóknar, þegar sameignarformið var fordæmt og sameiginlegar eignir voru unnvörpum „háeffaðar". Þessi aðgerð var forsenda einkavæðingar Hitaveitunnar og fyrsta skrefið í því ferli. Annað skrefið til einkavæðingar var stigið öfáum árum síðar með sölu ríkisins á 15% hlut sínum. Þar setti ríkisstjórnin það óvenjulega skilyrði að hinum eigendunum, sveitarfélögunum, var bannað að kaupa. Þetta var markvisst skref til einkavæðingar. Þá kom í ljós mikill áhugi einkafjármagnsins á að eignast þessa mjólkurkú okkar. Við þann áhuga margfaldast ímyndað verðgildi Hitaveitunnar og skuldsett sveitarfélög gátu nú selt hlutaféð fyrir hátt verð og átt fyrir skuldum og framkvæmdum. Hlutur ríkisins var seldur nýju, íslensksu skúffufyrirtæki á vegum Reykjanesbæjar og Íslandsbanka og Hannesar Smárasonar sem nefnt var Geysir grín energy. Stefnt var áfram á stóriðju og að virkja hratt og mikið. Græðgin tók öll völd enda dýrkuð á þeim tíma. Nú skyldu náttúruperlur á Reykjanesi og víðar um land blóðmjólkaðar og lítill tími gefin til að þróa nýja tækni og vanda til verka. Í 100 MW orkuveri á Reykjanesi er jarðvarminn aðeins nýttur að litlu leyti, megnið af orkunni rennur þar sem sjóðheitur sjór í stokk til sjávar. Búið er að kaupa viðbótarargræjur fyrir nokkra milljarða sem safna ryki og óvíst hvað gert verður því auðlindin er ekki talin þola meira álag til lengdar. Þetta er annað vinnulag en tíðkaðist þegar Hitaveita Suðurnesja var þjónustustofnun sveitarfélaganna sem byggðu hana upp - þegar frábært starfslið sigraðist á tækniörðugleikum og skóp þekkingu sem nú er útflutningsvara og gæti orðið auðsuppspretta fyrir gróðapunga sem engan þátt áttu í þeirri sköpun. Þriðja stóra skrefið til að koma hitaveitunni úr okkar höndum er svo þetta Magma-ævintýri sem verður ekki fjölyrt um hér. Það skref er rökrétt en þó óþarft framhald af hinum tveimur. Í okkar hendur?Veituhluti Hitaveitu Suðurnesja (HS Veitur) er enn að mestu í eigu sveitarfélaganna á hlutafélagsformi. Orkuhlutinn er það sem snýr að nýtingu auðlindanna og mikilvægt að almenningur eigi og ráðstafi áfram. Að vísu eru auðlindirnar sjálfar ekki seldar heldur leigðar til 130 ára. Hingað til hefur fólki ekki þótt það breyta miklu hvort hlutir eru seldir eða leigðir til 99 ára, hvað þá 130 ára. Svo má geta þess að HS-Orka á ennþá jarðhitalönd á Reykjanesskaga þó það sér víst bannað með lögum. Sagt er að í samningnum við Magma sé tryggt að þessi fjarlægi eigandi geti ekki spennt upp orkuverðið en e.t.v. hafa þeir strax fundið smugu með því að setja upp rennslismæla hjá notendum og fara að rukka á nýjan hátt (sjá grein Mörtu Eiríksdóttur um það mál í Víkurfréttum nýlega.) Nú er að sjá hvort stjórnvöldum takist að spyrna við fótum og tryggja áfram umráð okkar yfir auðlindum okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Í tilefni mikillar umræðu um HS Orku sem áður var Hitaveita Suðurnesja verður hér litið um öxl til að sjá betur samhengi málsins og þau skref sem stigin hafa verið til að koma Hitaveitu Suðurnesja úr höndum þeirra sem byggðu hana upp sem eigið þjónustufyrirtæki. Í okkar höndumLengi vel var hitaveitan í okkar höndum. Stofnun Hitaveitu Suðurnesja var frábært framtak á 8. áratugnum. Sveitarfélögunum á Suðurnesjum tókst í sameiningu með hjálp ríkisins að byggja upp fyrirtæki til að nýta jarðvarma byggðarlögunum til hagsbóta. Fljótlega varð kyndingarkostnaður á Suðurnesjum með því lægsta sem gerist á landinu og rafmagnsverð líka. Sveitarfélögin á Suðurnesjum áttu fyrirtækið ásamt ríkinu og réðu því. Arðurinn fór aðallega í að þróa nýja tækni og byggja fyrirtækið upp hægt og sígandi. Þetta var frumraun í að virkja heitan jarðsjó en hann er mjög erfiður viðfangs. Þar varð til afar verðmæt þekking á virkjun jarðhita sem við flytjum nú út til annarra þjóða. Hitaveitan var klárlega þjónustufyrirtæki íbúa, afsprengi samvinnu sveitarfélaga og ríkis og rekið af þeim. Markmið þess var að þjóna fólkinu á Suðurnesjum sem best og gróðapungar voru víðs fjarri. Það var enginn asi á uppbyggingunni, menn fengu þann tíma sem þurfti til að þróa nýja tækni og nýta auðlindina sem best. Hitaveitan gekk vel um auðlindina og umhverfið í Svartsengi svo eftir var tekið. Engum einstæðum náttúruperlum var fórnað. Úr okkar höndumÍ ágætri grein í Fréttablaðinu 23. júlí sl. heldur Jón Þórisson því fram að uppskipting Hitaveitunnar í HS-Orku og HS-Veitur hafi verið fyrsta skrefið til einkavæðingar en því fer fjarri. Þau uppskipti eru til að þóknast regluverki Evrópusambandsins og gera það að vísu kleift að einkavæða framleiðsluhlutann en skilja veituhlutann eftir í almenningseigu. Einkavæðingarferlið hófst 2001 þegar Hitaveitunni var breytt í hlutafélag. Það var að ósk sveitarfélaganna og þar hlupu þau á sig. Þá hvarf jafnræðið og stærsti eigandinn, Reykjanesbær, fékk hreinan meirihluta í stjórn og fór strax að beita því valdi til framdráttar villtum stóriðjudraumum. Minni sveitarfélögin misstu völd og ábyrgð á félaginu og það var óheppilegt. Þetta var á blómatíma frjálshyggjunnar, á valdatíma Sjálfstæðisfokks og Framsóknar, þegar sameignarformið var fordæmt og sameiginlegar eignir voru unnvörpum „háeffaðar". Þessi aðgerð var forsenda einkavæðingar Hitaveitunnar og fyrsta skrefið í því ferli. Annað skrefið til einkavæðingar var stigið öfáum árum síðar með sölu ríkisins á 15% hlut sínum. Þar setti ríkisstjórnin það óvenjulega skilyrði að hinum eigendunum, sveitarfélögunum, var bannað að kaupa. Þetta var markvisst skref til einkavæðingar. Þá kom í ljós mikill áhugi einkafjármagnsins á að eignast þessa mjólkurkú okkar. Við þann áhuga margfaldast ímyndað verðgildi Hitaveitunnar og skuldsett sveitarfélög gátu nú selt hlutaféð fyrir hátt verð og átt fyrir skuldum og framkvæmdum. Hlutur ríkisins var seldur nýju, íslensksu skúffufyrirtæki á vegum Reykjanesbæjar og Íslandsbanka og Hannesar Smárasonar sem nefnt var Geysir grín energy. Stefnt var áfram á stóriðju og að virkja hratt og mikið. Græðgin tók öll völd enda dýrkuð á þeim tíma. Nú skyldu náttúruperlur á Reykjanesi og víðar um land blóðmjólkaðar og lítill tími gefin til að þróa nýja tækni og vanda til verka. Í 100 MW orkuveri á Reykjanesi er jarðvarminn aðeins nýttur að litlu leyti, megnið af orkunni rennur þar sem sjóðheitur sjór í stokk til sjávar. Búið er að kaupa viðbótarargræjur fyrir nokkra milljarða sem safna ryki og óvíst hvað gert verður því auðlindin er ekki talin þola meira álag til lengdar. Þetta er annað vinnulag en tíðkaðist þegar Hitaveita Suðurnesja var þjónustustofnun sveitarfélaganna sem byggðu hana upp - þegar frábært starfslið sigraðist á tækniörðugleikum og skóp þekkingu sem nú er útflutningsvara og gæti orðið auðsuppspretta fyrir gróðapunga sem engan þátt áttu í þeirri sköpun. Þriðja stóra skrefið til að koma hitaveitunni úr okkar höndum er svo þetta Magma-ævintýri sem verður ekki fjölyrt um hér. Það skref er rökrétt en þó óþarft framhald af hinum tveimur. Í okkar hendur?Veituhluti Hitaveitu Suðurnesja (HS Veitur) er enn að mestu í eigu sveitarfélaganna á hlutafélagsformi. Orkuhlutinn er það sem snýr að nýtingu auðlindanna og mikilvægt að almenningur eigi og ráðstafi áfram. Að vísu eru auðlindirnar sjálfar ekki seldar heldur leigðar til 130 ára. Hingað til hefur fólki ekki þótt það breyta miklu hvort hlutir eru seldir eða leigðir til 99 ára, hvað þá 130 ára. Svo má geta þess að HS-Orka á ennþá jarðhitalönd á Reykjanesskaga þó það sér víst bannað með lögum. Sagt er að í samningnum við Magma sé tryggt að þessi fjarlægi eigandi geti ekki spennt upp orkuverðið en e.t.v. hafa þeir strax fundið smugu með því að setja upp rennslismæla hjá notendum og fara að rukka á nýjan hátt (sjá grein Mörtu Eiríksdóttur um það mál í Víkurfréttum nýlega.) Nú er að sjá hvort stjórnvöldum takist að spyrna við fótum og tryggja áfram umráð okkar yfir auðlindum okkar.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun