MORFÍS-keppni um börnin Kristinn Þór Sigurjónsson skrifar 16. desember 2010 05:15 Skilnaður eða sambúðarslit eru víst seint talin til þess besta sem fólk almennt fer í gegnum, en ljótasta mynd þessa ferlis kemur fram þegar upp koma deilur um forsjá barna. Undanfarin ár hefur sú jákvæða þróun verið að oftar en ekki semja foreldrar um sameiginlega forsjá og þó svo að Þjóðskrá bjóði ekki upp á tvískiptingu lögheimilis eru þetta allt skref í rétta átt. En ástæða þessara skrifa nú er þau tilvik þar sem ekki reynist unnt hjá foreldrum að semja um forsjá án aðstoðar dómstóla. Í dag er ferli forsjármála sams konar og í öðrum einkamálum fyrir dómi. Oftar en ekki ráða foreldrar til sín lögfræðinga til að sjá um málaundirbúning og málflutning - og þessir lögfræðingar fara síðan í MORFÍS-keppni um börnin. Ég líki þessu ferli saman við þann málflutning, þar sem markmiðið er að vinna með öllum tiltækum ráðum - án þess að horfa í hvað sé rétt og/eða satt. Samkvæmt barnalögum er litið svo á að dæmt sé í forsjármálum samkvæmt því sem sé börnunum fyrir bestu. Þrátt fyrir það hafa börnin engan lögfræðing og í raun engan talsmann fyrir dómi. Fyrirkomulagið í dag er þannig að lögfræðingur (A) reynir að draga fram allt það neikvæða í fari skjólstæðings (B), hvort sem það sé sannleikanum samkvæmt eða stórkostlega ýkt. Þannig gengur þetta í báðar áttir þannig að fyrir dómara situr eftir vitnisburður um hversu óhæf bæði eru. Fyrir dómara liggur þá það verkefni að velja það foreldri sem hann metur minna vanhæft til að bera ábyrgð á barninu. Núverandi kerfi getur aðeins kallað fram það neikvæðasta sem hægt er að finna upp eða skálda um málsaðila, nema barnið sem virðist sitja eftir sem aukaaðili málsins. Sönnunarfærsla í málum sem þessum er flókin ef ekki ómöguleg - því oft eru þetta frásagnir af sama atburði frá sitthvoru sjónarhorni sem almennt er ekki skjalfest með formlegum hætti. Það sem slær höfund í slíku ferli er skortur á réttum og sanngjörnum málflutningi frá báðum aðilum málsins (miðað við núverandi fyrirkomulag). Er það virkilega þannig að við sambúðarslit breytist foreldrar úr ástríku foreldri í óhæfa og sjálfhverfa eiginhagsmunaseggi sem eiga helst ekki að koma nálægt uppeldi barna? Þessi tilhögun mála er að mati höfundar vægast sagt röng. Réttara væri ef foreldrum væri óheimilt að ráða til sín lögfræðinga, og þannig draga úr líkum á að betri lögfræðingur sé ávísun á að verða dæmt minna vanhæft foreldri. Þess í stað verði barninu skipaður lögfræðingur sem vinnur samkvæmt barnalögum og tekur skýrslu af þeim aðilum sem hann telur til þess fallna að gefa sem réttustu mynd. Þessi lögfræðingur gefur síðan hlutlausa skýrslu til dómara sem úrskurðar svo hvort foreldrið sé hæfara, ekki minna vanhæft. Síðan fellur kostaður við þennan lögfræðing jafnt á foreldrana, ólíkt þeirri venju að dæma allan lögfræðikostnað á meira vanhæfa foreldrið. Það tekur jú tvo til að deila í þessum málum sem öðrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Sjá meira
Skilnaður eða sambúðarslit eru víst seint talin til þess besta sem fólk almennt fer í gegnum, en ljótasta mynd þessa ferlis kemur fram þegar upp koma deilur um forsjá barna. Undanfarin ár hefur sú jákvæða þróun verið að oftar en ekki semja foreldrar um sameiginlega forsjá og þó svo að Þjóðskrá bjóði ekki upp á tvískiptingu lögheimilis eru þetta allt skref í rétta átt. En ástæða þessara skrifa nú er þau tilvik þar sem ekki reynist unnt hjá foreldrum að semja um forsjá án aðstoðar dómstóla. Í dag er ferli forsjármála sams konar og í öðrum einkamálum fyrir dómi. Oftar en ekki ráða foreldrar til sín lögfræðinga til að sjá um málaundirbúning og málflutning - og þessir lögfræðingar fara síðan í MORFÍS-keppni um börnin. Ég líki þessu ferli saman við þann málflutning, þar sem markmiðið er að vinna með öllum tiltækum ráðum - án þess að horfa í hvað sé rétt og/eða satt. Samkvæmt barnalögum er litið svo á að dæmt sé í forsjármálum samkvæmt því sem sé börnunum fyrir bestu. Þrátt fyrir það hafa börnin engan lögfræðing og í raun engan talsmann fyrir dómi. Fyrirkomulagið í dag er þannig að lögfræðingur (A) reynir að draga fram allt það neikvæða í fari skjólstæðings (B), hvort sem það sé sannleikanum samkvæmt eða stórkostlega ýkt. Þannig gengur þetta í báðar áttir þannig að fyrir dómara situr eftir vitnisburður um hversu óhæf bæði eru. Fyrir dómara liggur þá það verkefni að velja það foreldri sem hann metur minna vanhæft til að bera ábyrgð á barninu. Núverandi kerfi getur aðeins kallað fram það neikvæðasta sem hægt er að finna upp eða skálda um málsaðila, nema barnið sem virðist sitja eftir sem aukaaðili málsins. Sönnunarfærsla í málum sem þessum er flókin ef ekki ómöguleg - því oft eru þetta frásagnir af sama atburði frá sitthvoru sjónarhorni sem almennt er ekki skjalfest með formlegum hætti. Það sem slær höfund í slíku ferli er skortur á réttum og sanngjörnum málflutningi frá báðum aðilum málsins (miðað við núverandi fyrirkomulag). Er það virkilega þannig að við sambúðarslit breytist foreldrar úr ástríku foreldri í óhæfa og sjálfhverfa eiginhagsmunaseggi sem eiga helst ekki að koma nálægt uppeldi barna? Þessi tilhögun mála er að mati höfundar vægast sagt röng. Réttara væri ef foreldrum væri óheimilt að ráða til sín lögfræðinga, og þannig draga úr líkum á að betri lögfræðingur sé ávísun á að verða dæmt minna vanhæft foreldri. Þess í stað verði barninu skipaður lögfræðingur sem vinnur samkvæmt barnalögum og tekur skýrslu af þeim aðilum sem hann telur til þess fallna að gefa sem réttustu mynd. Þessi lögfræðingur gefur síðan hlutlausa skýrslu til dómara sem úrskurðar svo hvort foreldrið sé hæfara, ekki minna vanhæft. Síðan fellur kostaður við þennan lögfræðing jafnt á foreldrana, ólíkt þeirri venju að dæma allan lögfræðikostnað á meira vanhæfa foreldrið. Það tekur jú tvo til að deila í þessum málum sem öðrum.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun