Erlent

Brasilískur trúður stefnir hraðbyri á þing

Þeir sem lítið álit hafa á stjórnmálum og stjórnmálamönnum grípa oft til þess að kalla þá sem sækjast eftir pólitískum frama trúða. Í þingkosningunum í Brasilíu sem styttist í gæti hinsvegar farið svo að eiginlegur trúður nái þingsæti.

Tíríríka er trúður sem hefur í gegnum árin sérhæft sig í því að gera grín að stjórnmálamönnum og getið sér nokkurrar frægðar fyrir. Nú hefur hann ákveðið að bjóða sig sjálfur fram til þings og eykst fylgi hans dag frá degi. Kjörorð trúðsins er: „Kjósið mig - það getur ekki versnað".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×