Lækkun skulda getur oltið á þúsundköllum Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 3. desember 2010 19:00 Fáeinir þúsundkallar í tekjum geta skilið á milli þeirra sem fá milljónir felldar niður af húsnæðisskuldum sínum - og hinna sem ekkert fá, samkvæmt aðgerðum sem ríkisstjórnin og fjármálakerfið kynnti í dag. Segja má að stærsta aðgerðin sé samkomulag um að bjóða öllum yfirveðsettum heimilum að færa lán þeirra niður í 110% af fasteignamati eignar. Með ákveðnum girðingum þó. Tökum dæmi af hinni sígildu kjarnafjölskyldu. Hjónin tóku tæplega 90% lán snemma árs 2005, upp á 20,5 milljónir króna og keyptu fjögurra herbergja íbúð í Hlíðunum á 23 milljónir kr. Lánið er í skilum, en með greiðslujöfnun, og stendur í dag í 29,3 milljónum króna. Eftir að hafa greitt samviskusamlega af láninu í tæplega sex ár, er lánið því nærri 9 milljónum króna hærra en þegar hjónin tóku það, vegna verðbólgu. Samkvæmt upplýsingum hjá Fasteignamati ríkisins má ætla að fasteignamat svona íbúðar verði um 23 milljónir króna um áramót. Lækkun láns niður í 110% af fasteignamati myndi þá þýða að lánið lækkaði niður í 25,3 milljónir króna. Slík niðurfelling er þó ekki sjálfgefin - hún er háð því að mánaðarlegar afborganir hjónanna séu yfir 20% af heildartekjum þeirra. Án greiðslujöfnunar væru þau, samkvæmt útreikningum banka, að borga 134 þúsund krónur á mánuði af láninu. Hjónin eru nýskriðin yfir þrítugt, meðaltekjur fólks á þeim aldri eru 656 þúsund kr. á mánuði árið 2009 samkvæmt gögnum Hagstofunnar. 20% af því eru 131 þúsund krónur - og þar sem þau greiða 134 þús. kr. af láni sínu á mánuði, þá eru þau rétt yfir mörkum og fá því fjórar milljónir króna felldar niður af sínu láni. Þarna má þó litlu muna, þessi hjón eru 3000 krónum réttu megin við strikið. Hafi þau hins vegar reynt að vinna meir, taka eina aukavakt eða svo, til að bæta sér upp dýrtíðina í landinu er hætt við að þessi hjón hröpuðu niður fyrir línuna og fengju enga niðurfellingu skulda. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Sjá meira
Fáeinir þúsundkallar í tekjum geta skilið á milli þeirra sem fá milljónir felldar niður af húsnæðisskuldum sínum - og hinna sem ekkert fá, samkvæmt aðgerðum sem ríkisstjórnin og fjármálakerfið kynnti í dag. Segja má að stærsta aðgerðin sé samkomulag um að bjóða öllum yfirveðsettum heimilum að færa lán þeirra niður í 110% af fasteignamati eignar. Með ákveðnum girðingum þó. Tökum dæmi af hinni sígildu kjarnafjölskyldu. Hjónin tóku tæplega 90% lán snemma árs 2005, upp á 20,5 milljónir króna og keyptu fjögurra herbergja íbúð í Hlíðunum á 23 milljónir kr. Lánið er í skilum, en með greiðslujöfnun, og stendur í dag í 29,3 milljónum króna. Eftir að hafa greitt samviskusamlega af láninu í tæplega sex ár, er lánið því nærri 9 milljónum króna hærra en þegar hjónin tóku það, vegna verðbólgu. Samkvæmt upplýsingum hjá Fasteignamati ríkisins má ætla að fasteignamat svona íbúðar verði um 23 milljónir króna um áramót. Lækkun láns niður í 110% af fasteignamati myndi þá þýða að lánið lækkaði niður í 25,3 milljónir króna. Slík niðurfelling er þó ekki sjálfgefin - hún er háð því að mánaðarlegar afborganir hjónanna séu yfir 20% af heildartekjum þeirra. Án greiðslujöfnunar væru þau, samkvæmt útreikningum banka, að borga 134 þúsund krónur á mánuði af láninu. Hjónin eru nýskriðin yfir þrítugt, meðaltekjur fólks á þeim aldri eru 656 þúsund kr. á mánuði árið 2009 samkvæmt gögnum Hagstofunnar. 20% af því eru 131 þúsund krónur - og þar sem þau greiða 134 þús. kr. af láni sínu á mánuði, þá eru þau rétt yfir mörkum og fá því fjórar milljónir króna felldar niður af sínu láni. Þarna má þó litlu muna, þessi hjón eru 3000 krónum réttu megin við strikið. Hafi þau hins vegar reynt að vinna meir, taka eina aukavakt eða svo, til að bæta sér upp dýrtíðina í landinu er hætt við að þessi hjón hröpuðu niður fyrir línuna og fengju enga niðurfellingu skulda.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Sjá meira