Kjósið mig Eiríkur Mörk Valsson skrifar 26. nóvember 2010 12:33 Á morgun göngum við til kosninga til Stjórnlagaþings, sem er einstakt í sögu þjóðarinnar. Mikilvægt er að á slíkt þing veljist sem breiðastur hópur fulltrúa, sem endurspeglar þau mismunandi viðhorf, sem uppi eru í þjóðfélagi okkar. Fólk með fjölbreytilegan bakgrunn, sem sér málin frá mismunandi sjónarhornum og er tilbúið til að vinna að sameiginlegri niðurstöðu. Því meiri einhugur sem næst meðal fulltrúanna, því meiri líkur eru á að Alþingi samþykki nýja stjórnarskrá Stjórnlagaþingsins. Ástæða þess að ég býð fram krafta mína til þessa þjóðþrifamáls, er einfaldlega sú að ég tel mig eiga fullt erindi á stjórnlagaþingið! Ég hef fylgst með þjóðmálum af miklum áhuga áratugum saman og ekki minnkaði sá áhugi minn við að verða þeirrar einstæðu gæfu aðnjótandi að sitja Þjóðfundinn 2009. Ég bý á höfuðborgarsvæðinu, í Kópavogi, en hef búið nærri helming ævi minnar annars vegar úti á landi, í Hveragerði og á Ísafirði, hins vegar erlendis, í Danmörku. Búseta mín hefur þannig gert mér kleift að sjá þjóðmálin frá mismunandi sjónarhornum, en sú dýrmæta reynsla hefur eðlilega veitt mér víðtækari skilning á mismunandi viðhorfum. Þegar ég ákvað að gefa kost á mér vildi ég vera viss um að almenningur - venjulegt fólk - ætti þess kost að velja a.m.k. einn fulltrúa úr sínum röðum. Niðurstöður skoðanakönnunar um daginn sýna að áherslurnar sem ég lagði af stað með - og held mig við - eiga mikinn og góðan samhljóm með afstöðu almennings. Ég gef kost á mér sem fulltrúi fólksins, meginþorra þjóðarinnar, sem finnst sjálfsagt að almenningur hafi úrslitaáhrif á stjórnarfar landsins. Mikilsvert er að stjórnvöld séu sífellt minnt á af hverjum þau þiggja völdin sín. Ég hef áður gert grein fyrir helstu áherslumálum mínum við endurritun stjórnarskrár Íslands og stikla því á stóru nú. Ég legg áherslu á ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur, þannig að tiltekinn fjöldi kjósenda , svo og minnihluti þingmanna, geti skotið málum til þjóðarinnar. Þjóðin skal vera stjórnarskrárgjafi, en Alþingi starfa í umboði hennar og vera sér ávallt meðvitað um þá skipan mála. Skerpa þarf skilin milli löggjafans og framkvæmdavaldsins, þannig að ráðherrar eigi ekki jafnframt sæti á Alþingi. Verulega þarf að efla eftirlitsþátt Alþingis og styrkja stöðu þess gagnvart framkvæmdavaldinu. Dómsvaldinu þarf að tryggja sjálfstæði og skilgreina hlutverk þess betur en nú er raunin, m.a. með gegnsærri og lýðræðislegri vinnubrögðum við skipan dómara. Þá eru ótalin umhverfismálin og auðlindirnar. Ég styð eindregið ákvæði um þjóðareign á auðlindunum okkar í nýrri stjórnarskrá. Fyrsta skrefið í þá átt er að ná samstöðu um skilgreiningu á hugtökunum auðlind og þjóðareign. Örðugt getur það orðið, en vitaskuld mögulegt - ef viljinn er fyrir hendi. Þann vilja hef ég! Viljann til að vinna af heilindum að því að gera stjórnarskrána okkar verulega betri; nokkuð sem stjórnlagaþingið veitir okkur einstakt tækifæri til. Ég vil vinna fyrir þig! Vinna af heilindum og víðsýni til að stjórnlagaþingið skili árangri fyrir okkur öll um langa framtíð. Ein leiðin að því marki er að kjósa mig - setja 2974 efst á blað! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Á morgun göngum við til kosninga til Stjórnlagaþings, sem er einstakt í sögu þjóðarinnar. Mikilvægt er að á slíkt þing veljist sem breiðastur hópur fulltrúa, sem endurspeglar þau mismunandi viðhorf, sem uppi eru í þjóðfélagi okkar. Fólk með fjölbreytilegan bakgrunn, sem sér málin frá mismunandi sjónarhornum og er tilbúið til að vinna að sameiginlegri niðurstöðu. Því meiri einhugur sem næst meðal fulltrúanna, því meiri líkur eru á að Alþingi samþykki nýja stjórnarskrá Stjórnlagaþingsins. Ástæða þess að ég býð fram krafta mína til þessa þjóðþrifamáls, er einfaldlega sú að ég tel mig eiga fullt erindi á stjórnlagaþingið! Ég hef fylgst með þjóðmálum af miklum áhuga áratugum saman og ekki minnkaði sá áhugi minn við að verða þeirrar einstæðu gæfu aðnjótandi að sitja Þjóðfundinn 2009. Ég bý á höfuðborgarsvæðinu, í Kópavogi, en hef búið nærri helming ævi minnar annars vegar úti á landi, í Hveragerði og á Ísafirði, hins vegar erlendis, í Danmörku. Búseta mín hefur þannig gert mér kleift að sjá þjóðmálin frá mismunandi sjónarhornum, en sú dýrmæta reynsla hefur eðlilega veitt mér víðtækari skilning á mismunandi viðhorfum. Þegar ég ákvað að gefa kost á mér vildi ég vera viss um að almenningur - venjulegt fólk - ætti þess kost að velja a.m.k. einn fulltrúa úr sínum röðum. Niðurstöður skoðanakönnunar um daginn sýna að áherslurnar sem ég lagði af stað með - og held mig við - eiga mikinn og góðan samhljóm með afstöðu almennings. Ég gef kost á mér sem fulltrúi fólksins, meginþorra þjóðarinnar, sem finnst sjálfsagt að almenningur hafi úrslitaáhrif á stjórnarfar landsins. Mikilsvert er að stjórnvöld séu sífellt minnt á af hverjum þau þiggja völdin sín. Ég hef áður gert grein fyrir helstu áherslumálum mínum við endurritun stjórnarskrár Íslands og stikla því á stóru nú. Ég legg áherslu á ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur, þannig að tiltekinn fjöldi kjósenda , svo og minnihluti þingmanna, geti skotið málum til þjóðarinnar. Þjóðin skal vera stjórnarskrárgjafi, en Alþingi starfa í umboði hennar og vera sér ávallt meðvitað um þá skipan mála. Skerpa þarf skilin milli löggjafans og framkvæmdavaldsins, þannig að ráðherrar eigi ekki jafnframt sæti á Alþingi. Verulega þarf að efla eftirlitsþátt Alþingis og styrkja stöðu þess gagnvart framkvæmdavaldinu. Dómsvaldinu þarf að tryggja sjálfstæði og skilgreina hlutverk þess betur en nú er raunin, m.a. með gegnsærri og lýðræðislegri vinnubrögðum við skipan dómara. Þá eru ótalin umhverfismálin og auðlindirnar. Ég styð eindregið ákvæði um þjóðareign á auðlindunum okkar í nýrri stjórnarskrá. Fyrsta skrefið í þá átt er að ná samstöðu um skilgreiningu á hugtökunum auðlind og þjóðareign. Örðugt getur það orðið, en vitaskuld mögulegt - ef viljinn er fyrir hendi. Þann vilja hef ég! Viljann til að vinna af heilindum að því að gera stjórnarskrána okkar verulega betri; nokkuð sem stjórnlagaþingið veitir okkur einstakt tækifæri til. Ég vil vinna fyrir þig! Vinna af heilindum og víðsýni til að stjórnlagaþingið skili árangri fyrir okkur öll um langa framtíð. Ein leiðin að því marki er að kjósa mig - setja 2974 efst á blað!
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar