Háskólakerfi í kreppu 8. mars 2010 06:00 Hörður Filippusson skrifar um háskóla Sagt er að fjárveitingar til háskólastigsins á Íslandi verði á næstu árum skornar um 25%. Slíkt verður ekki sársaukalaust og háskólastarfið verður ekki svipur hjá sjón ef af verður. Staðfest var af Ríkisendurskoðun 2005 að í gervallri Evrópu fyndist ekki tekjulægri háskóli en Háskóli Íslands nema í Króatíu. Fjárveitingar til kennslu hafa ekki batnað síðan þá. Hækkun fjárveitinga til rannsókna var hafin samkvæmt áætlun sem nú hefur verið stöðvuð. Útlitið er því vægast sagt ekki glæsilegt.Hvað þarf marga háskóla á Íslandi?Nú eru á Íslandi sjö háskólar, allir fjármagnaðir af opinberu fé, líka einkaskólarnir tveir sem fá sama kennsluframlag á hvern nemanda og ríkisskólarnir auk skólagjalda sem Lánasjóður námsmanna fjármagnar og jafngilda ríkisframlagi að hálfu. Framlög ríkis til rannsókna eru hins vegar mismunandi eftir skólum enda eðlilegt að ríkið styðji við rannsóknir í háskólum þar sem það hefur byggt upp stofnanir, innviði og aðstöðu. Eru háskólarnir of margir? Berum okkur saman við önnur lönd. Í USA eru um 250 rannsóknaháskólar en þar eru íbúar 1.000 sinnum fleiri en Íslendingar og samsvarandi fjöldi skóla á Íslandi um fjórðungur úr skóla. Bak við hvern bandarískan háskóla eru meira en ein milljón íbúa, eins er í Japan. Í Bretlandi er tæplega hálf milljón íbúa bak við hvern skóla. Er ekki eðlilegt að Ísland einbeiti sér að því að reka einn ríkisháskóla? Á að sameina ríkisháskólana?Nú eru ríkisháskólarnir fimm, HÍ, HA, Landbúnaðarháskólinn, Hólaskóli og Listaháskólinn. Tveir þeir fyrstnefndu eru fjöldeildaháskólar en hinir sérhæfðir. Ef til vill væri hagkvæmt að sameina þá alla undir merkjum Háskóla Íslands. Við það mundi eitthvað sparast yfirbyggingu en það kann að verða torsótt því allir hafa skólarnir metnað til sjálfstæðis. Það er líka eðlilegt að faglegt sjálfstæði einstakra eininga innan háskóla sé sem mest. Hins vegar mætti hagræða mjög innan háskólakerfisins með verkaskiptingu. Milli líf- og umhverfisvísindadeildar HÍ og Hólaskóla er t.d. í gildi samningur um tveggja ára grunnnám við HÍ og síðan eins árs sérhæfingu á Hólum í þeim greinum sem Hólamenn kunna öðrum betur. Ef slík verkaskipting er vel útfærð skiptir minna máli hvort stofnun eins og Hólaskóli er formlega sjálfstæð eða hluti af Háskóla Íslands. Mikilvægast er að ekki séu reknar samskonar námsleiðir á mörgum stöðum og að innviðum svo sem rannsóknaaðstöðu og tækjabúnaði sé ekki dreift úr hófi með auknum kostnaði og verri nýtingu sem af því leiðir. Stofnun eins og Háskóli Íslands virðist býsna stór utanfrá séð en einstakar einingar hans eru margar hverjar litlar og fámennar, starfsmenn of fáir, sérhæfing og tækjakostur á of þröngu sviði og stoðþjónusta veikburða. Líkja má þessu við píanó þar sem einstakar nótur eða jafnvel heilar áttundir vantar. Á slíkt hljóðfæri verða ekki leikin flókin tónverk. Það er skynsamlegt að efla starfseiningar á hverju fræðasviði á einum stað frekar en að dreifa aðstöðunni á margar stofnanir. Hvað þarf mörg háskólapláss á Íslandi?Háskólanemum hefur fjölgað mjög á Íslandi og kemur þar margt til, fjölgun háskólaplássa, eldra fólk hefur sótt í nám og atvinnuleysi hefur aukið aðsókn að námi. Árið 2009 voru rúmlega 18.200 nemendur við nám á háskólastigi á landinu og auk fjölmargra (2.380 árið 2008) við erlenda háskóla. Er þetta hæfilegur fjöldi nemenda? Bretar settu sér það markmið að 50% hvers árgangs lykju prófi á háskólastigi. Á Íslandi eru um 4.800 einstaklingar í hverjum fæðingarárgangi. Það þarf 12.000 háskólapláss ef helmingur þeirra situr fimm ár í skóla. Við höldum úti yfir 20.000 sætum fyrir nemendur í hefðbundnu háskólanámi. Ljóst er að til lengri tíma litið hlýtur íslenskum nemendum á háskólastigi að fækka verulega. Í riti OECD, Education at a Glance 2009, má sjá að Íslendingar brautskráðu 2007 flesta nemendur úr hefðbundnu háskólanámi til fyrstu gráðu (Tertiary Type-A) en hins vegar miklu færri af starfsmiðuðum brautum á háskólastigi (Tertiary Type-B). Er þetta eðlilegt? Verði 25% skorin af fjárveitingum til háskóla hlýtur annað hvort undan að láta, magn eða gæði. Flatur niðurskurður rýrir gæði menntunar í öllum skólum og er því óviðunandi lausn. Óhjákvæmilegt verður fyrir ríkið að fækka nemendaplássum og skólum en jafnframt þarf að viðhalda kjarnastarfsemi ríkisháskólanna. Í þeim er að finna frjómagn framtíðaruppbyggingar Íslands. Höfundur er prófessor í lífefnafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Hörður Filippusson skrifar um háskóla Sagt er að fjárveitingar til háskólastigsins á Íslandi verði á næstu árum skornar um 25%. Slíkt verður ekki sársaukalaust og háskólastarfið verður ekki svipur hjá sjón ef af verður. Staðfest var af Ríkisendurskoðun 2005 að í gervallri Evrópu fyndist ekki tekjulægri háskóli en Háskóli Íslands nema í Króatíu. Fjárveitingar til kennslu hafa ekki batnað síðan þá. Hækkun fjárveitinga til rannsókna var hafin samkvæmt áætlun sem nú hefur verið stöðvuð. Útlitið er því vægast sagt ekki glæsilegt.Hvað þarf marga háskóla á Íslandi?Nú eru á Íslandi sjö háskólar, allir fjármagnaðir af opinberu fé, líka einkaskólarnir tveir sem fá sama kennsluframlag á hvern nemanda og ríkisskólarnir auk skólagjalda sem Lánasjóður námsmanna fjármagnar og jafngilda ríkisframlagi að hálfu. Framlög ríkis til rannsókna eru hins vegar mismunandi eftir skólum enda eðlilegt að ríkið styðji við rannsóknir í háskólum þar sem það hefur byggt upp stofnanir, innviði og aðstöðu. Eru háskólarnir of margir? Berum okkur saman við önnur lönd. Í USA eru um 250 rannsóknaháskólar en þar eru íbúar 1.000 sinnum fleiri en Íslendingar og samsvarandi fjöldi skóla á Íslandi um fjórðungur úr skóla. Bak við hvern bandarískan háskóla eru meira en ein milljón íbúa, eins er í Japan. Í Bretlandi er tæplega hálf milljón íbúa bak við hvern skóla. Er ekki eðlilegt að Ísland einbeiti sér að því að reka einn ríkisháskóla? Á að sameina ríkisháskólana?Nú eru ríkisháskólarnir fimm, HÍ, HA, Landbúnaðarháskólinn, Hólaskóli og Listaháskólinn. Tveir þeir fyrstnefndu eru fjöldeildaháskólar en hinir sérhæfðir. Ef til vill væri hagkvæmt að sameina þá alla undir merkjum Háskóla Íslands. Við það mundi eitthvað sparast yfirbyggingu en það kann að verða torsótt því allir hafa skólarnir metnað til sjálfstæðis. Það er líka eðlilegt að faglegt sjálfstæði einstakra eininga innan háskóla sé sem mest. Hins vegar mætti hagræða mjög innan háskólakerfisins með verkaskiptingu. Milli líf- og umhverfisvísindadeildar HÍ og Hólaskóla er t.d. í gildi samningur um tveggja ára grunnnám við HÍ og síðan eins árs sérhæfingu á Hólum í þeim greinum sem Hólamenn kunna öðrum betur. Ef slík verkaskipting er vel útfærð skiptir minna máli hvort stofnun eins og Hólaskóli er formlega sjálfstæð eða hluti af Háskóla Íslands. Mikilvægast er að ekki séu reknar samskonar námsleiðir á mörgum stöðum og að innviðum svo sem rannsóknaaðstöðu og tækjabúnaði sé ekki dreift úr hófi með auknum kostnaði og verri nýtingu sem af því leiðir. Stofnun eins og Háskóli Íslands virðist býsna stór utanfrá séð en einstakar einingar hans eru margar hverjar litlar og fámennar, starfsmenn of fáir, sérhæfing og tækjakostur á of þröngu sviði og stoðþjónusta veikburða. Líkja má þessu við píanó þar sem einstakar nótur eða jafnvel heilar áttundir vantar. Á slíkt hljóðfæri verða ekki leikin flókin tónverk. Það er skynsamlegt að efla starfseiningar á hverju fræðasviði á einum stað frekar en að dreifa aðstöðunni á margar stofnanir. Hvað þarf mörg háskólapláss á Íslandi?Háskólanemum hefur fjölgað mjög á Íslandi og kemur þar margt til, fjölgun háskólaplássa, eldra fólk hefur sótt í nám og atvinnuleysi hefur aukið aðsókn að námi. Árið 2009 voru rúmlega 18.200 nemendur við nám á háskólastigi á landinu og auk fjölmargra (2.380 árið 2008) við erlenda háskóla. Er þetta hæfilegur fjöldi nemenda? Bretar settu sér það markmið að 50% hvers árgangs lykju prófi á háskólastigi. Á Íslandi eru um 4.800 einstaklingar í hverjum fæðingarárgangi. Það þarf 12.000 háskólapláss ef helmingur þeirra situr fimm ár í skóla. Við höldum úti yfir 20.000 sætum fyrir nemendur í hefðbundnu háskólanámi. Ljóst er að til lengri tíma litið hlýtur íslenskum nemendum á háskólastigi að fækka verulega. Í riti OECD, Education at a Glance 2009, má sjá að Íslendingar brautskráðu 2007 flesta nemendur úr hefðbundnu háskólanámi til fyrstu gráðu (Tertiary Type-A) en hins vegar miklu færri af starfsmiðuðum brautum á háskólastigi (Tertiary Type-B). Er þetta eðlilegt? Verði 25% skorin af fjárveitingum til háskóla hlýtur annað hvort undan að láta, magn eða gæði. Flatur niðurskurður rýrir gæði menntunar í öllum skólum og er því óviðunandi lausn. Óhjákvæmilegt verður fyrir ríkið að fækka nemendaplássum og skólum en jafnframt þarf að viðhalda kjarnastarfsemi ríkisháskólanna. Í þeim er að finna frjómagn framtíðaruppbyggingar Íslands. Höfundur er prófessor í lífefnafræði við Háskóla Íslands.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun