Lífið

Nýtt félag tónlistarmanna í smíðum

Samtaka listamenn
<B>Bubbi Morthens</B>, <B>Guðmundur Kristinn Jónsson</B>, Andrea Gylfadóttir og<B> Stefán Hilmarsson</B> eru meðal þeirra sem standa að Félagi flytjenda á hljóðritum.
Samtaka listamenn <B>Bubbi Morthens</B>, <B>Guðmundur Kristinn Jónsson</B>, Andrea Gylfadóttir og<B> Stefán Hilmarsson</B> eru meðal þeirra sem standa að Félagi flytjenda á hljóðritum.
Nýtt hagsmunafélag innan tónlistargeirans er að verða til. Stefán Hilmarsson, Andrea Gylfadóttir, Guðmundur Kristinn Jónsson og Bubbi Morthens eru meðal stofnfélaga en félaginu hefur verið gefið nafnið Félag flytjenda á hljóðritum. „Þetta er löngu tímabært félag, tilgangurinn er óskaplega einfaldur, að halda utan um rétt flytjenda á Íslandi, hvort sem það er á plötu, geisladisk eða netupptöku,“ segir Bubbi í samtali við Fréttablaðið. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er fyrirmyndin sótt í svokölluð Recording Artist Society sem eru starfrækt í nágrannalöndunum.

Bubbi segir að flytjendur á hljóðritum hafi ekki fengið greitt fyrir sitt framlag, eins og lagahöfundar og textahöfundar. „Heldur hefur sá peningur verið nýttur til að greiða meðal annars fyrir hljóðhús FÍH og annað á vegum félagsins,“ útskýrir Bubbi. Hann segir þetta gríðarlega mikilvægt skref fyrir íslenska tónlistarmenn.

„Þetta er búið að vera lengi í deigl­unni, við erum ekkert að fara af stað með neina byltingu heldur viljum við bara fá þann pening sem við eigum skilið. Skömmin er okkar að vera ekki búin að gera þetta fyrir löngu.“- fgg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×