Lífið

Svarthvítar mannlífsmyndir frá Ítalíu

Karl R. Lilliendahl, ljósmyndari. Hann verður með listaspjall síðar í dag.
Karl R. Lilliendahl, ljósmyndari. Hann verður með listaspjall síðar í dag.

Á Mokka Kaffi stendur nú yfir ljósmyndasýningin Secondo. Þar sýnir Karl R Lilliendahl svarthvítar mannlífsmyndir frá Ítalíu, m.a. frá borgunum Lucca, Bologna og Feneyjum.

Titill sýningarinnar er tilvísun í sekúndubrotið sem það tekur að frysta augnablikið.

Ein af myndunum á sýningunni.

Athygli er vakin á því að í dag milli kl.14 og 16 er Karl ljósmyndari til viðtals á Mokka fyrir þá sem hafa áhuga.

Secondo er sjöunda einkasýning Karls. Mokka er opið alla daga frá kl. 09 - 18.30.

Sýningin stendur til 23.september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.