Innlent

Þyrla og varðskip leituðu að veiðibát - var ekki með kveikt á talstöðinni

Þyrla var kölluð til að leita að bátnum
Þyrla var kölluð til að leita að bátnum
Leit stóð yfir í dag að frístundaveiðibát frá Súðavík sem tilkynnti sig úr höfn kl. 10 í morgun. Báturinn kom ekki inn í fjareftirlitskerfi Landhelgisgæslunnar, var ítrekað reynt að hafa samband við bátinn en engum köllum var svarað.

Fór þá í gang hefðbundið ferli Landhelgisgæslunnar, haft var samband við leigu bátsins og bar eftirgrennslan þeirra ekki heldur árangur. Voru þá kölluð út björgunarskip og bátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum allt frá Flateyri að Súðavík, haft var samband við báta og skip á svæðinu auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og varðskipið Týr beðið um að stefna á svæðið.

Um klukkan 15:20 til kynnti togarinn Páll Pálsson að hann væri kominn að bátnum um 2,3 sjómílur norðvestur af Gelti við Súgandafjörð. Var allt í lagi um borð í bátnum en í framhaldinu var þeim vísað til hafnar þar sem brýnt verður fyrir þeim nauðsyn þess að hafa kveikt á eftirlitsbúnaði og hlusta á rás 16, sem er neyðarbylgja fyrir skip og báta sem öllum sjófarendum ber skylda til að hlusta á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×