Erlent

Tugir milljarða í dóp og mellur

Óli Tynes skrifar

Norðmenn eru ágætlega kristin og íhaldssöm þjóð. Þeir vilja hinsvegar greinilega sletta úr klaufunum öðru hvoru og þá kannski ekki alltaf á þann hátt að hugnist öllum.

Norska Hagstofan hefur reiknað út að á árinu 2008 hafi Norðmenn notað rúma fjörutíu og þrjá milljarða íslenskra króna í eiturlyf og vændiskaup.

Langmestur hluti þessa fjár hefur farið í eiturlyf eða 92,7 prósent. Hagstofan talar þurrt stofnanamál. Í skýrslu hennar segir að segir að innflutningur hafi mjög aukist á því vinnuafli sem stundi vændi.

Norska framleiðslan í þessari atvinnugrein hafi hinsvegar að mestu staðið í stað. Hagstofan segir að samanlagt hafi þjónustan sem vændiskonur bjóða lækkað í verði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×