Vettel: Rétt að fresta tímatökunni 9. október 2010 12:43 Keppnisstjórn sendi öryggisbílinn nokkrum sinnum inn á brautina til að hægt væri að kanna aðstæður. Mynd: Getty Images Sebastian Vettel var sáttur við að tímatökunni sem átti að vera á Suzuka brautinni í Japan í nótt var frestað vegna veðurs, en mikill vatnselgur var á brautinni. Hann var fljótastur á tveimur æfingum á föstudag og vann mótið á Suzuka í fyrra. Keppnisstjórn sendi starfsmenn á öryggisbíl inn á brautina til að kanna aðstæður nokkrum sinnum og afréð síðan að fresta tímatökunni þar til í nótt. Bein útsending frá tímatökunni verður kl. 00.45 á Stöð 2 Sport í nótt. Möguleiki er á rigningu á ný og það gæti gefið minni spámönnum við stýrið möguleika á að ná betri árangri en ella. Þetta gæti líka riðlað gangi máli í titilslagnum. "Ég tel að stjórnendur mótsins hafi gert rétt í því að senda öryggisbílinn út á 20 mínútna fresti til að skoða aðstæður. Aðstæður skánuðu bara ekki", sagði Vettel í frétt á autosport.com. "Ég tel að rétt ákvörðun hafi verið tekinn og ég veit að það er ekki auðvelt að taka svona ákvörðun, en við þessar aðstæður höfum við enga stjórn á bílunum", sagði Vettel og benti á það að bílarnir eru tiltölulega léttir, helmingi léttari en hefðbundinn götubíll og sást á lokaæfingu fyrir tímatökuna að bílarnir flutu upp á brautinni. Rigndi einnig á lokaæfingunni sem var líka frestað. "Bílarnir eru líka lágir frá jörðu og þeir fljóta upp ef það er mikið vatn á brautinni. Það var ekki sjéns að keyra. Við hefðum bara verið eins og farþegar um borð, frekar en við stjórn og ekki getað tekið á bílunum", sagði Vettel. Tímatakan fer fram í nótt og hefst bein útsending frá henni kl. 00.45 á Stöð 2 Sport. er Möguleiki á rigningu á ný og það gæti gefið minni spámönnum við stýrið möguleika á að ná betri árangri en ella. Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sebastian Vettel var sáttur við að tímatökunni sem átti að vera á Suzuka brautinni í Japan í nótt var frestað vegna veðurs, en mikill vatnselgur var á brautinni. Hann var fljótastur á tveimur æfingum á föstudag og vann mótið á Suzuka í fyrra. Keppnisstjórn sendi starfsmenn á öryggisbíl inn á brautina til að kanna aðstæður nokkrum sinnum og afréð síðan að fresta tímatökunni þar til í nótt. Bein útsending frá tímatökunni verður kl. 00.45 á Stöð 2 Sport í nótt. Möguleiki er á rigningu á ný og það gæti gefið minni spámönnum við stýrið möguleika á að ná betri árangri en ella. Þetta gæti líka riðlað gangi máli í titilslagnum. "Ég tel að stjórnendur mótsins hafi gert rétt í því að senda öryggisbílinn út á 20 mínútna fresti til að skoða aðstæður. Aðstæður skánuðu bara ekki", sagði Vettel í frétt á autosport.com. "Ég tel að rétt ákvörðun hafi verið tekinn og ég veit að það er ekki auðvelt að taka svona ákvörðun, en við þessar aðstæður höfum við enga stjórn á bílunum", sagði Vettel og benti á það að bílarnir eru tiltölulega léttir, helmingi léttari en hefðbundinn götubíll og sást á lokaæfingu fyrir tímatökuna að bílarnir flutu upp á brautinni. Rigndi einnig á lokaæfingunni sem var líka frestað. "Bílarnir eru líka lágir frá jörðu og þeir fljóta upp ef það er mikið vatn á brautinni. Það var ekki sjéns að keyra. Við hefðum bara verið eins og farþegar um borð, frekar en við stjórn og ekki getað tekið á bílunum", sagði Vettel. Tímatakan fer fram í nótt og hefst bein útsending frá henni kl. 00.45 á Stöð 2 Sport. er Möguleiki á rigningu á ný og það gæti gefið minni spámönnum við stýrið möguleika á að ná betri árangri en ella.
Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira