Erlent

Flokkur Sarkozy tapaði

Sarkozy greiðir atkvæði. Mynd/AP
Sarkozy greiðir atkvæði. Mynd/AP
Allt lítur út fyrir að hægriflokkur Frakklandsforseta hafi beðið ósigur í fyrri umferð í héraðskosningunum sem fóru fram í gær.

Talningu er ólokið en allt lítur út fyrir að að Sósíalistaflokkurinn hafi sigrað í kosningunum og að helsti andstæðingurinn - hægriflokkur Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta hafi beðið ósigur. Vinstrimenn virðast hafa borið sigurorð í flestum ef ekki öllum héruðum með um þriðjung atkvæða og að flokkur Sarkozy hafi fengið 26%.

Gott gengi hægriöfgamannsins Jean-Marie Le Pen, sem verið hefur í fararbroddi Franska þjóðarflokksins í áratugi, kemur fréttaskýringum að óvært en flokkur hans fær rúmlega 12% sem er mun meira en honum hafði verið spáð.

Sarkozy hefur ekki tjáð sig um ósigurinn en forsætisráðherrann Francois Fillon hefur gert lítið úr úrslitunum. Seinni umferð héraðskosninganna fer fram um næstu helgi en þetta eru síðustu kosningarnar sem fara fram á landsvísu fyrir forsetakosningarnar árið 2012.

44 milljónir Frakka voru á kjörskrá í gær en 48% þeirra greiddu atkvæði sem er mun minna en fyrir sex árum þegar kjörsókn var tæplega 60%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×