Forstöðumenn og fjárlagagerð Magnús Guðmundsson skrifar 17. september 2010 12:31 Í kjölfar bankahruns og rannsóknar á orsökum og afleiðingum þess er mikið rætt og ritað þessa dagana um umbætur í íslenskri stjórnsýslu og er það vel. Lögð er áhersla á umbætur í stjórnsýslunni með því t.d. að auka gegnsæi og að skýra lög og reglur um formfestu samskipta, umboð, valdmörk og ábyrgð. Víða má finna ákvæði um ábyrgð og skyldur þeirra sem koma að stjórnarframkvæmdum í íslenskri löggjöf, m.a. í stjórnarskránni, lögum um ráðherraábyrgð, starfsmannalögum og fjárreiðulögum sem og í reglugerð fjármálaráðherra um framkvæmd fjárlaga og ábyrgð á fjárreiðum ríkisstofnana í A-hluta. Samkvæmt 42. gr. íslensku stjórnarskrárinnar skal leggja fyrir Alþingi frumvarp til fjárlaga fyrir það fjárhagsár sem í hönd fer en nánar er fjallað um þetta ferli í lögum um fjárreiður ríkisins nr. 88/1997. Fjárlagagerð íslenska ríkisins er flókið ferli þar sem hið endanlega fjárveitingavald liggur hjá Alþingi með samþykkt fjárlaga ár hvert. Alls tekur ferlið um 12 mánuði og að gerð hvers fjárlagafrumvarps koma mörg hundruð manns sem starfa aðallega hjá ráðuneytum og Alþingi. Forstöðumenn ríkisstofnana hafa undanfarin ár átt litla aðkomu að þessu ferli. Ábyrgð er hugtak sem hefur mikla þýðingu í opinberri stjórnsýslu. Vönduð stjórnsýsla verður að byggjast upp á því að ljóst sé hver er ábyrgur í tilteknu málefni og hver hefur vald til að taka ákvarðanir. Forstöðumenn opinberra stofnana bera rekstrarlega ábyrgð á sínum stofnunum. Ábyrgð þeirra er skilgreind í 49. gr. laga nr. 88/1997 um fjárreiður ríkisins. Enn fremur segir í 38. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins að forstöðumaður beri ábyrgð á því að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma stofnunarinnar sé í samræmi við fjárlög og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt. Talsvert hefur verið gagnrýnt hversu lítil þátttaka forstöðumanna er þegar kemur að fjárlagaferlinu. Þó forstöðumenn beri ábyrgð á daglegum rekstri stofnana er þátttaka þeirra oftast aðeins bundin við upphaf fjárlagaferlisins þegar þeir senda fjárlagatilllögur til sinna ráðuneyta. Eftir það má segja að þátttöku forstöðumanna í fjárlagaferlinu sé lokið nema í undantekningartilfellum. Þegar öllu er á botninn hvolft hvílir meiri ábyrgð á herðum forstöðumanna en ráðherra þegar kemur að framkvæmd fjárlaga, þó svo ráðherrar taki mun meiri þátt í gerð fjárlagafrumvarpsins en forstöðumenn. Þessu þarf að breyta, auka þarf gegnsæi í fjárlagaferlinu og efla faglega aðkomu forstöðumanna ríkisstofnana að því frá upphafi. Breyting sem þessi er ekki síst mikilvæg nú þegar auknar kröfur eru gerðar um hagræði og góða nýtingu opinberra fjármuna á tímum niðurskurðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í kjölfar bankahruns og rannsóknar á orsökum og afleiðingum þess er mikið rætt og ritað þessa dagana um umbætur í íslenskri stjórnsýslu og er það vel. Lögð er áhersla á umbætur í stjórnsýslunni með því t.d. að auka gegnsæi og að skýra lög og reglur um formfestu samskipta, umboð, valdmörk og ábyrgð. Víða má finna ákvæði um ábyrgð og skyldur þeirra sem koma að stjórnarframkvæmdum í íslenskri löggjöf, m.a. í stjórnarskránni, lögum um ráðherraábyrgð, starfsmannalögum og fjárreiðulögum sem og í reglugerð fjármálaráðherra um framkvæmd fjárlaga og ábyrgð á fjárreiðum ríkisstofnana í A-hluta. Samkvæmt 42. gr. íslensku stjórnarskrárinnar skal leggja fyrir Alþingi frumvarp til fjárlaga fyrir það fjárhagsár sem í hönd fer en nánar er fjallað um þetta ferli í lögum um fjárreiður ríkisins nr. 88/1997. Fjárlagagerð íslenska ríkisins er flókið ferli þar sem hið endanlega fjárveitingavald liggur hjá Alþingi með samþykkt fjárlaga ár hvert. Alls tekur ferlið um 12 mánuði og að gerð hvers fjárlagafrumvarps koma mörg hundruð manns sem starfa aðallega hjá ráðuneytum og Alþingi. Forstöðumenn ríkisstofnana hafa undanfarin ár átt litla aðkomu að þessu ferli. Ábyrgð er hugtak sem hefur mikla þýðingu í opinberri stjórnsýslu. Vönduð stjórnsýsla verður að byggjast upp á því að ljóst sé hver er ábyrgur í tilteknu málefni og hver hefur vald til að taka ákvarðanir. Forstöðumenn opinberra stofnana bera rekstrarlega ábyrgð á sínum stofnunum. Ábyrgð þeirra er skilgreind í 49. gr. laga nr. 88/1997 um fjárreiður ríkisins. Enn fremur segir í 38. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins að forstöðumaður beri ábyrgð á því að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma stofnunarinnar sé í samræmi við fjárlög og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt. Talsvert hefur verið gagnrýnt hversu lítil þátttaka forstöðumanna er þegar kemur að fjárlagaferlinu. Þó forstöðumenn beri ábyrgð á daglegum rekstri stofnana er þátttaka þeirra oftast aðeins bundin við upphaf fjárlagaferlisins þegar þeir senda fjárlagatilllögur til sinna ráðuneyta. Eftir það má segja að þátttöku forstöðumanna í fjárlagaferlinu sé lokið nema í undantekningartilfellum. Þegar öllu er á botninn hvolft hvílir meiri ábyrgð á herðum forstöðumanna en ráðherra þegar kemur að framkvæmd fjárlaga, þó svo ráðherrar taki mun meiri þátt í gerð fjárlagafrumvarpsins en forstöðumenn. Þessu þarf að breyta, auka þarf gegnsæi í fjárlagaferlinu og efla faglega aðkomu forstöðumanna ríkisstofnana að því frá upphafi. Breyting sem þessi er ekki síst mikilvæg nú þegar auknar kröfur eru gerðar um hagræði og góða nýtingu opinberra fjármuna á tímum niðurskurðar.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun