Lífið

Fyrrverandi gerði myndbandið með Paris Hilton

Shannen Doherty. MYND/Cover Media
Shannen Doherty. MYND/Cover Media

Leikkonan Shannen Doherty, 39 ára, sem vakti athygli í hlutverki Brendu í Beverly Hills 90210 þáttunum gefur konum góð ráð hvernig þær geta hrellt karlmenn og rifjar upp sambandið við fyrrverandi kærasta sem gerði myndbandið fræga með Paris Hilton um árið í nýrri bók.

Bókin ber heitið: Badass: A Hard-Earned Guide to Living Life With Style and (The Right) Attitude en þar segir hún frá sambandinu og gefur konum góð ráð þegar þær eiga í samskiptum við hitt kynið.

„Ef þú ætlar að elta og hrella karlmann skaltu aldrei nokkurn tíman nota þinn eigin bíl. Alls ekki ef hann þekkir bílinn þinn. Fáðu lánaðan bíl hjá vinkonu þinni og eltu hann í framhaldinu," skrifar hún meðal annars í umrædda bók.

Shannen hætti með kærastanum sínum, Rick Salomon, eftir að hún sá gróft kynlífsmyndband með honum og Paris Hilton. Í bókinni lætur hún allt flakka um samandið í kjölfar myndbandshneykslisins.

Shannen ræðir opinskátt um samband hennar við umræddan kærasta og lýsir í smáatriðum hvað hún var ástfangin af honum.

„Þegar kemur að sambandi mínu og Rick ætla ég ekki að skrökva en ég elskaði hann innilega. Hann fékk mig til að hlæja og við skemmtum okkur saman en vá hvað við upplifðum líka slæma tíma," skrifar hún meðal annars í bókinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.